VISIONNAIRE


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/visionnaire/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

visionnaire
Sum blogg tekur mig 10 mínútur að skrifa en önnur taka mig margar vikur að undirbúa þar sem færslan krefst mikillar undirbúnings vinnu. Stundum þarf ég að prófa vörur lengi til að sjá árangur eða finna virkilega fyrir mun. Mig var búið að dreyma um þessa vöru síðan hún kom fyrst á markað og las ég mér til um að það tæki allt að fjórum vikum að sjá virkilegan mun. Það eru liðnar fjórar vikur síðan ég fékk mér Lancôme Visionnaire og finnst mér ég sjá það mikinn mun að ég var tilbúin að skrifa færslu og segja ykkur frá þessum gullmola.

Það eru mikil vísindi og rannsóknir sem liggja að baki og inniheldur Visionnaire “LR 2412, 1” sameind sem Lancôme hannaði. Sameindin fer í gegnum öll lög húðarinnar og stillir húðina á “sjálfsleiðréttingu”. Á yfirborðinu eyðir Visionnaire hrukkum, minnkar roða, herðir svitaholur og jafnar húðina. En vinnur líka á  innstu lögum húðarinnar og endurnýjast húðin eftir að hafa orðið fyrir sólarskemmdum eða ef þú ert með ör eftir bólur. Þetta er fyrsta serum sinnar tegundar sem inniheldur þessa einstöku sameind. Á meðan prufukeyrslunni stóð las ég mig ótrúlega mikið til um Visionnaire og komst að því að flestir sáu mun á stærð svitaholna og slétt yfirborðs.

Nú er ég kannski ekki beint hrukkót eða með ójafna húð en ég er með ágætis roða og stórar svitaholur. Og hvernig á ég að orða þetta? Húðin á mér er eins og ný! Ég er alveg að verða laus við þessar ljótu svitaholur sem farði og kinnalitir festast ofan í. Nú er ég slétt (eins og ungbarn) með engan roða. Ég er búin að vera nota 1-2 pumpur á vandræðasvæðin mín (eplin á kinnunum, nef, höku og á mitt ennið) bæði kvölds og morgna á hverjum einasta degi. Þessi gullmoli er auðvitað dýr en mjög drjúgur. Maður þarf ótrúlega lítið og dreyfist úr því endalaust. Eina sem mig langar að vara við er að mér fannst ótrúlega sárt að fá Visionnaire á varirnar en veit ég engin svör við því en þetta er ekki hannað til að snerta þær. Bar það eiginlega bara alveg óvart á mig yfir allt andlitið þegar ég prófaði það fyrst en passaði mig svo eftir það og engin vandamál.

Þú færð Visionnaire:
Árbæjarapótek, Debenhams, Hagkaup Garðabæ, Hagkaup Holtagörðum,
Hagkaup Kringlu, Hagkaup Skeifu,  Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spöng, Lyf og heilsa Kringla,
Lyfja Laugavegi, Lyfja Lágmúla, Lyfja Smáralind, Lyfja Smáratorg,
Hagkaup, Akureyri, Hagkaup, Selfoss, Lyf og Heilsa Glerártorg Akureyri & á fleiri stöðum!


Comments

 1. Guðlaug
  July 18, 2014 / 22:19

  hæhæ!

  Hvernig berðu þetta á þig ? skolaru þetta af eða seturu þetta á þig áður en þú setur á þig rakakrem á morgnana eða virkar þetta sem rakakrem líka ? og eins og á kvöldin – berðu þetta á þig áður en þú setur á þig næturkrem eða leyfir þessu bara að vera á einu og sér yfir nótt ? 🙂

  • July 18, 2014 / 23:30

   Hæ, ég ber þetta á mig eftir að hreinsa andlitið áður en ég fer að sofa. Set oftast rakavatn fyrst (ekki rakakrem) og svo bara þetta og fer að lúlla. Á morgnanna hreinsa ég andlitið alltaf aftur og geri það sama og mála mig svo. Ég skola þetta aldrei neitt sérstaklega af. Ég set ekki neitt næturkrem eða neitt annað með þessu og er búin að gera það núna í 4 vikur. Þetta smýgur mjög hratt inn í húðina og finn ekki fyrir því beint og er alls ekkert klístruð.

   Vonandi svarar þetta spurningum 🙂

 2. Helga
  July 19, 2014 / 12:49

  veistu hvort þetta vinnur líka á litabreytingum í húðinni? 🙂 húðin á mér er frekar mislit og mig vantar eitthvað til að rétta hana af…

  • July 19, 2014 / 18:54

   Hæ Helga. Nei Visionnaire vinnur ekki gegn litabreytingum í húð EN Dreamtone frá Lancome gerir það. Dreamtone kemur í þremur mismunandi útgáfum og mæli ég með því að þú fáir aðstoð frá stelpunum í Lancome að finna hvaða typa myndi henda þér. Ég fékk mér týpu númer 2 sem hjálpar við að gera húðina bjartari. En ég blogga um það þegar ég er búin að prófa nógu lengi 🙂

 3. Embla
  October 30, 2014 / 19:54

  Hæ, veistu hvort það sé í lagi að nota þetta á unga húð (yngri en 25)?

  • October 30, 2014 / 23:44

   Það ætti að vera í góðu lagi. Ég er ný orðin 25 og sé æðislegan mun á húðinni. En þetta er frábær ef þú ert t.d. með stórar svitaholur eða með ör eftir bólur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?