Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/silky-bronze/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

silkybronze
Margar ykkar þekkja klassíska Sensai Kanebo púðrið og langaði mig að segja ykkur frá nýjung frá þeim sem heitir Silky Bronze og kemur í nákvæmlega eins umbúðum (nema gulllituðum!). Ég nældi mér í sumarpúðrið í seinustu viku og er ég alveg húkt á Sensai vörunum.

Púðrið er svokallað sumarpúður það er að segja, ekki sólarpúður og ekki venjulegt púður. Silky Bronze sumarpúðrið er uppbyggjandi púðurfarði sem veitir húðinni fallega og silkikennda áferð ásamt því að innihalda SPF30 og verndar hana því gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Ég er búin að vera að prófa púðrið og nota það algjörlega í staðinn fyrir mitt venjulega púður í nokkra daga. Nota það semsagt ekki yfir mitt venjulega púður eins og ég myndi gera við sólarpúður, heldur algjörlega eitt og sér. Finnst ég ekki vera ,,gervi” brún heldur bara ótrúlega frískleg og lýt út fyrir að vera ný komin úr sólinni. Á erfitt með að útskýra þetta- það er ekki eins og það sé brún slykja framan í mér eða skil við hálsinn eða neitt þess háttar. Bara svona smá ljómi- enda er farðinn ekki jafn dökkur eins og sólarpúður heldur svona mitt og milli. Áferðin er einstaklega létt og jöfn. Púðrin koma í 4 litum og valdi ég mér lit númer 2 til að fá svona extra frísklegt útlit yfir sumartímann. Það má einnig bleyta aðeins upp í púðurfarðanum til að fá alveg matta og flotta áferð. Ég á enn eftir að prófa að gera það en mér finnst gaman þegar vörur bjóða upp á hvort tveggja. Mér finnst það fullkomið sem léttur púðurfarði yfir Kanebo Glow til að fá þetta fallega útitekna útlit.

Svo ég spyr? Langar þig að prófa Sensai Silky Bronze sumarpúðurfarðann? Sú sem vinnur fær ráðgjöf frá snyrtifræðingi Sensai til að velja lit sem hentar sér.

Það er lang best að fylgja þessu til þess að taka þátt. Ekki gleyma að skrifa komment við færsluna hér fyrir neðan- ef þú gerir alla þrjá hluti þá eru meiri líkur á því að þú vinnir.

Vinningshafinn að þessu sinni er Erla Björt Björnsdóttir!

a Rafflecopter giveaway

ps. ég segi ykkur frá hinum sólarvörunum frá Sensai þegar ég er búin að prófa þær í utanlandsferðinni. Er aðeins búin að prófa rakamaskann og er hann sannkallaður draumur í dós. Dreg úr leiknum á mánudagskvöld.

 

 

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/topp-tiu-snyrtivorur/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

10hlutir

Í tilefni Konukvölds í Smáralind í dag og langt fram á kvöld. Þá langaði mig að segja ykkur frá þeim vörum sem ég væri að fara að kaupa mér nú ef ég væri ekki í kaupbanni (sem gengur jú mjög vel!). Topp tíu hlutir sem eru alltaf í snyrtibuddunni og ég kaupi aftur og aftur. Sumar snyrtivörur klárar maður og sumar ekki. Þetta eru allt vörur sem ég mæli með 100% og get lofað að muni ekki bregðast þér og flestar hef ég notað í mörg ár. Ég reyni yfirleitt að kaupa vandaðar förðunarvörur og vil ekki setja hvað sem er á viðkvæmt andlit. Þessar vörur ættu að henta hverjum sem er til að nota dagsdaglega- jæja byrjum.

1. BareMinerals hyljari sem er ótrúlega þunnur, silkimjúkur og þurkar augnsvæðið ekki neitt.

2. BareMinerals kinnalitur í litnum Aphrodisiac- ég nota þennan á eplin á kinnunum á hverjum einasta degi.

3. Smashbox browkit – ég fer ekki útúr húsi án þess að nota þetta og þessi vara er eitthvað sem ég klára alltaf og hef örugglega keypt aftur tíu sinnum.

4. Not So Dark augnblýantur frá Make Up Store – þessi er í uppáhaldi hversdags því hann er með smá sanseringu og er því ekki svart svart svartur eins og blautur eyeliner.

5. Matt Foundation frá Make Up Store – uppáhalds meikið mitt í litnum Vanilla. Ég mun aldrei hætta að nota þetta- henter mér fullkomið. Færð það hér.

6. Rosso Asagio marmara augnskuggi frá Make Up Store – þennan get ég notað bæði hversdags og spari og er því alltaf innan handar. Þarf bara einn augnskugga til að skyggja og allt.

7. BareMinerals Mineral Veil –  þunnt og  litlaust steinefna púður sem ég nota þegar ég er með meik.

8. Sensai Bronzing Gel – ég er nýbúin að uppgvöta þessa vöru og skal lofa þér því að ég kaupi meira þegar ég klára brúsann sem ég er á núna. Set undir meik þegar ég er að fara fínt og á kvöldin.

