5 ÞÆTTIR SEM ÉG ER AÐ HORFA Á NÚNA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/5-thaettir-sem-eg-er-ad-horfa-a-nuna/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

fthaettir

Eins og þið kannski vitið þá er ég áskrifandi af Netflix og hef verið síðan árið 2010. Ég get verið alveg
þáttaóð og fæ oft spurningar um hvaða þættir eru mínir uppáhalds. Í augnablikinu eru þessar fimm þáttaraðir
í gangi hjá mér en ég á mjög auðvelt með að horfa á þætti aftur, aftur og aftur. Held að ég sé að horfa á Gilmore
Girls seríurnar allar í þriðja skiptið á þessu ári.

1. Bloodline – hef nýverið klárað fyrstu seríuna af Bloodline. Mjög spennandi þættir framleiddir
af Netflix sem fjalla um fjölskyldu sem býr í Key West í Florida í USA. Ef þú fýlar Better Call Saul
eða Orange is the New Black er þetta eitthvað fyrir þig.

2. Gilmore Girls – Ég er búin að vera að horfa á Gilmore Girls síðan einhvern tíman í janúar þegar allar
seríurnar komu loksins inn á Netflix. Ég fer ekki að sofa nema ég sé búin að horfa á að
minnsta kosti einn þátt. Hræðilega væmið og allt það sem Gilmore Girls er en samt
svo miklir feel good þættir sem eldast furðulega vel.

3.  Unbreakable Kimmy Schmidt – Þáttur sem framleiddur er af Tina Fey. Mjög skrítinn er afskaplega
skemmtilegur og öðruvísi þáttur sem kemur manni í gott skap. Fjallar um Kimmy (Erin í the Office)
sem er bjargað úr neðanjarðar cult af presti eftir að hafa haldið að það hafi orðið heimsendir.
Fullt af óvæntum og skemmtilegum leikurum í þáttunum.

4. Orange is the New Black – Þriðja serían kemur inn á Netflix á morgun og hef ég beðið í margar vikur.
Þrátt fyrir að hafa ekki verið að horfa á hann síðustu vikur set ég hann hér á lista vegna þess að næstu
daga mun ég örugglega gera lítið annað en að horfa á einn uppáhalds þáttinn minn. Held ég hafi klárað
seríu tvö á þremur dögum síðasta sumar.

5. Shameless – Ég var næstum búin að gleyma Shameless er með betri þáttum sem ég hef séð og er hann
sunnudagsþátturinn minn. Þátturinn gerist í uppáhaldsborginni minni Chicago og fjallar um frábæru
Gallagher fjölskylduna.  Fjölskyldan glímir við fjöldann allan af vandamálum og kemur
alltaf eitthvað skemmtilegt á óvart í hverjum þætti.

Endilega kíkið á einhverja af þessum og látið mig vita hvað ykkur finnst.

Mælir þú með þáttum fyrir mig?

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?