Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/aefingavikan/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

thorunn_underarmor_uti-1
Eftir veikindi og meiri veikindi hef ég síðustu tvær vikur verið að koma mér af stað aftur í ræktinni og matarræðinu. Sumar ykkar sem lesa reglulega að ég er búin að vera að vesenast með fæðuóþol/bakflæði/hósta. En loksins er komið á hreint hvað er að mér og er það eitt stykki fæðuóþol fyrir svona 30 fæðutegundum og allar mínar uppáhalds. Vanalega borða ég svona 2-3 banana á dag en það er smá fyndið að þeir eru ástæðan fyrir því ég er búin að vera veik. Núna er ég ekki búin að fá mér banana í viku og vá hvað mér líður vel. En núna verður harkan sjö í matarræðinu til að hreinsa alveg úr líkamanum öll þessi efni sem safnast upp og láta mér líða illa (fæ astma einkenni og hósta og á erfitt með að æfa). Ég tek svona fréttum sem ákveðnu “challenge” og hlakka til að láta reyna á sjálfsstjórnina þar sem það er stranglega bannað núna að fá sér súkkulaði (að læknisráði, ég myndi aldrei hætta að borða það sjálfviljug)!

Núna er ég ásamt stelpunum í Betri Árangri að leggja áherslu á þungar lyftingar fyrir bak, axlir og hendur. Þar sem lappirnar eru svona 10x sterkari en efri líkaminn á mér. Gott að hafa smá balance á þessu og stelpurnar í Betri Árangri segja mér bara hvað ég á að gera og ég fylgi því. Síðan finnst mér skemmtilegast að hafa mikið af hoppum og leggja áherslu á “hamstring” (aftan á læri). Svo gaman að sjá bætingar á milli mánaða og hlakka til að sjá bætingarnar eftir sirka 6 vikur. Það er alltaf korters brennsla eftir hverja einustu æfingu.

Æfingavikan mín í hnotskurn:

Mánudagur: Æfingar með áherslu á rassinn og brjóst í Sporthúsinu-
3×12 af öllum æfingum og mikið af hnébeygjum og hoppum. Kviðæfingar.

Þriðjudagur: Bak dagur í Sporthúsinu – 2 æfingar þar sem ég lyfti þungt
og sjaldan og svo 3 æfingar sem ég lyfti 3 sinnum 20 endurtekningar.

Miðvikudagur: Hvað sem WOD dagsins verður í Crossfit Katla.

Fimmtudagur: Fótadagur í Sporthúsinu sem einkennist af mörgum
endurtekningum og æfingum fyrir alla vöðva fótleggjanna. Kviðæfingar.

Föstudagur: Hvað sem WOD dagsins verður í Crossfit Katla.

Laugardagur: Axlir+Hendur í Sporthúsinu- 3 sinnum 8
endurtekningar af 6 axlaæfingum. Kviðæfingar.

Sunnudagur: hvíldardagurinn heilagi. En það gerist ekkert í
ræktinni nema maður sé duglegur að hvíla á milli.

Vonandi fáið þið einhverjar góðar hugmyndir af æfingum fyrir ræktina af þessari færslu!
ps. þið megið alltaf henda á mig línu og spyrja um æfingar eða annað sem ég er að gera

