Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/glerups/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

glerups

GLERUPS

Um daginn fékk ég skemmtilegan póst þar sem ég var spurð hvort að mig myndi ekki langa til að prófa þessa skemmtilegu þæfðu dönsku ullarskó. Þannig er nefnilega mál með vexti að við búum á fyrstu hæð og það er alveg sjúklegur gólfkuldi og við algjörlega ósammála um hvert hitastigið eigi að vera inn í íbúðinni. Ég tapa alltaf og er mér semsagt alltaf kalt á tánum. Glerups skórnir voru alger himnasending og hef ég ekki farið úr þeim síðan ég eignaðist þá. Komu til mín akkurat á hárréttum tíma þar sem lærdómurinn fer á fullt núna fram að lokaprófum. Algjörlega ómögulegt að læra fyrir framan tölvuna með kaldar tásur. Þeir eru líka alveg í stíl við parketið…ætti kannski ekki að viðurkenna það en þeir eru ótrúlega smart sem mubla í íbúðinni.

Um helgina var ég í bústað með Harry og tengdafjölskyldunni og tók lærdóminn með mér. Hérna er einmitt ískalt líka og skórnir voru fyrstir til að fara ofan í tösku. Ég valdi mér ökklaháa í þessum fallega gráa lit þar sem mér fannst þeir ótrúlega smart. Skórnir eru úr 100% ull og er sólinn gerður úr kálfaskinni. Ég fann það um leið hvað þeir voru hlýjir og þægilegir. Ég er með mjög háa rist og fyrst þegar ég smeygði mér í þá var það frekar erfitt en eftir eitt skipti var ekkert mál að fara í þá aftur þar sem ullin gefur vel eftir. Harry var ekki alveg jafn hrifin af þeim fyrst og sagði að þeir væru nú ekki smart en skipti algerlega um skoðun þegar hann sá hvað ég elskaði þá mikið eftir nokkra daga notkun og bað um par í stíl við mína. Við verðum flott hjónin í Glerups skóm í stíl! Fyrir eigum við sitthvort parið af alveg eins Birkenstock sem verða notaðir yfir sumartímann. Erum bara svoleiðis par. Leið og mamma sér þessa er ég viss um að þessir fari hátt á gjafalistann hennar þar sem okkur mæðgum ansi oft kalt. Ég tók mína stærð 36 í skónum og passa þeir fullkomlega.

Glerups skórnir fást í ýmsum litum, gerðum og á unga jafnt sem
aldna í verslunum Casa ásamt því að fást á veraldarvefnum hér

Gleðilega páska!
Untitled-11
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.
Þessi umfjöllun er ekki kostuð.


Looking for Something?