Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/earth-friendly-baby/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

earthfriendlybaby

Ég hef löngu ætlað að fjalla um vörurnar sem fyrirtækið Lansinoh framleiðir sem heita Earth Friendly Baby. Okay, nú er ég sjálf ekki ungbarn né á ég eitt. Ég er 24 ára og er barnauppeldi ekki á döfinni hjá mér. En, þessar vörur uppgvötaði ég því að ég hanna auglýsingar fyrir fyrirtækið. Ég er alin upp við að nota brjóstakremið frá Lansinoh á öll sár, varaþurk og sólbruna. En ég er stundum spurð útaf því að ég fer í bubblubað á hverju einasta kvöldi hvaða vörur ég noti nú eiginlega í baðkarið? Undanfarið hef ég verið að fjalla oft um að ég nota ekki vörur sem innihalda paraben og nú bjóða fleiri og fleiri vörumerki upp á að vera SLS free (Sodium Lauryth Sulfate) og er það efnið sem ég er með ofnæmi fyrir. Og jú heppnin er með mér- þessar vörur innihalda hvorugt! Ég skil bara ekki að nota vörur með þessum slæmu innihaldsefnum þegar maður kemst hjá því að geta það ekki. Alla mína ævi hef ég reynt að sneiða hjá þessum efnum en það hefur ekki verið hægt fyrr en nú og því ég mjög ánægð með framfarir í snyrtivöruheiminum.

Uppáhalds ilmurinn minn úr línunni er Happy Mandarin og nota ég bubblubaðið og sturtusápuna daglega. Finnst mjög fyndið að nota vörur fyrir ungbörn en mmm þetta er það besta sem ég veit. Lavender er líka svo gott í baðið fyrir góðan nætursvefn. Vörurnar státa sig að því að vera með bæði náttúruleg og lífræn innihaldsefni. Og svo ég taki dæmi þá inni heldur Happy Mandarin bubblubaðið t.d. Aloe Vera, Lavender, Hibiscus (sem hjálpar við að hægja á öldrun húðarinnar), Poppy Extract, Mandarin olíu sem er sótthreinsandi og margt margt fleira. Þegar ég vil fara í algjört dekur dekur bað set ég 2 dropa af shea butter olíunni út í vatnið og húðin verður eins og silki. Olían inniheldur Shea Butter sem verndar húðina gegn sól, Sólblómafræ, sesame olíu og fleiri omega fitusýrur. Maður gæti liggur við borðað þessa olíu? Það hlýtur að vera í lagi..ekki það að ég ætli að vera sú fyrsta til að prófa það.

Vörurnar eru ekki prófaðar af dýrum og eru samþykktar af Vegan og Vegetarian samtökunum.

Vörurnar fást í öllum apótekum og mæli ég með þeim fyrir bæði unga jafnt sem aldna! (Amma mín notar þessar vörur líka!) Þær eru líka á góðu verði og ættu að vera á hvers manns færi- okay já þær eru líka svo sætar.


Looking for Something?