Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/garnier-optical-blur/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Þessa vikuna er ég búin að vera að prófa nýju vörurnar frá Garnier sem eru komnar í búðir um land allt. Vörurnar eru á mjög hagstæðu verði og sá ég þær í hillunni í Krónunni í gær. Ein varan úr nýji vörulínunni er í miklu uppáhaldi hjá mér og er það nýji Optical Blur 5 Sec primerinn. Ég er ein af þeim sem eiginlega þarf að nota primer svo að meikið mitt sé fallegt. Ég er með frekar stórar svitaholur í kringum nefið og finnst mér farði stundum skilja sig á andlitinu á mér. Sem er rosalega pirrandi en þegar ég nota primer endist farðinn lengur. Sumir trúa ekki á primera en ég nota þá fyrst og fremst til að fylla upp í svitaholurnar og til að mynda slétt undirlag áður en ég set farða á húðina.
Ég er örugglega búin að prófa alla primera í heimi Photo Finish frá Smashbox, Poreless frá Benefit, Prime Time frá bareMinerals, Prep+Prime frá Mac, Base Prep frá Make Up Store og marga marga aðra. Allir hver öðrum æðislegri en mér finnst hundleiðinlegt að eyða pening í þessa vöru. Svo mér finnst frábært að það sé kominn ódýr en jafnframt góður primer á markað. Mér finnst hann gefa ótrúlega góðan grunn áður en ég set á mig farða og er hann alveg einstaklega silki mjúkur og gefur húðinni fallega áferð. Kemur út úr túpunni svona aðeins bleikur eins og á myndinni en verður svo alveg gegnsær. Ég leita alltaf eftir að hafa frekar matta áferð á húðinni og finnst mér þessi primer skila mér mattri og lýtalausri húð. Ég nota bara hendurnar til að bera hann á og finnst það best. Ef ég nota bursta finnst mér ég aldrei ná að þrífa primerinn almennilega úr og burstinn því alltaf með primer slykju í sér. Annars er líka hægt að tileinka sér að nota alltaf sama burstann og nota hann þá bara í primer.
Veit að margar hafa beðið spenntar um að heyra hvernig þessi primer sé. En mér finnst hann bara virkilega góður. Hann fæst í Hagkaup, Krónunni og Bónus og kostar rétt um 2000 kr, mismunandi eftir stöðum.
Eruði búnar að prófa?