Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/aefingavikan-3-2/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
ÆFINGAVIKAN #3
Ég gerði enga æfingaviku færslu í síðustu viku þar sem allt var í rugli eftir páskafrí. Nú er samt allt komið heldur betur á skrið þar sem hlaupaæfingar með VILA hópnum eru einnig hafðar. Birkir Vagn er einnig þjálfari VILA hópsins og verður ekkert smá gaman að fylgjast með framgöngu mála í þeim efnum. VILA stelpurnar ætla að hlaupa í Color Run og taka 10 km saman í Reykjavíkur Maraþoninu í ágúst. Flestar okkar hafa aldrei hlupið neitt að viti áður svo þetta verður heljarinnar skemmtun enda með bestu stelpum í heimi. Hér með lýsum við eftir hlaupagörpum sem vilja vinna í VILA, haha! Núna ætla ég að fara að hanna búning á stelpurnar þar sem við verðum að sjálfsögðu að vera allar í stíl og merktar versluninni.
Í gær fórum við Kristín á eina rosalega æfingu með Birki og ætla ég að segja ykkur frá
henni hér. Dagskráin næstu vikur verður allsvakaleg þar sem það styttist óðum í lokapróf.
ÞRIÐJUDAGUR
Upphitun 5 mínútur á ganga rösklega á hlaupabretti
1. Niðurtog 4×15
Á meðan hin gerir 10x hvor löpp
fótauppstig á bekk (hné upp í loft)
2. 4x 20 Afturstig án lóða
– Á meðan hin pressar fótum sundur
og saman í tæki (rassatæki) – þungt (60 kg)
Allar þessar æfingar í röð á innan við 16 mínútum:
3. 25 Burpees
4. 50 réttstöðulyftur
5. 50 fótalyftur haldandi á 20 kg stöng beint upp í loft
6. 50 Snatch með ketilbjöllu (25 á hendi)
7. 50 Kassahopp
8. 25 Burpess
9. Planki og skipta á að halda einni hönd og setja hina til hliðar
10. Hlaupa 1,5 km á 6% halla á hlaupabretti eins hratt og við gátum
Mér finnst ekkert eins ómissandi eins og vera dugleg að æfa í lokaprófum. Þá fæ
ég frí frá lærdómnum og nýt þess að dreifa aðeins huganum. Klárlega uppáhalds tími dagsins!