9. Rihanna fyrir MAC kinnaliturinn minn sem ég elska en nota hann eiginlega sem sólarpúður undir kinnbeinin og til að skyggja aðeins. Mun gráta þegar hann klárast.

10. Volume Mascara frá Make Up Store – besti maskari í heimi. Lengir, þykkir og bætir.

Það verða skemmtileg tilboð á konukvöldinu í Smáralindinni í kvöld og verða förðunarfræðingar og Make Up artistar frá merkjunum á staðnum. Persónulega ætla ég að kíkja í Make Up Store og bareMinerals standinn. Ég fæ margar spurningar um hvað ég nota undir farða, yfir farða og hvaða farða. Ég fékk ráðleggingar frá stelpunum í Make Up Store að Matt foundation hentaði mér best og jú heldur betur gerir hann það. Ég þarf alveg olíulausan farða en það eru auðvitað fullt af förðum í boði svo ég mæli með að fá ráðleggingar- ég er líka mjög ánægð með farðann frá Sensai og Smashbox.

bareMinerals er með kossakeppni fyrir utan Hagkaup á Konukvöldinu og fer vinningshafinn heim með verðlaun að verðmæti 30.000 kr frá merkinu – alls ekki slæmt.

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/new-in-sensai/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

sensai1sensai2
Fór í ótrúlega skemmtilega húðgreiningu hjá stelpunum í Sensai á fimmtudaginn. Húðin var greind með sérstökum tækjum til að sjá stöðu raka, öldurnar, magn dauðra húðfrumna og t.d. stærð svitnaholna. Mæli með því að þú drífir þig um helgina og fáir húðgreiningu og ráðgjöf við að velja það sem hentar þinni húðgerð. Ég fer allavega mjög sátt inn í febrúarmánuð.

Í húðgreiningunni kom rakastig húðarinnar minnar og stærð svitaholna ekki alveg nógu vel út. Annars kom þetta nokkuð vel út að mestu leiti en nokkur atriði sem ég þarf að taka í gegn. Sensai stelpurnar mæltu með vörum fyrir mig sem eru úr Seinsai Silk línunni til að vinna á raka og til að minnka svitaholurnar. Þá sérstaklega Sensai Silk Softening Lotion (Moist) til að bera á andlitið eftir að ég er búin að þrífa það og Sensai Silk Emulsion (Moist) til að bera á á eftir því. Þetta ætti ég að gera bæði kvölds og morgna eftir að ég þríf húðina. Vörurnar í línunni koma í 2-3 “rakastigum” og ætti Moist að henta mér vel því að maður vill ekki setja of mikinn raka þegar svitaholurnar eru stórar, það er einnig til Super Moist fyrir þær sem eru í vandræðum með alltof þurra húð.

Sensai Silk Softening Lotion (Moist) – er rakagefandi andlitsvatn sem fyllir húðina af raka til að sporna gegn skaðlegum áhrifum og undirbúa hana fyrir síðari húðmeðferðir. Sérhannað til að veita mjúka og rakanærða húð.

Sensai Silk Emulsion (Moist) – er rakakrem sem fer á augabragði inn í húðina og veitir henni hraustlegan ljóma og mýkt. Sér hannað fyrir venjulega og þurra húð.

Á morgnanna þegar ég er búin að þrífa húðina og bera á mig bæði kremin þá er komið að því að farða sig fyrir daginn. Það að veita húðinni nægan raka fyrir andlitsförðun hjálpar til að vernda húðina og viðhalda fegurð hennar allan daginn og nær fram heilbrigðri og náttúrulegri geislun. Nægur raki í húð veitir fallegri litarhátt og áferð á farða.

Mig hefur lengi langað til að prófa Fluid Finish farðann og mæltu stelpurnar með lit 203 fyrir mig. Ég er búin að prófa hann með Real Techniques burstanum mínum og finnst koma mjög flott áferð. Farðinn veitir raka allan daginn en áður en ég set hann á er mikilvægt að fá smá lit á húðina og það fæ ég með því að nota Bronzing Gel-ið sem þið þekkið eflaust margar. Ég er ótrúlega hrifin af þessari leið til að fá smá lit í andlitið. Og verð að viðurkenna að þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa þessa vöru þó að ég hafi heyrt miljón frábæra hluti um hana- finn á mér að þetta verði í miklu uppáhaldi. Til að loka farðanum finnst mér algjör snilld að nota Total Finish púðurfarðann í sama lit og meikið sem gefur þetta “flawless og airbrushed” lúkk sem að ég dýrka.

Svo að lokum nældi ég mér í svartasta svarta Eyeliner Pencil sem ég hef fundið lengi- blautur eyeliner með flottum mjóum pensli. Þar sem ég er ekki alveg sú besta í að setja á mig eyeliner að gott að burstinn sé þægilegur og finnst ekkert mál að nota þennan til að setja á mig eyeliner.
Skelltu þér út í næstu Hagkaups verslun og nældu þér í Sensai vörur á 25% afslætti og í húðgreiningu í Hagkaup Kringlunni um helgina.


Looking for Something?