Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/hreingerning-101/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

ibud

HREINGERNING 101

Trúi varla að ég hafi sest niður til að skrifa þennan pistill en þannig er mál með vexti að lesendur hafa verið að undra sig á því hvort að það sé alltaf hreint heima hjá mér eins og sjá má á flestum myndunum. Svarið er í svona 95% tilvikum já þar sem hér búa saman tveir snyrtipinnar. Annar meiri  en hinn (Harry) en báðum finnst okkur hreint og fallegt heimili svo miklu betra fyrir sálina. Ég var spurð hvort að ég ætti einhver leyni trikk sem ég væri ekki að deila með lesendum en ég á erfitt með að ráðleggja ykkur. Það eru nokkrar reglur sem tók með mörg ár að fylgja 100% . Við eigum að sjálfsögðu engin börn svo að þetta er auðvitað mun auðveldara fyrir okkur. Margt af þessu hefur Harry kennt mér og honum finnst ég samt ekki standa mig nógu vel. Eftir að ég skrifaði þessa færslu sé ég að það mætti auðveldlega halda að við þyrftum á einhverskonar meðferð á að halda. Hvað er betra en hreint og fallegt heimili!

BÚA UM RÚMIÐ

Ein þeirra er til dæmis að búa alltaf um rúmið á morgnanna. Það getur breytt miklu og er lang best að koma heim eftir langan dag og svefnherbergið er ekki druslulegt. Ég fer í 90% tilvika seinna en Harry á fætur og þess vegna lendir þetta verk á mér. Það tók mig nokkur ár að venjast þessu en sem barn bjó mamma alltaf um rúmið mitt þegar ég var farin í skólann og svo allt í einu hætti hún því og ég átti víst að byrja að gera það en það gerðist ekki fyrr en miklu seinna. Ég viðurkenni alveg á þeim dögum sem ég er bara heima að læra eða vinna fyrir bloggið að ég búi um rúmmið klukkan fjögur á daginn.

GANGA FRÁ SNYRTIVÖRUM

Ég þekki það mjög vel að dreifa út öllum snyrtivörunum sínum þegar maður er að fara einhvert. Það er partur af stemmingunni. Hversu leiðinlegt er samt að fara inn á bað daginn eftir og allt er útum allt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum var ég með stórt baðherbergi útaf fyrir mig með mjög miklu skápaplássi og hafði stað fyrir allt og vandi mig á að ganga frá öllu um leið og ég var búin. Í dag hafa snyrtivöruhirslunar alveg bjargað þessu og fer allt á sinn stað eftir á. Reglulega þríf ég líka snyrtivörurnar mínar að utan með tusku þar sem þær geta orðið ansi skítugar en ég geri það ofast á sama tíma og ég þríf förðunarburstana mína.

ÞURRKA VASKINN

Okay þetta finnst mér alveg fáránleg regla og hafði aldrei fundist þetta mikilvægt fyrr en ég flutti inn með hr. snyrtipinna. Þurrka vaskinn? Tuskur útum allt?. Mér finnst tuskur viðbjóður en er búin að venjast því að það sé alltaf ein tuska í gangi í eldhúsinu og þurrka ég alltaf vaskinn og í kring þegar ég er búin að nota hann. Ekki kannski þegar ég fæ mér vatnsglas en svona alvöru nota hann þegar ég er að elda eða vaska upp. Ég er enn að venja mig á að hafa tusku inn á baði en mér finnst svo subbulegt að það séu tuskur allstaðar svo ég nota oft bara handklæði til að þurrka þá bleytu.

RAÐA SKÓM

Ég er alveg rugluð þegar það kemur að því að raða skóm og oft hefur verið gert grín af mér. Mér finnst nefnilega fallegt að sjá fallega uppraða skó í andyrrinu og passa mig alltaf að raða þeim í röð og reglu svo að ekkert sé í gangveginum. Mjög gott fyrir sálina að þurfa aldrei að klofa yfir neitt sem mér finnst óþolandi, bókstaflega óþolandi.

RAÐA PÚÐUM

Áður en ég stend upp úr sófanum á kvöldin eða Harry er óskrifuð regla að raða púðunum aftur eins og þeir voru. Eftir kósýkvöld (öll kvöld) eru púðar og teppi útum allt og finnst mér ekkert jafn subbulegt daginn eftir að sjá sófann druslulegan. Púðarnir eiga allir sinn stað og er það mun snyrtilegra og betra fyrir sálina.

ÞRÍFA BAÐKARIÐ

Erfiðasta reglan af þeim öllum. Eftir mjög heitt bað nenni ég aldrei að þrífa baðkarið eftir á. Þessi regla er að lærast hjá mér vegna þess að ekki nenni ég heldur að þrífa baðkarið áður en ég fer í bað. Þetta er regla sem ég er að vinna í akkurat núna og myndi ég segi að það sé að takast nokkuð vel hjá mér. Átti að minnsta kosti 10 góða daga um daginn. Ég nota CIF með svampi til að pússa það.

FARA VEL MEÐ FÖT

Kannski ekki beint heimilsregla en þetta hef ég tileinkað sjálfri mér síðan ég var lítið barn. Ég hugsa alltaf vel um fötin mín, þvæ þau rétt og hengi upp. Ég myndi aldrei fyrir mitt litla líf setja föt á gólfið og ganga um þau eins og tuskur. Sama hvað þau kosta.

BEINT Í UPPÞVOTTAVÉL

Á þessu heimili fer allt beint í uppþvottavél. Þá verður eldhúsið aldrei subbulegt og auðvelt er að halda því við. Eftir morgunmatinn fer skálin og skeið beint í uppþvottavélina og síðan koll af kolli yfir daginn. Ég þarf mesta lagi að setja hana í gang 2-3x í viku og skola ég alltaf allt af diskunum áður en það fer inn í hana.

Á ég að viðurkenna að það sé líka raðað í ísskápinn heima hjá mér?  Þegar ég lít til baka þá hefur þetta verið að ágerast smátt og smátt alla mína ævi. Byrjaði með litlum sérkennilegum reglum í hausnum á mér eins og að setja föt aldrei á gólfið. Ég vona innilega að þetta sé færsla sem móðir mín missi af vegna þess að ég held að hún sé farin að hafa áhyggjur af snyrtipinna heimilshaldinu í Bryggjunni, haha. Svona í alvöru talað þá fúnkera ég ekki og hef aldrei gert í drasli og gæti til dæmis aldrei unnið heima við eins og ég geri þar sem ég þarf alltaf að byrja að þrífa. Með því að gera alla þessa litlu hluti daglega get ég alltaf byrjað að vinna strax. Um helgar þegar ég er í fríi hjálpumst við að að þrífa allt heimilið hátt og lágt en það tekur mesta lagi 1-2 klst. Þegar ég er í vinnunni ryksugar Harry oftast og bónar mögulega ísskápinn.
Untitled-11Þessi umfjöllun er ekki kostuð.


Looking for Something?