Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/prentagram-2/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

prentagram

Hvar á ég að byrja? Okay fyrir löngu síðan var ég búin að ákveða að mig langaði í svona hvítan ramma með fallegum myndum sem ég hafði tekið sjálf og var upphaflega hugmyndin af hafa myndir af okkur hjónaleysunum. Svo eru bara til svona 5 “góðar” myndir af okkur saman og því eiginlega hætti ég við að panta mér svona grip hjá Prentagram. Svo fékk ég þá hugdettu þegar ég kom heim að setja myndir úr LA ferðinni í rammann. Ég hef sjaldan verið jafn sátt við eina hugmynd því við vinkonurnar tökum okkur ansi vel út í rammanum þó að ég segi sjálf frá. Þessi rammi hefur að geyma öll þau bestu móment úr ferðinni ásamt því að vera með ekta Californiu brag- as in pálmatré, strendur og In N´Out hamborgara og franskar.

Næst langar mig að segja ykkur frá fyrirtækinu Prentagram. Ef ég gæti kosið fyrirtæki á Íslandi með bestu þjónustu sem ég hef á ævinni upplifað væri Prentagram þar fremst í flokki. Ég pantaði myndirnar mínar í gær og fékk ég símtal í dag um að ramminn væri tilbúinn. Fimm mínútum seinna var raminn mættur til mín í vinnuna! Önnur eins þjónusta!

IMG_5672

Síðan langar mig líka að segja ykkur frá gæðunum og hversu vandað er til verks er hjá Prentagram. Ramminn er handsmíðaður og notast er við hágæða hráefni. Ég er með hinn fullkomna ramma í höndunum og eru myndirnar og gæðin fullkomin. Nú er ég með allar fallegu Cali stelpurnar mínar upp á vegg og get ég ekki beðið eftir að hinn helmingurinn af mér komi sér heim frá Stanford í ágúst. Auðvitað fær myndaramminn að prýða fallegasta hornið í íbúðinni sem er skrifstofu- og
vinnuhornið mitt sem þið þekkið mæta vel.

Í tilefni þess að ég sé svo ótrúlega sátt við nýja myndarammann sem prýðir nú heimilið ætla ég í samstarfi við Prentagram að gefa ykkur kæru lesendur kost á því að eignast fallegar myndir frá Prentagram. Ef þið skrifið athugasemd við þessa færslu eigið þið von á því að geta unnið gjafabréf frá Prentagram og pantað ykkur myndir af ykkar kærustu mómentum.

ps. Ég pantaði mér  hvítan 2cm þykkan ramma með 9 myndum
ps2. Ég dreg út þrjú gjafabréf á laugardag


Looking for Something?