Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/garnier-micellar-cleansing-water/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
MICELLAR CLEANSING WATER
Okay, ég þarf alveg að róa mig aðeins áður en ég skrifa þessa færslu. Undanfarna mánuði hef ég ekki lesið neitt annað en Micellar, Micellar og meira Micellar. En jú Micellar hreinsivötnin eru eitt aðal leyndarmál franskra kvenna. Á íslensku er talað um mísellur eða fitukirni. Bioderma startaði þessu trendi í snyrtivöruheiminum og öll merkin fylgdu fast á eftir. Mig langaði mest að prófa Bioderma vatnið en það er ekki fáanlegt hér á landi svo ég fann tvö frábæra staðgengla (svo er Bioderma vatnið líka svo dýrt!). Ég prófaði hreinsivatnið frá Garnier og Yves Saint Laurent og ætla að segja ykkur frá Garnier hreinsivatninu í þessari færslu.
Mísellu hreinsivötnin eru að mestu leytu uppbyggð af vatni en innihalda mísellur (fitukirni) og brjóta þau niður farða. Ólíkt öðrum farðahreinsum innihalda þau ekki nein sterk innihaldsefni og henta viðkvæmri húð mjög vel. Ég einfaldlega gusa smá í bómul og þurrka farða af öllu andlitinu, líka vörum og augum. Þú þarft ekki að skola vatnið af og getur borið rakakrem beint á húðina. Hreinsivötnin vinna líkt og þegar þvottaefni brýtur niður fitu.
Ég viðurkenni það fúslega að vera ekki fullkomin og hreinsa húðina með þessari aðferð einstaka sinnum. Oftast þegar ég er búin að vera mögulega á djamminu og á örfáum sekúndum er allt farið framan úr mér og ég farið að sofa án samviskubits. Þó vakna ég með samviskubit en þetta er þó skárra en að leggjast á hreinan koddann með bleikan varalit og eyeliner upp á enni. Hreinsivötnin eru líka frábær viðbót í venjulega húðumhirðuna þína og held ég að ég eigi eftir að geyma mín í ræktartöskunni.
Garnier Micellar Cleansing Water – Fæst t.d. í Krónunni
Ég rakst á það í Krónunni eftir að hafa lesið miljón greinar um það á netinu. Ég var í stórinnkaupum fyrir heimilið svo að það fékk að koma í körfuna. Flestar þær Garnier vörur sem ég hef prófað hafa verið of sterkar fyrir mig en hreinsivatnið er hreint út sagt frábært. Hreinsivatnið kemur í 400ml umbúðum sem þykir mjög stórt fyrir svona vöru og á það að duga í yfir 200 skipti. Það lang besta við vatnið er að það kostaði einungis 1.199 kr og mun það örugglega duga mér langt fram á næsta ár. Hreinsivatnið þurrkar ekki upp húðina og get ég borið á mig krem beint á eftir.