25 FLEIRI STAÐREYNDIR UM MIG


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=https://www.thorunnivars.is/25-fleiri-stadreyndir-um-mig/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

totalitil

25 FLEIRI STAÐREYNDIR UM MIG

Um daginn gerði ég færslu sem ég sagði ykkur frá 50 staðreyndum um sjálfa mig. Mér finnst
alltaf gaman þegar lesendur fá að kynnast manni betur. Svo hér koma 25 staðreyndir um sjálfa mig.

1 – Ég hef einu sinni á ævinni smakkað kleinuhring. Það var þann 10. mars 2012 á staðnum Dunkin Donuts í Orange County í Bandaríkjunum. Það var partur af veðmáli sem ég tapaði. Mér fannst hann ekki góður og held ég að ég hafi fengið mér tvo bita.

2- Ég elska kokteilsósuna á Hamborgarabúllunni, hún er sú allra besta!

3 – Síðan ég skrifaði fyrri færsluna (sjá hér) er ég búin að horfa á allar Friends seríurnar

4 – Það róar mig að þvo þvott

5- Ég hef hitt: Ed Westwick, Blake Lively, Leighton Meeser, Kid Cudi, Tom Brady, Macy Gray, Jude Law, Emma Stone, Lauren Conrad, Rachel Bilson, Adam Brody, Josh Schwartz, Sharon Osbourne, Audrina Patrdige, Whiteny Port, Nicole Scherzinger, Kourtney Kardashian, Khloe Kardashian, Kim Kardashian, Nicki Minaj, Jesse McCartney, Richard Simmons og Gerard Butler! Það eru örugglega fleiri sem ég man ekki.

6 – Þegar ég sé fólki úti að hjóla fæ ég sting í lappirnar og langar að hjóla með, haha!

7 – Bleikur er uppáhalds liturinn minn, surprise!

8 – Ég skrifa mjög illa og get ég ekki skoðað glósur sem ég hef skrifað og verið viss
um að ég hafi skrifað þær. Teikna sömuleiðis mjög illa líka og er mjög stollt af 8-unum mínum í tískuteikningu.

9 – Samt eru báðir foreldrar mínir afbragðs myndlistarmenn!

10 – Ég held að uppáhalds lagið mitt sé Cold Rush of Blood to the Head með Coldplay,
það er bara eitthvað við það sem enginn skilur.

11 – Ég hlusta mest megnis á rapp en það fer mér ekkert sérstaklega vel svo ég leyni því.

12 – Þegar ég fæ mér í glas er mjög auðvelt að fá mig til að rappa.

13 – Ég er frekar gömul sál og kann best við mig í rólegheitunum.

14 – Ég hef það fyrir reglu að tjá mig aldrei um málefni sem ég veit ekkert um.

15 – Þess vegna er þetta mjög ómálefnalegt tískublogg.

16 – Ég er frekar taugaveikluð og hræðist furðulegustu hluti eins og það að ég búi
alveg við sjóinn og síðan komi flóðbylgja. Harry hlær oft og segir mér að ég verði
fyrst til að deyja ef það myndi gerast.

17 – Ég vil hafa flest allt mjög hvítt í kringum mig, hreinleiki róar mig.

18 -Ég set alltaf litlu tærnar ofan á næstu við hliðin á þegar ég er ekki í skóm
og hef gert síðan ég var um það bil 5 ára. Ég hef oft reynt að gera það ekki
en það hefur ekki tekist.

19 – Núna á ég að vera að læra en er að skrifa þessa færslu

20 – Fólk heldur yfirleitt að ég sé mun hærri en ég er, en ég er bara 161,8 cm

21 – Ég fer í alveg hræðilega vont skap ef ég borða ekki, Harry segir að ég verði “rellin”.

22 – Ég grenja yfir öllu – Icelandair auglýsingin slær þó öll met þar sem ég fékk ekka í hvert skipti sem ég sá hana. Það var bara svo sætt þegar hún var að reyna að búa til sitt eigið malt&appelsín alein í útlöndum. Sem minnti mig á þegar ég bjó úti og langaði í appelsín og keypti 8 mismunandi tegundir af appelsínu gosdrykkjum en fann aldrei neitt sem líktist því og fór örugglega að grenja.

23 – Ég hef einu sinni tekið smók af sígarettu og hélt að ég myndi deyja og mun aldrei gera aftur

24 – Ég er með krumpað vinstra eyra – það sést stundum á myndum hér á síðunni

25 – Fullkomið rólegt kvöld í mínum augum er: grilla góða nautasteik með Harry, bakaðar kartöflur með nóg af smjöri, skrifa bloggfærslur og fara í heitt bubblubað og horfa á uppáhalds YouTube vloggarana mína. Fara svo í Calvin Klein náttfötin mín (sem eru svo mjúk) og sofna út frá tveimur Friends þáttum. Þetta eru eiginlega öll kvöld nema kannski fyrir utan steikina.

Endilega spyrjið mig ef það er eitthvað! xxUntitled-11

Comments

 1. Rakel
  April 19, 2015 / 14:50

  Halló
  Hvar hitturu og hvenær eiginlega Kardashian systurnar??
  Kv. öfundsjúk

  • April 19, 2015 / 14:57

   Haha, ég hitti Kourtney og Khloe þegar ég fór á “booksigning” með þeim en Kim hitti ég þegar ég var að vinna við að hanna skartgripalínunni hennar Belle Noel árið 2011.

 2. Ragna Helgadóttir
  April 19, 2015 / 15:21

  omg vona innilega að Gerard Butler hafi leyft þér að snerta á honum magavöðvana, það er allavega minn draumur og á mínum “to do lista”

  en hverjir eru þínir aðal youtube bloggarar?

  • April 19, 2015 / 15:23

   Gerard var furðulega grumpy kall!
   En Jaclyn Hill er númer 1,2 og 3! Síðan fullt af áströlskum píum 🙂 Svo ýmislegt sem ég horfi á en finnst ekkert spes

   • Eva S.
    April 20, 2015 / 21:22

    Ég elska Jaclyn Hill!!!! Hún er æði og mjög mjög fyndin! 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?