Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/normann-copenhagen-daily-fiction/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Normann Copenhagen og fékk ég vörurnar að gjöf.

NORMANN COPENHAGEN: DAILY FICTION

Vá vá vá! Ég á ekki orð. Frá því að ég var barn hef ég elskað allt sem tengist fallegum bókum, skólavörum og litlum aukahlutum. Þið vitið ekki hvað ég var alltaf spennt að byrja aftur í skólanum á haustinn enda uppáhalds árstíminn minn. Þá gat ég byrjað að skipuleggja mig aftur og ég elska að þessi hefð hefur fylgt mér alla leið í háskóla. Fallegar vörur gera lærdóminn nefnilega aðeins bærilegri á erfiðum köflum. Normann Copenhagen hefur hannað stórglæsilega línu sem ber nafnið Daily Fiction en merkið fékk bloggara (þar á meðal mig) í samstarf við sig og fengum við að velja okkur þær vörur sem heilluðu okkur mest. Mun skemmtilegra en að hefði verið valið fyrir mig.

normanndailyfiction

Ég valdi mér nokkrar stórskemmtilegar vörur og er þetta flotta mynstur í uppáhaldi hjá mér og valdi mér tímaritahirslu, stóra bók og strokleður í því. Annars valdi ég mikið bleikt. Fallega penna og blýanta til að gera lærdóminn skemmtilegri. Það er ekkert smá skemmtilegt að dúlla sér við að raða vörunum fallega upp og hlakka ég til að byrja að nota þær. Normann Copenhagen hannaði Daily Fiction í samstarfi við hönnunarteymið Femmes Réginoales. Markmiðið var að hanna litla hluti og vörur sem maður notar á hverjum einasta degi. Vörur sem maður getur raðað saman á sinn hátt og þannig skapað óteljandi sögur.

normannsamantvo

Vörurlínan inniheldur yfir 200 vörur. Í línunni má finna bækur, tímaritahirslur, gjafapappír, penna, blýanta, skæri, bréfaklemmur, límmiða, pennaveski og margt margt fleira skemmtilegt. Uppröðunin er ótrúlega skemmtileg í verslunum Epal en bláu hillurnar eru eins og nammibar fyrir fullorðna. Ég stóð fyrir framan þær og hausinn á mér hringsnérist mig langaði í allt. Ég er ekki frá því að ég hafi valið mjög vel og kom heim með ótrúlega skemmtilegar vörur. Endilega kíkið við í verslanir Epal og sjáið þessar flottu vörur með berum augum.

Takk fyrir mig Normann Copenhagen!

Save

Save


Looking for Something?