Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/clarisonic-pedi/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

clarisonicpedi

CLARISONIC PEDI

Áður en ég eignaðist þessa græju gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað það skiptir mig miklu máli að fæturnir séu fínir. Alltaf hef ég verið að nota bara venjulegan rasp og eftir langan vinnudag í VILA er ég oft afskaplega þreytt í fótunum. Ég eignaðist þetta tæki fyrir um mánuði síðan og ég er bara ekki frá því að það sé mögulega búið að bjarga lífi mínu. Eftir langan dag er í raun ekkert betra að komast heim í gott fótadekur og heitt freyðibað en ég hef alltaf verið með slæmar fætur sem verða auðveldlega mjög þreyttar.

Allar þessar vörur koma í kassa saman ásamt hleðslutæki sem ég tók ekki mynd af. Fyrst um sinn hugsaði ég ,,er þetta að fara að slá í gegn hjá lesendum?”. Siðan hrönnuðust inn fyrirspurnirnar frá vinkonunum mínum sem sögðust ,,þurfa að eignast svona tæki”. Eftir að ég sendi þeim snap með öllum skrefum fótsnyrtingarinnar, haha. Stelpurnar hjá Clarisonic sögðu mér að það væri heldur flókið að komast upp á lagið með röðina sem ég ætti að nota burstahausina, hvaða haus ætti að nota 2x í viku og hvaða haus daglega. Ég var komin með þetta eftir fyrstu tilraun og geymi nú burstann með bleika og appelsínugula hausnum í sturtunni. Ef þú ert týpan sem þarf endalaust að fara í fótsnyrtingu eða finnur fyrir óþægindum í fótunum, haltu áfram að lesa.

Í kassanum er: Fótsnyrtibursti, 2x burstahausar, hleðslutæki, fótaskrúbbur,
dropar sem hraða endurnýjun húðarinnar og fótaáburður

DAGLEGA

1. Skrúbba fæturnar í tvær mínútur með bleika og appelsínugula burstahausnum.
Bleyti burstann, set smá doppu af Pedi-Buff skrúbbinum og nudda inn í húðina í
tvær mínútur.

2. Skola af og ber svo á Pedi-Balm fótaáburðinn (sem ég geymi nú á náttborðinu
og nota alltaf áður en ég fer að sofa).

TVISVAR Í VIKU

1. Tvisvar í viku notar maður litla burstahausinn með gráa raspinum. Nota það á þurrar
fæturnar og nudda vel þar sem syggið er mikið. Eina mínútu á hvert svæði t.d. hæl og
tær en ekki nota neitt ofan á. Passa að gera ekki of fast því þá virkar hann ekki jafn vel.

2. Nota þá aftur bleika og appelsínugula burstann með doppu af Pedi-Buff
skrúbbinum og nudda vel inn í húðina í tvær mínútur á hvorn fót.

3. Nota Pedi-Boost dropana á þurrar fæturnar og nudda vel inn í og leyfi að þorna

4. Ber Pedi-Balm fótaáburðinn á fæturnar

Þetta hljómar allt eins og þetta sé geðveik vinna en í alvöru tekur þetta max tíu mínútur tvisvar í viku og 4 mínútur í sturtunni á morgnanna eða fyrir bað á kvöldin. Fæturnir á mér eru bara gjörsamlega allt aðrir og er Pedi tækið frá Clarisonic komið til að vera í baðherbergisskápnum hjá mér, ekki einu sinni skápnum heldur bara á baðkarsbrúninni. Clarisonic mælir með því að þrífa báða burstahausana vikulega með volgu vatni og sápu. Þessi bursti er ekki bara flottur heldur er ótrúlega þægilegt að ferðast með hann þar sem hægt er að hlaða hann með USB snúru. Rafhlaðan dugar skemur en í húðhreinsiburstanum vegna þess að það þarf mun meira power til að skrúbba fætur en andlit. Ég hleð minn vikulega og sýnir hann þér það með rauðu ljósi þegar rafhlaðan er tóm.

VINNINGSHAFI

Alda Kristinsdóttir

Clarisonic Pedi fótsnyrtingaburstinn fæst í snyrtivörudeildum Hagkaupa
í Smáralind ,Kringlunni og Akureyri. Um helgina er 20% afsláttur af tækinu.

