TOPP 5 FARÐAR


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/topp-5-fardar/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

foundation

Eitt sem mig hefur langað að gera lengi er að segja ykkur frá uppáhalds förðunum sem leynast í bjútískúffunni minni. Mig langaði líka að segja ykkur frá förðum sem eru allir á mismunandi verði því ætti hver og einn að finna sér einn við sitt hæfi til að prófa. Mér finnst allir farðarnir góðir og mæli með þeim öllum. Ef þú ert reglulegur gestur hér inni þá veistu að mér hefur fundist erfitt að finna farða sem henta mér. En hér eru samankomnir topp 5 farðar sem henta mér einstaklega vel og hafa flestir unnið til fullt fullt að verðlauna.


1. L’Oréal True Match Lumi – ég glápi alveg ágætlega mikið á förðunarvideo á YouTube. Langflestar þar finnst mér á einhverjum tímapunkti mæla með L’Oréal True Match Lumi farðanum. Þess vegna nældi ég mér í hann þegar ég var úti og prófaði strax. Finnst hann vera bara fullkominn farði til að nota hversdags. Stútfullur af andoxunarefnum og C og E vítamínum. Sérstök ljós tækni sem gefur þetta “glow” sem við erum allar að leita að. Mér fannst hann endast ótrúlega lengi á húðinni og er það oft vandamál hjá mér að finna farða sem gerir það. Ég nota litinn N1-2 Soft Ivory (hálfgerð heppni að hann sé fullkominn). L’Oréal vörurnar fást í Hagkaup og í apótekum.

2. ELF Moisturizing Foundation Stick – ég fékk þennan farða að gjöf um daginn og hafði aldrei prófað stiftfarða. Var frekar hrædd fyrst en þessi farði er snilld og kostar eiginlega bara ekki neitt! Kom mér skemmtilega á óvart og skilar góðri þekju og miklum raka. Stútfullur af avocado, shea butter og vítamínum. Ég nota ljósasta litinn sem heitir Ivory og hentar mér fullkomlega. Ég var smá stressuð með hvernig ég ætti að bera hann á mig en ég klessti honum nokkrum sinnum framan í mig á 3-4 staði og dreyfi svo úr með Real Techniques Buffing Brush. Þennan farða færðu hér og kostar einungis litlar 1.890 kr!

3. bareSkin Pure Brightening Serum Foundation frá bareMinerals – jafn spennt og ég var að prófa þennan var ég alveg jafn stressuð. Pakkningin er svolítið skrítin og verður maður að hrissta hann áður en maður notar hann (ég byrjaði á því að skreyta hótel rúmfötin með meik blettum). En vegna þess að hann er algjörlega laus við innihalds efni eins og sílikon, olíur, parabena og ilmefni þarf maður að hrissta hann. Einstök blanda farða+serums og útkoman er ótrúlega létt og falleg. Minnir mig einna helst á létt CC krem en gefur þekju eins og meik. Ég nota litinn Bare Linen 02. Þessi kemur í sölu hér á Íslandi í haust.

4. Yves Saint Laurent Le Taint Touche Éclat Illuminating Foundation – sá nýjasti í skúffunni og er ég einungis búin að nota hann örfá skipti. Rosalega flottur farði sem margar konur kaupa aftur, aftur og aftur. Þetta er semsagt “gullpennninn frægi” sem meik! Ég er byrjuð að nota hann á hverjum einasta degi og er virkilega ánægð með útkomuna. Léttur og uppbyggjanlegur farði sem gefur manni þetta einstaka “glow”. Til að fá flottustu útkomuna með honum eftir að ég er búin að dreyfa úr honum með bursta bleyti ég aðeins í Real Techniques svampinum mínum og dúmpa í kringum nefið og augu. Ég nota litinn Beige 40 og fæst hann í verslunum Hagkaupa, Duty Free & öðrum betri snyrtivöruverslunum.

5. Lancôme Miracle Air De Taint – það er ótrúlega erfitt að vera hlutlaus þegar maður skrifar svona færslu. Því þessi farði á hjarta mitt og því sparaði ég hann þangað til seinast. Þessi hentar mér lang best og verður ekkert skafað af því. Léttur og þekjandi og endist á húðinni allan daginn. Það er eins og maður sé að bera á sig loft (eins og felst í nafninu) þegar maður setur hann á en útkoman er æðisleg. Ég nota litinn 01 Beige Albatre og fæst hann í verslunum Hagkaupa, Duty Free & öðrum betri snyrtivöruverslunum. Þú getur lesið lengri færslu um hann hér.

 Ég reyndi að skrifa ekki alltof mikið um hvern og einn en reyna að segja frá í stuttu máli hvað það er við þá sem ég fýla. Þeir eru ótrúlega ólíkir og á mismunandi verði. Ég fékk ELF, YSL og Lancôme farðann að gjöf en hina keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á skoðun mína á vörunum og segi ég alltaf skoðun mína á hlutunum. Ég er einnig mjög hrifin af Smashbox förðunum og mæli líka 100% með Matt Foundation frá Make Up Store.

Hvaða farða notar þú?

[show_shopthepost_widget id=”137674″]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?