#THORUNNIVARSMADEMELOCCI


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/thorunnivarsmademelocci/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er unnin í samstarfi við L’Occitane

#THORUNNIVARSMADEMELOCCI

Ást mín á frönsku húð, líkams og heimilisvörunum frá merkinu L’Occitane dvín ekki. Í forgrunni í þessari færslu er fyrsta varan sem ég kynntist frá merkinu og það eru komin þó nokkur ár síðan. Þetta er sú vara sem allir ættu að prófa fyrst frá merkinu að mínu mati og þá er ekki aftur snúið. Hún er í einu orði sagt guðdómleg en þessi unaðslega baðsápa umvefur líkamann með mjúkri möndluolíu og maður stígur út úr sturtunni með nærða og gljáandi húð. Guð má vita númer hvað þessi flaska er en mér finnst ómissandi að ein flaska af möndlusápunni sé á baðkarsbrúninni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hve dásamleg hún er en það eru aðrar vörur frá merkinu líka. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa tekið eftir að ég í gegnum tíðina hef ég alltaf verið með vörur frá merkinu í reglulegri notkun. Þegar L’Occitane hafði samband við mig og bauð mér að vinna í samstarfi við þá var ég ekki lengi að segja já. Í versluninni um helgina, frá föstudegi og út sunnudag eru allar uppáhalds vörurnar mínar frá merkinu á 15% afslætti og mæli ég með þvi að þú gerir þér heimsókn og skoðir vöruúrvalið (það er aldrei of snemmt að byrja að versla jólagjafir). Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur ýtarlega frá þeim vörum sem ég valdi sem mínar uppáhalds (treystið mér það var ekki auðvelt).

LAVENDER PILLOW MIST

Hvar á ég að byrja? L’Occitane sérhæfir sig í því að blanda saman réttu ilmkjarnaolíunum til að fá bestu útkomuna. Koddaspreyið inniheldur
100% náttúrulegan ilm sem þú getur notað til að spreyja yfir rúmfötin til að skapa róandi andrúmsloftið og hjálpar líkamanum að slaka á og
undirbýr hann fyrir nóttina. Koddaspreyið inniheldur lavender, bergamot, sæta appelsínu og geranium. Færsla hér.

ALMOND SHOWER OIL

Fyrsta varan sem ég prófaði frá merkinu sem gerði það að verkum að ég kolféll fyrir þvi. Mér hefur fundist ómissandi að eiga
eina flösku á baðkarsbrúninni í mörg ár en möndlulolíusápan hreinsar líkamann á mildan og áhrifaríkan hátt og nærir húðina
með möndluolíu. Þegar olían kemst í snertingu í vatn breytist hún í fíngerða froðu sem hreinsar líkamann.
Möndlur er þekktar fyrir eiginleikann sinn að næra húðina og verður hún gljáandi guðdómleg eftir notkun.

LAVENDER BUBBLE BATH

Ég hef lengi verið þekkt fyrir ást mína á Lavender blóminu og hvað þá baðferðum. Lavender freyðibaðið frá
L’Occitane sameinar tvo hluti sem ég elska. Heit og róandi baðferð eftir langan dag til að láta líða úr líkamanum alla þreytu
er ómissandi fyrir dekurrófur eins og mig. Það er fátt betra en að leggjast á  koddann eftir afslöppun sem þessa.
Það er sko ekki tilviljun að freyðibaðið sé ein vinsælasta varan í versluninni.

PEONY MAKEUP REMOVER

Peony andlitslínan er mín uppáhalds í versluninni en það er eitthvað við ilminn sem er svo dásamlegt. Þegar þessi vara kom
á markað varð ég að prófa hana en þetta er skemmtilegur farðahreinsir í gelformi sem er ótrúlega auðveldur í notkun.
Hann skilur húðina eftir silkimjúka án þess að gera hana olíukennda eða feita.

ALMOND DELICIOUS PASTE

Á köldum vetrardögum þegar húðin kallar á raka er fátt betra en að skrúbba hana aðeins með möndluskrúbbinum.
Þessi inniheldur kramdar möndlur og sykur sem skrúbbar yfirborð húðarinnar og gerir hana tilbúina fyrir nærandi rakakrem.
Mér finnst gott að nudda þessum með hringlagahreyfingum yfir allan líkamann.

Kíktu við í L’Occitane á fyrstu hæð Kringlunnar um helgina. Tuttugu fyrstu sem mæta og versla eina af þessum vörum eiga von á litlum glaðning.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?