#5 WORKOUT FAVORITES


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/5-workout-favorites/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

 

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

#5 WORKOUT FAVORITES

Það eru nokkrar vörur og flíkur sem mér finnst hreint út sagt ómissandi þegar ég er að æfa. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir mig að minnsta kosti að líða vel þegar ég æfi. Einnig finnst mér mikilvægt að hugsa vel um líkama og sál eftir æfingar. Það eru tvær vörur sem mér finnst ómissandi en það eru Magnesíum flögurnar* frá BetterYou og Biotherm Skin Fitness* sturtusápan. Magnesíum flögurnar eru ómissandi fyrir mig en ég finn fyrir svolitlum fótapirring þegar ég nota þær ekki. Ég þoli ekki að taka inn töflur og því hentar mér lang best að nota þær í baðið á kvöldin svo sef ég líka svo vel þegar ég nota þær. Magnesíum er mikilvægt fyrir heilsuna en það kemur við sögu í fleiri hundruð mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðvana, draga úr krömpum og fótapirringi.  Biotherm sturtusápan er ein sú skemmtilegasta á markaðnum en þetta er hreinsifroða fyrir líkamann til að nota eftir æfingar. Þessa hreinsifroðu nota ég eftir æfingar í sturtunni en ég reyni að vera eins fljót heim í sturtu og ég get. Sviti inniheldur bakteríur og hjálpar þessi skemmtilega sturtusápa við það að losa okkur við óæskilegar bakteríur á líkamanum. Góðir íþróttaskór og íþróttatoppur með góðum stuðning skiptir öllu. Ég nota mikið þessa toppa frá Nike sem veita miðlungs stuðning en þessir eru nóg fyrir mig í hverskonar íþróttaiðkun. Toppar með lítinn stuðning duga mér í ræktina en til dæmis ekki í spinning tíma og þegar ég er að hlaupa. Skóna keypti ég fyrir nokkrum dögum síðan en það var kominn tími á mína æfingaskó. Þessir bera nafnið Presto og eru frábærir í allskyns æfingar en eru þó sérhannaðir í hlaup. Þó allir þessir hlutir séu kannski ekki nauðsynlegir þá bæta þeir og kæta lífið og tilveruna. Það sem skiptir öllu máli er góð tónlist og finnst mér ómissandi að kveikja á Spotify og velja góðan playlista áður en ég byrja æfinguna mína.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?