Mynd eftir Þorstein J. Sigurbjörnsson


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/food-diary/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Ég hef verið að fá margar spurningar undanfarið um hvað ég sé að borða. Hmm, ég hef aldrei bloggað um mat áður en hann skiptir höfuðmáli ef maður ætlar að halda sér hoj og slank. Langaði að deila með ykkur sirka einum degi í lífinu mínu frá því að ég vakna og fer að sofa. Það sem hentar mér hentar ekki öllum öðrum svo það er best að fá leiðbeiningar með svona mál. 
Ég elska þjálfarana mína Alexöndru Sif og Katrín Evu hjá Betri Árangri og held barasta að þær sitji uppi með mig fyrir lífstíð því ég mun aldrei haka við “hætta í þjálfun”.  Ég er ekki að skila inn matardagbók lengur nema það sé eitthvað sérstakt sem að við erum að leggja áherslu á. T.d. núna er ég að skila inn matardagbók í nokkrar vikur því við erum að reyna að bæta smá kjöti á stelpuna og á sama tíma tek ég engar brennsluæfingar. Þetta eru því skammtar sem henta mér því ég er að reyna að viðhalda því formi sem ég er í. Venjuleg manneskja sem væri að grenna sig myndi þurfa að borða minni skammta.
 Svo þetta er dæmi um þannig matardag- svo ekki vera hissa ef þér finnst ég vera að borða rosa rosa mikið. Mér finnst ég vera síétandi og það finnst flestum í kringum mig. En ég finn að ég hef orku allan daginn en á samt auðveldara með að sofna á kvöldin nú en í gegnum tíðina. 
Morgunmatur 09:30 – Risa skál af cheerios með fjörmjólk + 1 hrökkbrauð með kotasælu, kjúklingaskinku og smá papriku
Millimál 1 11:30: 2 mandarínur og 10 kasjúhnetur (ég er ekki að telja- en ég hef þetta alltaf við höndina í vinnunni og passa mig á að vera ekki að gúffa í mig hneturnar)
Hádegismatur: 13:00 – Kjúklingaskál á Serrano, með aukakjúkling og guacamole (þetta borða ég örugglega annan hvorn dag- og þetta er eiginlega alltof dýrt en eiginlega það eina í allri Smáralindinni sem ég veit að ég er bókað að fá næringu úr matnum)  – ef ég fæ mér ekki Kjúklingaskál á Serrano fæ ég mér mjög oft Sushi og þá alltaf Laxa sushi baka með sirka 12-16 bitum.
 Millimál 2 16:00 – 2 mandarínur (mjög vinsælt hjá mér núna!) og ein hrökkbrauð með kotasælu, kjúklingaskinku og papriku. Eða skyr.is skyr með engum viðbættum sykri og kasjú hnetur.
Fyrir æfingu, í bílnum á leiðinni 17:00– banani, Glutamine & X-plode Hardcore frá Sci Mix (hér og hér)
Þung lyftingaræfing í Sporthúsinu kl 17:00 – er sirka 1,5 klst á æfingu
Eftir æfingu 18:30: það er klárt mál að ég fæ mér Hleðslu eftir æfingu og drekk hana í bílnum á leiðinni heim og Glutamine frá Sci Mix (hér)
Kvöldmatur 19:00 –  Kjúklingur, sætarkartöflur, BBQ sósa og grænmeti eða fiskur, kartöflur og tómatssósa
Millimál 3 21:00 – Ég er oftast japplandi á mandarínum eða eplum á kvöldin
Fyrir svefninn: Sci-Mix GRS prótein fyrir svefninn (hér)
Annað: CLA 1000 frá Sci-Mix (hér) og fjölvítamín frá Lýsi
Þetta er svona “ideal” dagur hjá mér- auðvitað næ ég ekki alltaf að borða á tilsettum tíma og ég á það til að borða of lítið en ég finn það strax á æfingunum og á öðru að ég bara á ekki til orku í líkamanum til að einu sinni klára og það finnst mér ekki gaman. Því reyni ég að halda matarræðinu innan ákveðins ramma og leyfi mér sætindi og annað slíkt á Laugardögum.
Ég mæli 100% með því að vera í þjálfun hjá Betri Árangri – mér hefur að minnsta kosti aldrei liðið jafn vel! Stelpurnar hugsa ekkert smá vel um Tótuna sína.

Taktu þátt í jólagjafaleiknum mínum á facebook hér


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/in-my-gym-bag/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Mér datt í hug að deila með ykkur smá svona skipulags tips því ég er alveg rosalegt skipulags frík og ég hef fundið nokkrar leiðir til að auðvelda mér að týna aldrei neinu eða standa í að leita að hinu og þessu þegar maður hefur lítinn tíma. Ég fer í ræktina 6x í viku og hefur mér fundist í gegnum tíðina algjörlega óþolandi að gleyma headphonum, skóm eða öðru heima. Mér finnst því best að allt sem tilheyrir ræktinni eigi heima ofan í ræktartöskunni þrátt fyrir að ég keyri heim og fari oftast í sturtu þar. Ég fer aldrei á einum ákveðnum tíma í ræktina svo það hentar mér best að taskan geti stundum beðið út í bíl á meðan ég er í vinnunni svo ég sé ready og maður sparar bensín í þokkabót.

1. Rúmgóð taska með skóhólfi – Þessi er ný og er frá Under Armour, hún er vatnsheld og með skóhólfi svo skórnir óhreinki ekki allt annað sem er í töskunni.

2. Brúsi og X-Plode frá Sci-MIX með berjabragði (namm!) algjört must fyrir erfiðar æfingar.

3. Skó til skiptanna- ég vinn í einu pari af Nike Free skóm allan daginn og stundum finnst mér smá erfitt að fara á æfingu eftir vinnu í sömu skóm. Finnst því gott að eiga mismunandi íþróttaskó til skiptanna- ég á allar týpur af Nike Free og svo eina Charge RC frá Under Armour sem ég nota undantekningarlaust á lappaæfingum. (það er ekkert að því að eiga 5 pör af íþróttaskóm!)

4. Headphone og iPhoninn með góðri tónlist og besta æfingarplaninu mínu frá þjálfurunum mínum hjá Betri Árangri.

5. Polar úrið og hjartsláttamælinn – margir búnir að spyrja mig hvar ég fékk þessa græju en ég fékk hana í afmælisgjöf en fæst í Altis í Hafnarfirði og Útilíf. Mælir kalóríur og hjartslátt og lengd æfinga- mér finnst gaman að bera saman og fylgjast með framförum. Það er hægt að fá úr með skrefamælingu og kílómetramælingu. 

6. Sippuband- það er algjört must að sippa á milli setta í ræktinni og því keypti kærastinn minn handa mér geggjað sippuband í Sportlíf. 

