Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/5-workout-favorites/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

 

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

#5 WORKOUT FAVORITES

Það eru nokkrar vörur og flíkur sem mér finnst hreint út sagt ómissandi þegar ég er að æfa. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir mig að minnsta kosti að líða vel þegar ég æfi. Einnig finnst mér mikilvægt að hugsa vel um líkama og sál eftir æfingar. Það eru tvær vörur sem mér finnst ómissandi en það eru Magnesíum flögurnar* frá BetterYou og Biotherm Skin Fitness* sturtusápan. Magnesíum flögurnar eru ómissandi fyrir mig en ég finn fyrir svolitlum fótapirring þegar ég nota þær ekki. Ég þoli ekki að taka inn töflur og því hentar mér lang best að nota þær í baðið á kvöldin svo sef ég líka svo vel þegar ég nota þær. Magnesíum er mikilvægt fyrir heilsuna en það kemur við sögu í fleiri hundruð mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðvana, draga úr krömpum og fótapirringi.  Biotherm sturtusápan er ein sú skemmtilegasta á markaðnum en þetta er hreinsifroða fyrir líkamann til að nota eftir æfingar. Þessa hreinsifroðu nota ég eftir æfingar í sturtunni en ég reyni að vera eins fljót heim í sturtu og ég get. Sviti inniheldur bakteríur og hjálpar þessi skemmtilega sturtusápa við það að losa okkur við óæskilegar bakteríur á líkamanum. Góðir íþróttaskór og íþróttatoppur með góðum stuðning skiptir öllu. Ég nota mikið þessa toppa frá Nike sem veita miðlungs stuðning en þessir eru nóg fyrir mig í hverskonar íþróttaiðkun. Toppar með lítinn stuðning duga mér í ræktina en til dæmis ekki í spinning tíma og þegar ég er að hlaupa. Skóna keypti ég fyrir nokkrum dögum síðan en það var kominn tími á mína æfingaskó. Þessir bera nafnið Presto og eru frábærir í allskyns æfingar en eru þó sérhannaðir í hlaup. Þó allir þessir hlutir séu kannski ekki nauðsynlegir þá bæta þeir og kæta lífið og tilveruna. Það sem skiptir öllu máli er góð tónlist og finnst mér ómissandi að kveikja á Spotify og velja góðan playlista áður en ég byrja æfinguna mína.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/new-in-nike-air-huarache/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19


Skóna og fötin keypti ég mér sjálf // Nike Dry Bolur // Nike Pro Classic íþróttatoppur // Lululemon High Times Buxur // Nike Air Huarche Skór

NEW IN: NIKE AIR HUARACHE

Þegar ég var stödd í Berlin í síðustu viku var ég á höttunum eftir nýjum íþróttaskóm eða sneakers til að nota dagsdaglega en ég er yfirleitt alltaf í Huarache Run skónum mínum frá Nike. Við mamma rákumst á þessa í þessum fallega beige lituðu (liturinn heitir: dusted clay) Huarache skó en þessir eru grófari en mínir gömlu sem ég fjallaði um hér (og hef ekki farið úr). Ég hef aldrei keypt mér svona bleika skó áður en ég er ástfangin af þeim og gera þeir mjög mikið fyrir alveg svart dress. Skórnir eru ótrúlega þægilegir og ef ekki þægilegri en þeir sem ég á áður vegna þess að botninn er þykkari og stabílli. Ég hlakka mikið til að nota þá í sumar enda hinir fullkomnu sumar skór. Á neðri myndinni er ég í æfingabol sem ég keypti líka í Berlín en hann er léttur og mikið opinn í bakið og hentar mér því mjög vel í spinning tíma en í þeim líður mér oftast eins og ég vilji ekki vera klædd í neitt. Íþróttatoppurinn sem sést nú reyndar ekki á myndinni er líka nýr en er klassíski Nike Pro Classic toppurinn og er einmitt alveg í stíl við æfingabolinn. Buxurnar eru frá merkinu Lululemon og bera nafnið High Times en þeim hef ég ekki farið úr síðan ég festi kaup á þeim í Kanada í janúar en ég var að panta mér aðrar vegna þess leið mín liggur til Kanada á mánudag. Pantaði mér buxur sem bera nafnið Align en þær eiga að vera jafnvel betri en þessar. Hlakka mikið til að eiga tvennar til skiptanna en ég hef ekki farið í neinar aðrar æfingabuxur síðan ég eignaðist þessar.

Skórnir koma í verlsunina AIR í Smáralind á morgun!

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/new-in-adidas-originals-t-shirt/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Flíkina keypti ég mér sjálf // Fæst hér

NEW IN: ADIDAS ORIGINALS T-SHIRT

Í gær festi ég kaup á þessum hrikalega sæta ljósbleika bol frá Adidas en ég hafði séð hann inn á Asos og mikið hugsað um. Ég rakst svo á hann í eigin persónu í verslun í Bandaríkjunum og var ekki lengi að festa kaupa á honum og setja skyrtuna sem ég var klædd í poka og gekk út úr búðinni í nýja bolnum. Það voru 30 gráður þar sem ég var svo það er ekki nema von að ég hafi viljað fara í eitthvað léttara og var stuttermabolur fullkominn þar sem ég vil ekki brenna í sólinni. Ég fékk ótal fyrirspurnir um bolinn á Snapchat og ákvað þess vegna að setja inn færsla og benda ykkur á hvar bolurinn fæst bæði í fölbleiku og bláu (en er uppseldur í bláu í augnablikinu). Bolurinn er í unisex sniði og hentar því báðum kynjum og tók ég hann í stærð medium til að hafa extra stóran. Ég fer til Berlínar í nótt og hlakka til að taka ykkur með í þetta ferðalag. Núna ætla ég að hlaða myndavélina og tæma minniskortið svo ég geti fest allt á filmu. Minni á Snapchat aðganginn minn: thorunnivars ef að þú vilt fá Berlín í æð.

Adidas Originals Unisex bolur fæst hér

 

Save

Save


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/uppahalds-flikin-min-nike-pullover/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Vöruna keypti ég sjálf

UPPÁHALDS FLÍKIN MÍN: NIKE PULLOVER

Ákvað að sýna ykkur uppáhalds flíkina mína sem er mikið notuð í augnablikinu. Ósköp einföld hettupeysa sem gerir lærdóminn og veikindin sem hrjá mig ögn bærilegri. Hlý, góð og nær vel upp í háls. Hún er ótrúlega mjúk og þykk og myndi segja að stærðin á henni sé í minni kantinum. Ég tók hana í stærð small en hún hefði ekkert verið verri í medium. Mér finnst hún bæði töff við leðurlíkisbuxur eins og á myndunum en einnig við æfingabuxur. Ég pantaði hana af Asos í nóvember en hún lét nú ekki á sér kræla fyrr en í byrjun desember. Ég hlakka til að kúra í henni í vetur eftir flug enda fullkomin peysa til að skella sér í þegar það er kalt. Langaði bara að skrifa örstutta færslu og sýna ykkur hana vegna þess að hún hefur verið uppseld á síðunni í nokkurn tíma en nú sá ég að allar stærðir voru til.

Þú færð Nike Pullover hér

Save

Save

Save


Looking for Something?