WISHLIST: HOME


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/wishlist-home/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

heimiliðóskalisti
Okay, ég er allt í einu á einhverju íbúðar net-búðarrápi. Það kom yfir mig fullt af innblæstri hvað varðar heimilið í dag og er stefnan tekin á að gera nokkra hluti í ágúst. Ég ætla að losa okkur við núverandi stofugardínur og setja upp hvítar strimla, setja upp nokkrar myndir og eina hillu sem mig nauðsynlega vantar í svefnherbergið undir bækur og skó. Kannski ég skelli meira að segja í eina myndahillu í viðbót. Ég hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

Við erum núna með risa stóran hvítan leðursófa (3 m á lengd!) sem er jú einstaklega þægilegur og ligg ég alltaf í honum og skrifa bloggfærslur. En samt sem áður langar mig svo í ljósgráan sófan og setja í hann fallega ljósbleika, gráa, svarta og hvíta púða. Við erum með hvítan háglans sjónvarpsbekk og eru flest öll húsgögnin okkar hvít en stofuborðið er ljóst með glerplötu og er ótrúlega þægilegt fyrir allar bækurnar mínar en langar svo mikið í Tray borðið frá Hay. Auðvitað er Kubus kertastjakinn mjög ofarlega á óskalista ásamt iittala kökudisk með standi en ég á alveg eins nema án stands sem er blár en það passa ekki allar rósakökur við hann. Design Letter bollar með stöfunum T (Thorunn) & H (Harry) væru fallegir á litla hillu í eldhúsinu ásamt iittala hvítvínsglösum. Eldhússtólar væru líka kærkomnir þar sem við erum enn ekki búin að kaupa okkur og sitjum á barstólum…haha!

Nú er bara að vona að vinir og ættingjar lesi þetta blessaða blogg mitt og muni eftir 25 ára afmæli
stelpunnar 4. september næstkomandi (setið nú þessa færslu í bookmarks!).

ps. endilega fylgist með mér á Pinterst en þar set ég inn fullt af fínum hugmyndum sem ég finn (og framkvæmi oft!) Finndu mig hér!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?