Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/masterline-body/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

masterlineskincare

Ég er einn sá mesti snyrtivörusafnari sem sögur fara af. Og jú, ég elska að uppgvöta ný merki og nýjar vörur. Ég elska vel skrúbbaða og mjúka húð, bæði andlit og líkama. Ég er búin að prófa þá alla- en nú kæru lesendur er ég komin á endastöð nú líður mér eins og ég sé bara búin að finna vörur sem munu henta mér fyrir lífstíð. Íslendingar hafa sýnt Masterline vörunum það mikinn áhuga að umboðsaðilinn ákvað að að setja líkamslínuna á markað líka. Auðvitað fær drottning bubblubaðana að prófa fyrst.

Ég prófaði alla línuna en ætla að fjalla fyrst um þær þrjár vörur sem ég er gjörsamlega ástfangin af. Ég ætla að gera aðra umfjöllun þar sem ég fjalla um virkni tveggja mismunandi líkamssmjöra (Body Butter) frá línunni. Öll vörulínan er án Parabena og ég því mikill aðdáandi. Maður fær mikið magn af vörunni fyrir lítinn pening og ættu því allir að hafa kost á því að prófa eitthvað úr línunni.

Body Exfoliating Scrub 250 ml – Ég er gjörsamlega dolfallinn fyrir gæðum vörunnar og ELSKA líkamsskrúbbinn sem kemur í fallegri blárri dollu. Lyktin er í fyrsta lagi unaðsleg og skrúbbar ekkert smá vel. Ég nota þennan í sturtunni einu sinni til tvisvar í viku. Skrúbburinn er kornhreinsir sem mýkir og sléttir húðina. Ég sver það- mig langar að nota hann í hvert einasta skipti sem ég baða mig. Myntu lyktin og sjávarsöltin heillar mig svo.

Relieving Leg Cream 250 ml – Kælikremið fyrir fætur. En ég er nokkuð hrædd um að þessi brúsi verði búinn áður en að 6 vikna átakið mitt klárast. Ég elska þessa vöru svo. Ég er oft þreytt í liðamótum og vöðvum eftir erfiðar æfingar og finnst ótrúlega gott að koma heim og slappa af og bera á mig kælandi krem. Ég stend oft langa daga í vinnunni og það er ekkert betra en þetta undrakrem fyrir þreyttu tásurnar mínar. Elska myntu og Eucalyptus lyktina..mmm. Ef þú notar kælikrem að staðaldri sem við vitum öll að eru dýr þá mæli ég með þessu því að það er pumpa á brúsanum því fer þetta ekki útum allt eins og svo mörg kælikrem sem ég hef oft verið að kaupa dýrum dómi annarstaðar. Ég ber þetta krem líka á þreyttar axlir eftir crossfitæfingar. Ég mæli líka með þessu fyrir þreytta eiginmenn og kærasta- ber þetta á axlirnar á mínum kalli eftir daginn.

Body Fluid Cream 400 ml – Klassískt body lotion eftir þurrburstun er möst á mínu heimili. Kemur í stórum brúsa (400 ml) og hentar öllum húðgerðum og finnst mér þetta krem vera klassískt, hversdags body lotion eftir sturtu og skrúbbun. Létt og fer fljótt og vel inní húðina. Hata að hanga heima og komast ekki í föt eftir að hafa borið á mig alltof þykkt krem (þið kannist kannski við það að reyna að fara í þröngar buxur eftir að hafa borið á þig krem- bara ekki hægt!). Kremið inniheldur Shea Butter og Sericin og veitir líkamanum raka og flotta áferð. Á meðan það er ennþá svona kalt úti verð ég að löðra mig í kremi á hverju kvöldi til að undirbúa mig fyrir komandi dag.

Líkamslína Masterline fæst í næsta apóteki & í völdum verslunum Krónunnar


Looking for Something?