UPPÁHALDS MASKARNIR MÍNIR


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/uppahalds-maskarnir-minir/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

uppahaldsmaskarnir minir

UPPÁHALDS MASKARNIR MÍNIR

Í vikunni var ég aðeins að skoða í skápana mína og datt í hug að segja ykkur frá öllum þeim mismunandi andlitsmöskum sem leynast þar. Eins og þið vitið er ég mjög dugleg við að dekra við mig og fer eiginlega hálftími á hverju kvöldi í smá dekur hjá mér. Þið sem eigið börn eða eruð mjög uppteknar hatið mig örugglega smá en ég geri sko allt til að fá smá me time. Ef ég er pirruð eða eitthvað þá segir Harry við mig ,,æji dúllan mín farðu nú bara í heitt bað og settu Netflix í gang”. Hann veit bara að það virkar og vill halda sinni góðri. Uppáhalds maskarnir mínir eru þeir sem ég get sofið með en einstaka sinnum nota ég þá sem maður þarf að þrífa af. Þegar ég skrifa þessa færslu varð ég að setja á mig smá maska þar sem ég sit hér í náttslopp en nýji Nip + Fab maskinn varð fyrir valinu. Í þessari færslu má bæði finna ódýra og dýra en góða maska.

1. La Mer Intensive Revitalizing Mask – Gullið í skápnum mínum. Sá dýrasti í bænum held ég og ekki fer ég sparlega með hann. Reyndar hefur hann dugað mjög lengi og þegar ég fékk hann fyrst notaði ég hann á hverju kvöldi og svaf með. Í dag er hann algjört spari spari enda himneskur.  Frískandi maski sem gefur orku og verndar húðina og heldur henni unglegri. Inniheldur fræga La Mer Miracle Broth sem hjálpar við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar. Það má skola þennan af en ég tými því aldrei og sef með hann og vakna silkimjúk daginn eftir.

2. Nip + Fab Glycolic Mask  – Þennan eignaðist ég nýlega og finnst hann virkilega frískandi eins og allt úr Glycolic línu Nip + Fab. Maski sem hentar olíumikilli húð þar sem hann minnkar svitaholur. Ég ber hann á hreina húðina og leyfi honum á liggja í um það bil 10 mínútur og skola síðan af. Eftir þann tíma sé ég um leið að húðin virðist hreinni og bjartari. Frábær til að eiga og nota einu sinni í viku og fullkomna hreinsun húðarinnar. Húðin er frískleg og hrein eftir notkun.

3. Dr. Jart+ Pore Minimizing Mask – Eini maskinn sem fæst ekki hér á landi en ef þú ert með olíumikla húð og opnar svitaholur þá mun hann bjarga þér. Ég er með frekar opnar svitaholur og fann mun strax eftir fyrsta maskann en ég keypti mér pakka með nokkrum í og á enn tvo eftir ári seinna. Maskinn er svartur kolamaski og er maður mjög ófrýnilegur með hann á. Maskinn fæst til dæmis í Sephora í Bandaríkjunum.

4. The Body Shop Drops of Youth Bouncy Sleeping Mask – Þessi æðislegi svefnmaski er nú bara á náttborðinu hjá mér og er ég dugleg við að bera hann á mig og aldrei virðist minnka af honum í krukkunni. Leyndarmálið á bakvið maskann er Edelweissplöntu stofnfruma. En Edelweiss plantað þrífst í erfiðum aðstæðum hátt í Ölpunum. Sérfræðingar hjá The Body Shop hafa mjög vandlega fjarlægt stofnfrumuna og nýta öflugt þol hennar í þessa flottu Drops of Youth línu frá The Body Shop. Edelweiss stofnfruman gerir húðinni kleift að endurnýja sig hraðar og skilar þér sléttari og teygjanlegri húð. Einnig hjálpar maskinn við að læsa inni aðrar vörur sem þú ert að nota og hjálpar þeim að vinna enn betur á húðinni.

5. Yves Saint Laurent  Forever Youth Liberator Intensive Mask – Á einungis fimm mínútum sér maður mun á húðinni. Húðin verður um leið útvhíld og endurbætt. Maskinn er í gel formi og set ég dágótt lag af honum á húðina og læt vera á í eiungis fimm mínútur og skola svo af með volgu vatni. Maskinn örvar endurnýjun húðarinnar og blæs nýju lífi í hana.

6. Sensai Cellular Performance Mask – Róandi maski blandaður af olíum sem umvefja húðina. Veitir djúpan raka og algjöra slökun. Þessi er sá nýjasti í safninu og er hann um leið í mjög miklu uppáhaldi. Ilmurinn og slökunin sem ég finn um leið. Þessi hentar þeim sem hafa áhyggjur af öldrun húkarinnar og verður húðin um leið mjúk og slétt. Það má nota þennan í 8-10 mínútur og skola síðan af eða sofa með eins og ég geri.

Untitled-11Sumar vörur í þessari færslu fékk greinaarhöfundar sem sýnishorn og aðrar keypti hann sjálfur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?