YVES SAINT LAURENT TOP 3


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/yves-saint-laurent-top-3/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

yslupphalds

YVES SAINT LAURENT TOP 3

Ég á þó nokkrar uppáhalds vörur frá uppáhalds merkinu mínu Yves Saint Laurent. Langaði að taka saman top þrjár vara formúlurnar en þær eru reyndar fjórar en þá væri ég eiginlega bara að telja upp allar frá merkinu, haha. Þar sem í dag er seinasti dagurinn á Tax Free dögum er um að gera að næla sér í eins og eina flotta vöru frá merkinu. Formúlurnar eru allar óaðfinnanlegar og eru varalitirnir, glossarnir og olíurnar frá merkinu taldar þær bestu í heimi. Ég ætla ekki einu sinni að ræða pakkningarnar en þær eru dáááásamlegar eins og þið sjáið.

ROUGE VOLUPTÉ SHINE

Örugglega uppáhalds varalita formúlan mín í heiminum enda heimsfræg. Þessi fjólublái er með extra glans og kemur fallega bleik/fjólublár á vörunum. Ég keypti mér hann í gær á Tax Free dögum vegna þess að mig langaði óendanlega mikið í annan í safnið en eins og þið sjáið glitta í í bakgrunn þá á ég einn annan af sömu gerð sem er þó aðeins meira þekjandi. Ég á litina Fuchsia in Rage (á mynd) og Rose Asarine í formúlunni Rouge Volupté.

VOLUPTÉ TINT-IN-OIL

Glæný vara frá merkinu og ég er strax orðin húkt. Gefur ekki of mikinn lit en gefur extra glans og fallega áferð. Ég á mjög fallegan lit og elska ég að nota hann dagsdaglega og hef ég hann alltaf í veskinu. Hann er gerður úr olíum sem næra varirnar og þurrka þær ekki neitt. Olían smýgur inn í varirnar og fallegur liturinn situr eftir. Ég fékk litinn Rose For You sendan sem sýnishorn og verð ég að næla mér í að minnsta kosti einn lit í viðbót.

GLOSS VOLUPTÉ

Nú er ég sjálf ekki mikið fyrir glossa en akkurat þessi litur úr haust línu YSL náði mér um leið. Ég nota þennan ótrúlega mikið og er ég komin langleiðina með hann. Ég keypti mér hann eftir leikinn í samstarfi við YSL þar sem ég kolféll fyrir honum. Formúlan er óaðfinnanleg og burstinn sá þægilegasti. Hann er alveg þekjandi og nota ég hann stundum einan og sér eða yfir varablýant eða varalit. Ég fæ alltaf hrós og spurningar þegar ég er með þennan á mér. Liturinn heitir Beige Nu.
Untitled-1
Eina vöru í þessari umfjöllun fékk ég senda sem sýnishorn, aðrar keypti ég sjálf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?