BESTU NÁTTÚRULEGU VÖRURNAR


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/bestunatturuleguvorurnar/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

Sumar vörur í þessari færslu voru fengnar sem gjöf og aðrar keypti ég mér sjálf.

BESTU NÁTTÚRULEGU VÖRURNAR

Mig langaði svo að segja ykkur frá þónokkrum vörum sem eiga það allar sameiginlegt að innihalda náttúruleg innihaldsefni. Ekki allar 100% lífrænar en allar koma þær frá fyrirtækjum sem er annt um umhverfið. Það var eiginlega bara fyrir tilviljun að ég tók eftir því að margar af mínum uppáhalds vörum eru náttúrulegar. Í allra uppáhaldi hjá mér eru hárvörurnar frá Maria Nila og húðvörurnar frá Herbivore. Vörurnar frá Maria Nila eru 100% vegan og eru vörurnar ekki prófaðar á dýrum. Merkið er sænskt og heillar mig afskaplega mikið. Ekki bara útaf því að umbúðirnar eru svo flottar heldur vegna þess hve æðislegt þetta dúó af sjampó og hárnæringu er. Ég nota margar aðrar vörur frá merkinu en verð að segja að þessar tvær eru í uppáhaldi. Fæst t.d. á Modus, Sjoppunni og fleiri stöðum

Herbivore er bandarískt merki sem fæst á Nola.is og hef ég prófað ansi margar vörur frá þeim og allar með góðum árangri. Citrine olíuna nota ég ofan í heitt baðið og líka beint á húðina. Lyktin er ómótstæðileg og vörurnar einstaklega fallegar. Öll innihaldsefni eru sérvalin og hafa einstakan lækningamátt. Herbivore hannar vörur án allra gerviefna, parabena, SLS, þalata, mineral olíu, petroleum og prófar ekki á dýrum. Olíurnar eru kald-pressaðar unnar úr plöntum og er hægt að endurnota allar umbúðirnar. Fæst á Nola.is hér.

Dr. Hauschka eru æðislegar náttúrulegar vörur sem ég hef verið að prófa þær undanfarnar vikur. Í uppáhaldi hjá mér er facial tónerinn sem maður spreyjar á húðina hvenær sem manni dettur í hug. Yfir og undir farða. Tónerinn inniheldur witch haszel sem aðstoðar við hreinsun svitaholna. Mér finnst fátt jafn frískandi og að spreyja nokkrum sinnum áður en ég gegn útum dyrnar áður en ég hef langan dag. Fæst t.d. í Heilsuhúsinu Kringlunni og Laugavegi

Tvö vörumerki fást í versluninni Maí sem eru náttúruleg og æðisleg. Eco by Sonya er ástralskt merki í eigu konu sem gat engar vörur notað vegna þess að hún fékk leiðinleg viðbrögð við þeim. Þá tók hún málin í sínar eigin hendur og hannaði frábæra línu sem inniheldur náttúrulegar sjálfbrúnkuvörur. Eco by Sonya er fyrsti sjálfbrúnkuframleiðandinn sem fékk Vegan stimpil í Ástralíu. Winter Skin er stigvaxandi sjálfbrúnkukrem sem gefur vægan lit og góðan raka. Meraki er danskt merki sem fæst einnig í Maí. Hágæða innihaldsefni og eru vörurnar framleiddar án parabena, litarefna, SLS og eru allar oílunar 100% lífrænar. Meraki framleiðir bæði fallegar heimilsvörur eins og handsápur ásamt húðvörum. Vörurnar fást í Maí og hér.

Endilega kíkið á þessar frábæru náttúrulegu vörur en ég er alveg heilluð. Ég hef meira að
segja verið að taka mun meira til í matarskápunum og kaupi mun oftar lífrænt núna en áður.

Endilega kíkið á fleiri merki eins og John Masters Organic hárvörur (Gló og Maí),
ILIA Beauty snyrtivörur (Nola.is) og fleiri!

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?