Færslan inniheldur ad linka.

Oversized Alpaca Blend Cardigan hér // Wool Blend Long Wrap Cardigan hér

ON ITS WAY: SWEATER WEATHER

Apríl er mættur og ég hef aldrei verið jafn fegin að mars mánuður sé liðinn. Það er ennþá peysuveður og maður er bara heima og góð peysa er bara eitthvað sem ég verð að eiga. Já og helst nokkrar. Ég elska góðar gæða peysur. Það bara verður að segjast. Kolféll fyrir þessum inn á stories.com en mig langaði í þessa hnepptu í beige litnum eeeeeen þessi grái fer mér bara svolítið betur. Hún er stutt og hneppt en falleg yfir fallegan hlýrabol. Hin er í wrap sniði og  bundin á hlið og síðari. Keypti mér einmitt frekar ódýra svarta wrap peysu í fyrra og hún eyðilagðist eftir einn þvott. Mæli mikið með að vanda valið á góðum peysum því verðið skilar sér klárlega í gæðum, endingu og útliti. Ég get alltaf treyst á peysurnar frá & Other Stories. Er alltaf í jafn miklu átaki að kaupa mér frekar föt heldur en á barnið. Þetta gerist hægt og rólega. Mjög spennt að fá þessar tvær og get lagt nokkrum sem eru orðnar mjög lúnar. Annars mæli ég rosalega mikið með ullartreflunum frá & Other Stories. Á þrjá sem ég er búin að eiga í fjölda ára og nota enga aðra. Hlýjir og góðir og gegna hlutverki teppis ef þér er mjög kalt.

Ath. Færslan inniheldur ad linka

& OTHER STORIES SENDIR TIL ÍSLANDS

Eins og þið kannski munið þá er & Other Stories eitt mitt uppáhalds fatamerki. Ég elska, dýrka og dái peysurnar frá þeim og hef ég fengið ófáar fyrirspurnir um þessa efstu því þægilegri og hlýrri peysu er erfitt að finna. Þessa svörtu var ég að kaupa mér og var að frétta að & Other Stories sé farið að senda til Íslands. Langaði svo að deila því með ykkur ásamt uppáhalds peysunum mínum. Það eru trilljón aðrar á síðunni sem mig langar í. Til að senda til íslands veljiði “international shipping” og þar veljiði Ísland. Frétti að sendingin væri rosalega hröð og þægileg. Ég er í smá átaki að einblína frekar á að uppfæra minn fataskáp en ekki sífellt að kaupa á litlu drottninguna. Ótrúlega spennt að finna mér 2-3 góðar flíkur til að panta mér á næstu vikum.

Alpaca peysa ljós hér / Bundin peysa ljós hér / Svört wrap peysa hér

Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

VAGABOND Í JÓLAPAKKANN

Í tilefni þessarar stórru tilboðs helgar langaði mig að bæði sýna ykkur nýjasta Vagabond parið mitt. Nýjasta parið ber nafnið Grace og eru þeir grófir, loðfóðraðir ökklaskór með grófum botni. Henta sérstaklega vel núna yfir vetrartímann þegar maður vill ekki fórna þægindum og hlýju fyrir lúkkið. Skórnir eru fullkomnir við buxur í víðari kantinum og fallega kvenlega kápu. Ég hlakka mikið til að klæða skóna bæði upp og niður yfir hátíðarnar. Nú er fullkomið tækifæri að næla sér í fallega skó en það er 20% afsláttur af öllum Vagabond skóm í verslunum Kaupfélagsins út sunnudaginn 24. nóvember. Það erum að gera að setja líka par á óskalistann eða færa einhverjum sem þér þykir vænt um fallega skó þessi jólin.

Camellituð Golla hér / Gallabuxur hér / Trefill hér / Skyrta hér / Síð peysa hér / Glitrandi peysa hér

ASOS WISHLIST

Í tilefni þess að Asos býður upp á 15% afslátt af öllum vörum sínum í dag með kóðanum: SCREAM15 langaði mig að deila með ykkur óskalistanum mínum. Mig vantar föt. Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta á ævi minni. Ég hef ekki verslað mér föt lengi lengi útaf meðgöngunni og langar ekkert að vera í þeim fötum sem ég notaði á meðan henni stóð. Þess vegna hékk ég aðeins inn á Asos í gærkvöldi og skoðaði hvað ég væri ekkert á móti að panta mér. Mig vantar góðar peysur fyrir veturinn, flottar gallabuxur og allskonar trefla og fínerí. Það sem mig vantar ekki eru yfirhafnir en ég hef verið ansi dugleg við að kaupa mér þær upp á síðkastið. Hlakka til að deila með ykkur því sem ég kaupi mér síðan á Instagram Stories.


Looking for Something?