UPPÁHALDS Í APRÍL


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/uppahalds-i-april/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

aprilfavorites

UPPÁHALDS Í APRÍL

Mér finnst alltaf jafn gaman að skrifa þessar færslur og bíð óþreyjufull eftir að mánuðurinn klárist svo ég geti farið yfir það í hausnum á mér hvaða vörur stóðu upp úr. Þar sem ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt er þetta sérstaklega gaman. Ég er alltaf að reyna að veiða út það besta á markaðnum fyrir lesendur. Á þennan lista komast aldrei margar vörur og stundum eru þær gamlar eða nýjar. Flest allar eru mjög nýjar á þessum lista og komu nokkrar mér mjög skemmtilega á óvart. Uppáhalds varan mín á listanum er Terracotta Joil Teint sólarpúðrið frá Guerlain, það er tvílitt og velur maður sér lit eftir litarhafti. Mitt er millibrúnt með smá shimmeri og fallega coral lituðum kinnalit. Ég blanda öllu saman með stórum bursta á ber á hápunkta andlitsins. Þá er ég eins og ég hafi verið á sólarströnd í tvær vikur! Það er ekkert betra en að byrja vorið/sumarið með nýjum ilm og er Stella í rosalegu uppáhaldi hjá mér. Umbúðirnar eru líka svo fallegar.

Complexion Rescue farðinn frá bareMinerals kom mér virkilega á óvart. Hvað hann er léttur, þekur vel en er samt náttúrulegur. Í apríl eignaðist ég mína fyrstu Morphe pallettu og fékk ég mér Warm Matte pallettuna en mig dreymir um Jaclyn Hill pallettuna. Jafn mikið og ég aðhyllast kalda liti þá er ég mun hrifnari af hlýjum í kringum augun. Í enda mars fékk ég æðislegan augnháraprimer að gjöf frá Esteé Lauder og er hann hreint út sagt frábær. Ég hef oft prófað hvíta augnháraprimera en þessi er svartur og verða augnhárin þá ekki gráleit. Þessi lengir og greiðir augnhárin fullkomnlega áður en ég set á mig maskara en þörf þar á.. Ætla ekki að drekkja í ykkur öllum þessum vörum en set nöfnin á þeim hér fyrir neðan.

1. Complexion Rescue frá bareMinerals
2. Morphe 35N Warm Matte Palette fæst hér
3. Esteé Lauder Little Black Primer
4. Guerlain Terracotta Joil Teint
5. Anastasia Eye Brow Powder Duo fæst hér
6. Stella McCartney Eau De Toilette
7. Bioeffect EGF Day serum
8. Benefit Roller Lash Mascara

Untitled-11

Comments

  1. Viktoria
    May 11, 2015 / 23:27

    hæhæ, veistu eð hvað Complexion Rescue kostar heima? finn það ekki nein staðar, spá hvort ég eigi að kaupa frá sephora 🙂

    • May 14, 2015 / 00:04

      Hæ ég man ekki alveg nákvæmlega verðið, en það fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf & Heilsu Kringlunni 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?