VINSÆLUSTU SNYRTIVÖRURNAR 2016


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/vinsaelustu-snyrtivorurnar-2016/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

VINSÆLUSTU SNYRTIVÖRURNAR 2016

Okay! Loksins er komið að því að ég birti uppáhalds snyrtivörur  að mati lesenda thorunnivars.is árið 2016. Ég fékk með mér í lið fjöldan allan af lesendum og ætla ég að birta niðurstöðurnar í þremur pörtum. Ég ætla að byrja á grunninum og svo vinnum við okkur upp. Þetta er að sjálfsögðu parturinn sem ég er hvað spenntust fyrir enda ókrýnd húðvöru drottning (þó ég segi sjálf frá). Ég er mjög forvitin líka að sjá hvort að lesendur sé að nota það sama og ég eða eitthvað allt annað. Í ár hef ég prófað allar vörurnar hérna nema tvær en það er The Body Shop andlitsvatnið og Glamlow hreinsimaskinn. Þó ég hafi nú prófað lang flesta Glamglow maskana er sá besti sá eini sem ég hef ekki prófað. Hann þarf ég að eignast ekki seinna en á morgun. Ég er ágætlega lengi að vinna úr niðurstöðunum en í flokki húðvara var mjög augljóst hverjir voru sigurvegarar. Það var eiginlega bara grín að fara yfir suma vöruflokkana en t.d. fékk Origins Intensive Overnight maskinn 95% atkvæða í tveimur flokkum en það er mjög gaman að sjá það enda uppáhalds maskinn minn. Hér fyrir neðan ætla ég bara að skrifa smá um hverja vöru og segja ykkur hvar hún fæst. Þetta er eiginlega hinn fullkomni listi fyrir fólk sem er að leita sér að góðum húðvörum sem henta hvað flestum húðgerðum. Ef að maður skoðar stjörnugjöfina á þessum vörum inn á Sephora.com er augljóst að lesendur ThorunnIvars.is eru mjög sammála.

Besta dagkremið – Origins Ginzing kremið er afskaplega létt dagkrem sem gefur húðinni orku og gerir hana frísklega. Ég er afskaplega
hrifin af því og nota það með Origins Ginzing augnkreminu á hverjum morgni. Húðin fylltist af raka og ljóma samstundis. Origins vörurnar
fást í Hagkaup Smáralind & Lyf og Heilsu Kringlunni. Vörurnar eru framleiddar án Parabena, Súlfata og Phtalata.

Besta næturkemið – First Aid Beauty Ultra Repair cream er þykkt og mjúkt næturkrem sem ég held að flestir væru hrifnir af. Kremið nærir
húðina og gefur henni mikinn raka. Mjög hlutlaust og gott krem sem hentar öllum húðgerðum. Vörurnar eru framleiddar án parabena.
Kremið fæst í verslun fotia og á fotia.is hér.

Besta olían – Skyn Iceland Arctic Face Oil er olía fyrir andlit sem inniheldur 99,9%  kaldpressaða Camelina oil. Camelina olía er
æðisleg hrein olía sem að gefur húðinni mikinn raka, róar hana og lagfærir hana. Olían fæst á nola.is hér.

Besta serumið – er að sjálfsögðu íslenska serumið frá BIOEFFECT sem inniheldur EGF frumuvaka sem lagfæra
öldrun húðarinnar. Serumið inniheldur einungis 7 innihaldsefni og gefur húðinni mikinn
raka og endurnýjar náttúrulegan ljóma húðarinnar. Fæst í Hagkaup.

Besti bólubaninn – Mario Badescu Drying Lotion er einstakt töfraefni sem að ég á alltaf til. Bólumeðferð
sem inniheldur salicylic sýru og calamín sem þurrkar upp bólur á orskotsstundu. Notast með eyrnapinna
og sett beint á bóluna. Fæst í Fotia og á fotia.is hér.

Besta andlisspreyið – MAC Fix+ er líklegasta frægasta andlitssprey í heimi sem má nota bæði yfir og undir farða. Er létt
rakasprey sem gefur húðinni frísklegt útlit, róar hana og gefur ljóma. Fæst í verslunum MAC í Smáralind og Kringlunni.

Besti rakamaskinn (besti maskinn) – Varan sem vann tvo flokka með yfirburðum er Origins Drink Up Intensive Overnight
maskinn sem inniheldur avocado, japanskan þara og apríkósu olíu. Maskinn fyllir húðina af raka sem hún tapar yfir
daginn og vaknar maður með fyllta og flotta húð. Maskinn er gjörsamlega ómótstæðilegur að mínu mati og ilmar
hann dásamlega. Fæst í í Hagkaup Smáralind & Lyf og Heilsu Kringlunni.

Besta andlitsvatnið er andlitsvatnið úr Seaweed línunni frá the Body Shop. Andlitsvatnið heldur ólíuframleiðslu
húðarinnar í skefjum og hreinsar leifar af farða. Inniheldur ekki alkahól og hentar best þeim með olíumikla
eða feita húð. Fæst í verslunum the Body Shop í Kringlunni, Smáralind og Glérártorgi.

Besti farðahreinsirinn er Garnier Micellar hreinsirinn sem ég hef notað stanslaust í næstum tvö ár.
Farðahreinsirinn er ótrúlega auðveldur í notkun og inniheldur hann Micellar vökva sem virkar næstum eins
og þvottaefni og sogar hann í sig óhreinindi. Fæst í flestum matvörubúðum.

Bestu húðhreinsirinn er First Aid Beauty Face Cleanser er mildur andlitshreinsir sem hugsaður er sem skref 2
í húðhreinsun. Hann freyðir vel og hreinsar húðina vandlega. Inniheldur engin ilmefni og hentar því viðkvæmum
húðgerðum. Fæst í Fotia og á fotia.is hér.

Besta augnkremið – Clinique All About Eyes er þykkt og gott augnkrem sem hentar öllum húðgerðum. Hylur
bauga og poka undir augunum og nærir viðkvæma húð í kringum augun. Fæst í flestum snyrtivöruverslunum og Hagkaup.

Besti skrúbburinn – Nordic Skin Peel púðarnir hafa farið sigurför í snyrtivöruheiminum en þeir innihalda
ávaxtasýrur sem skrúbba húðina án þess að innihalda korn. Litlar bómullarskífur sem maður nuddar yfir
húðina eftir hreinsun. Í ljós kemur hrein og lýtalaus húð. Fæst í verslun Nola og á Nola.is hér.

Besti hreinsimaskinn – Glamglow Supermud maskinn hentar öllum húðgerðum fyrir utan viðkvæmum.
Inniheldur kol sem þekkt eru fyrir að soga upp óhreinindi upp úr svitaholum.
Maskinn fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf & Heilsu Kringlunni.

Besti varasalvinn – First Aid Beauty Ultra Repair Lip Therapy. Líklega eini flokkurinn þar sem næstum
enginn svaraði því sama en Ultra Repair Lip Therapy átti vinninginn. Varasalvinn er mjúkur og einstaklega
þægilegur í notkun. Hann gefur vörunum mikinn raka og ver þær gegn umhverfisáhrifum. Fæst í Fotia og á fotia.is hér.

Ég set inn næsta part af uppáhalds snyrtivörum lesenda Thorunnivars.is þann 1. janúar.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?