7. Æfinga hanska – Ég er með það að persónulegu markmiði að geta gert 1-2 upphýfingar fyrir jól og finnst mér best að vera með almennilegt grip í hönskum. Gat næstum gert eina um daginn!

8. Svitalyktareyði og mini sjampó og hárnæringu – eitthvað sem ég er alltaf með í töskunni svona just in case ef ég þarf að fara í sturtu í ræktinni, þá þarf ég bara að muna eftir handklæði, málningardótinu og öðrum fötum til að fara í.

9. Ísköld Hleðsla frá MS eftir æfingu- í kuldanum er snilld að geyma hana bara út í bíl.
10. Lás svo engu sé stolið á meðan þú ert æfingu- sem minnir mig á það að ég þarf að kaupa nýjan.
11. Ekki gleyma æfingarfélaganum – Andrea vinkona er ómissandi á æfingum!
Vonandi hjálpar þetta ykkur eitthvað með að skipuleggja ræktartöskuna fyrir næstu æfingu!
Er eitthvað sem þú verður að hafa með þér á æfingu?


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/helgafell/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Ive been waiting to a workout outfit look for a long time and finally went ahead and did it. I cooperated with the Nike store here in Iceland and along with Thorsteinn my photographer we accomplished this amazing spread in middle of nowhere Iceland. Actually you only have to drive about 10 minutes out of the city to get to this beautiful hiking spot. 

I wore my all time favorite workout pants and I actually use them for a lot more than just working out. I wear them everywhere basically because they are super stretchy, super high weisted and made from plastic bottles so I feel like I did a good deed by buying those. My new lightweight Nike Cyclone jacket is my new favorite staple and I was really in need of a light windbreaker while walking the dog and its perfect with my long sleeve Nike Pro thermal shirt. It also doesnt hurt how awesome the jacket looks and how it changes color depending on what your wearing underneath. Do we even need to talk about my Nike Frees 5.0? My feet know nothing else anymore and heels are almost a thing of the past. I wear them to the gym, walking the dog, at work and while running errands paired with jeans and they always look cool! I think Im about to come one of these girls that replaced their heels with Nikes and my feet feel amazing. 

 Ive been working it real hard at the gym for about three months now. And when I say real hard, I´m talking 6 times a week and totally changing my diet with the help of my amazing personal trainers Alexandra and Katrín Eva at Betri Árangur. I really can´t thank them enough for the support and the amazing results I have achieved over this short amount of time. So it was quite fun to do a whole workout inspired look since I also take my dog on long hikes almost everyday during the week (since he needs to lose a pound too haha).
____________________________________________

Mig er búið að langa lengi til að gera ræktar lúkk og loks varð að því. Í samstarfi við Nike Verslun og Þorstein ljósmyndarann minn varð til þessi glæsilega mynda sería rétt við Helgafell. Það er ekkert smá magnað að maður þurfi einungis að keyra í 10 mínútur til að vera komin í algjöra náttúruparadís.

Í þetta skiptið var ég í uppáhalds Nike Legend buxunum mínum sem ég nota í svo margt annað en bara að æfa í. Ég er í þeim allstaðar og þær eru svo ótrúlega teygjanlegar, háar upp að mitti og búnar til úr plastflöskum svo mér líður smá vel með sjálfa mig fyrir að hafa keypt þær. Nýji Nike Cyclone jakkinn minn er uppáhalds flíkin í fataskápnum mínum núna og ég var í sárri neyð að finna léttann vindjakka til að fara út að labba með hundinn í. Hann er ekkert smá fullkominn þegar ég er í Nike Pro thermal síðerma bolnum mínum innan undir. En þurfum við eitthvað að ræða Nike Free 5.0 skóna mína? Fæturnar mínir þekkja varla eitthvað annað lengur og ég fer liggur við ekki í hæla lengur. Ég er í þeim í ræktinni, þegar ég er úti að labba með hundinn, í vinnunni og þegar ég útrétta við gallabuxur og þeir eru alltaf flottir! Ég er sjúklega ánægð með að hafa valið mér svarta og hvíta því þeir passa við allt.

Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í ræktinni ef ég segi sjálf frá. Og þegar ég segi dugleg þá meina ég 6 æfingar í viku og tók ég matarræðið líka algjörlega í gegn með hjálp Alexöndru og Katrínu Evu hjá Betri Árangri. Ég veit í raun ekki hvernig ég get þakkað þeim fyrir þennan ótrúlega stuðning sem ég hef fengið frá þeim og þær hafa hjálpað mér að ná markmiðum mínum á þessum stutta tíma. Ég mæli með þeim 100%! Þess vegna var líka ekkert smá gaman að gera smá ræktar/útivistar lúkk þar sem ég er nú alltaf úti með hundinn þar sem hann þarf að missa 1-2 kg.
Þú finnur fötin hér: Nike Cyclone JakkiNike Legend BuxurNike Free 5.0Nike Rep Tank Looking for Something?