ÆFINGAVIKAN #3


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/aefingavikan-3-2/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

workout

ÆFINGAVIKAN #3

Ég gerði enga æfingaviku færslu í síðustu viku þar sem allt var í rugli eftir páskafrí. Nú er samt allt komið heldur betur á skrið þar sem hlaupaæfingar með VILA hópnum eru einnig hafðar. Birkir Vagn er einnig þjálfari VILA hópsins og verður ekkert smá gaman að fylgjast með framgöngu mála í þeim efnum. VILA stelpurnar ætla að hlaupa í Color Run og taka 10 km saman í Reykjavíkur Maraþoninu í ágúst. Flestar okkar hafa aldrei hlupið neitt að viti áður svo þetta verður heljarinnar skemmtun enda með bestu stelpum í heimi. Hér með lýsum við eftir hlaupagörpum sem vilja vinna í VILA, haha! Núna ætla ég að fara að hanna búning á stelpurnar þar sem við verðum að sjálfsögðu að vera allar í stíl og merktar versluninni.

Í gær fórum við Kristín á eina rosalega æfingu með Birki og ætla ég að segja ykkur frá
henni hér. Dagskráin næstu vikur verður allsvakaleg þar sem það styttist óðum í lokapróf.

ÞRIÐJUDAGUR

Upphitun 5 mínútur á ganga rösklega á hlaupabretti

1. Niðurtog 4×15
Á meðan hin gerir 10x hvor löpp
fótauppstig á bekk (hné upp í loft)

2. 4x 20 Afturstig án lóða
– Á meðan hin pressar fótum sundur
og saman í tæki (rassatæki) – þungt (60 kg)

Allar þessar æfingar í röð á innan við 16 mínútum:

3. 25 Burpees
4. 50 réttstöðulyftur
5. 50 fótalyftur haldandi á 20 kg stöng beint upp í loft
6. 50 Snatch með ketilbjöllu (25 á hendi)
7. 50 Kassahopp
8. 25 Burpess

9. Planki og skipta á að halda einni hönd og setja hina til hliðar

10. Hlaupa 1,5 km á 6% halla á hlaupabretti eins hratt og við gátum

Mér finnst ekkert eins ómissandi eins og vera dugleg að æfa í lokaprófum. Þá fæ
ég frí frá lærdómnum og nýt þess að dreifa aðeins huganum. Klárlega uppáhalds tími dagsins!

Untitled-11

Comments

 1. Lilja Rós
  April 16, 2015 / 09:22

  Hæhæ, hvað geriru þegar “ræktarnennið” er tæpt? Ég er búin að vera svo löt eftir páska. Hvað gerir þú til að koma þér í gang og halda áfram? 😀

  • April 16, 2015 / 09:30

   Nú er þetta svolítið erfið spurning. Ræktarnennið hefur alltaf verið mjög hátt hjá mér. Ég vil alltaf miklu frekar fara á æfingu heldur en að gera nokkuð annað. Það er örugglega ræktarfélaginn sem heldur mér peppaðri og á tánum og örugglega þjálfarinn nuna þar sem við fáum 6x meira út úr æfingu með honum heldur en þegar við vorum tvær einar.
   Annars verð ég að viðurkenna að vera með fullt af hot-babes á instagram og pinterest sem ég skoða og oftast drífur það mig af stað, haha! Kannski ekki alveg það besta en hvað á maður að gera..þegar ég er alveg á botninn kominn kaupi ég mér oft nýjan æfingabol. Þá er meira spennó að mæta í honum á æfingu… 🙂

   • Lilja Rós
    April 16, 2015 / 09:34

    Hehe, já ég fer kannski á Pinterest og skoða bikini bodies fitspiration, og panta mér nýja bol 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?