Untitled-11
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/clarisonic/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

clarisonic

CLARISONIC PLUS

Loksins, loksins! Hver er á leið í búðir? Clarisonic húðhreinsiburstinn! Ég hoppaði hæð mín bókstaflega þegar ég fékk minn að gjöf í byrjun júní. Já í byrjun júni. Ég er búin að ofnota hann síðan og hef lengi vel hugsað hvernig ég ætlaði að segja ykkur frá honum. Undanfarið hef ég sagt ykkur frá því að ég eigi svona bursta en ég vildi ekki drepa ykkur úr öfundsýki fyrr en að hann væri fáanlegur hér á landi. Svo jeij! Loksins má ég segja ykkur frá þessari snilld sem ég nota bæði kvölds og morgna og hefur skilað mér virkilegra hreinni og ljómandi húð. Ég fékk að gjöf Clarisonic Plus bursta sem er í raun “Crème de la crème” allra húðhreinsibursta á markaðinum í dag. Það verða til sölu fleiri týpur af burstanum og má nefna Aria og Miu burstana sem eru einnig frábærir. Sjálf hef ég verið með Clarisonic bursta á jóla og afmælisgjafa lista í mörg ár en enginn verið svo góður að gefa mér. Fyrir svona húðumhirðuperra eins og mig er þetta algjör snilld!

Burstarnir veita djúpa hreinsun og skila þér 6 sinnum betri hreinsun heldur en hefðbundin húðhreinsun með höndum. Húðin verður laus við óhreinindi og virka kremin sem þú notar eftir á miklu miklu betur.

clarisonic2

HREIN HÚÐ Á 1 MÍNÚTU!

Ég þríf allan farða af húðinni áður en ég nota burstann með olíuhreinsi og á bleyti síðan burstann undir krananum með vatni í heitari kantinum og sprauta svo einni doppu af kremhreinsi á burstann og kveikji á honum. Fyrst þegar ég fékk burstann í hendurnar hélt ég að ég myndi aldrei skilja taktinn og takkana á honum. Ég var komin með þetta á hreint eftir að hafa aðeins fiktað í honum og notað hann sirka tvisvar. Það er taktur sem stoppar þegar þú átt að skipta um svæði sem þú hreinsar – 20 sek fyrir enni – 20 sek fyrir T svæði og sitthvorar 10 fyrir kinnar. Hentar mér mjög vel og er ég nú þegar búin að fjárfesta í nýjum haus á minn þar sem maður á að skipta á 3 mánaða fresti til að tryggja hreinleika burstans.

MÍN AÐFERÐ:

1. Þríf allan farða af húðinni
2. Bleyti húðina, bursta hausinn og set kremhreinsi á burstann
3. Fylgi taktinum og þríf húðina á 1 mínútu
4. Skvetti vatni framan í mig og skola af hreinsinn
5. Ber á mig krem

clarisonic4

Þetta eru í raun 5 skref og tekur það akkurat eina mínútu að nota burstann. Það sem mér finnst í raun lang best við burstann er það hvað hann gerir miklu meira úr hreinsinum mínum. Hann freyðist upp og ein lítil doppa af honum dugar á allt andlitið. Ég hef samt sem áður fundið að það henta ekki allir hreinsar með burstanum og finnst mér Sensai Milky Soap virka lang lang best með honun. Svo er líka snilld að geta tekið hann með sér í ferðalög þar sem hleðslan dugar mjög mjög lengi. Eftir að húðin hefur verið hreinsuð nota ég kremin mín og serum og finn hvað þau smjúga djúpt inn í húðina. Eftir að hafa notað burstann í um það bil 4 mánuði finn ég að ég er með mikið hreinni húð og þú átt sjálf eftir að finna það eftir fyrsta skiptið. Húðin er bara mikið mikið hreinni. Ég fæ örsjaldan bólur eftir að ég byrjaði að nota burstann og hef eiginlega alveg hætt að notast við kornaskrúbba í andlitið síðan ég fékk hann.

Clarisonic burstarnir koma í verslanir von bráðar og eru þeir frekar dýrir. En ég ætla að lofa þér því að þú verður ekki svikin með bæði gæði burstanna og fallegri hreinni húð sem þeir eiga eftir að skila þér. Burstinn minn er sá dýrasti af þeim þremur týpum sem koma til landsins og ætla ég að mæla með því að þú setir Clarisonic bursta efst á jólagjafalistann.

Untitled-1


Looking for Something?