SUMAR VÖRUR


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/sumar-vorur/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

Sumar vörur í þessari færslu fékk ég að gjöf aðrar keypti ég mér sjálf.

SUMAR VÖRUR

Inn á baðherbergi er ég með þessa sætu körfu úr Söstrene Grene sem hýsir þær vörur sem eru hvað mest í uppáhaldi þessa dagana. Allar eiga það sameiginlegt að gera húð og hár fallegt fyrir sumarið. Mig langaði að sýna ykkur þær vörur sem eiga heima í körfunni þessa dagana en þær eru allar svo æðislegar og best er að koma þeim fyrir í einni stórri færslu. Það er ótrúlega þægilegt að geyma vörurnar í körfunni vegna þess að það er svo auðvelt að sækja þær og ganga frá þeim snyrtilega.Vörurnar eru ekki bara vandaðar og góðar heldur er ég afskaplega hrifin af  grænum lit núna og er hann í stíl við fallegu nýju handklæðin og baðmottuna.

St. Tropez Gradual Tan Tinted Everyday Body Lotion + Luxe Dry Oil
Varan sem hefur komið mér örugglega lang mest á óvart er nýja gradual brúnkukremið frá St. Tropez sem ég er kolfallinn fyrir eftir að hafa notað einungis nokkrum sinnum. Þið þekkið eflaust klassísk gradual tan brúnkukrem en þetta er allt öðruvísi. Kremið er þykkt og í því er litur sem kemur samstundis því er biðin farin úr sögunni og getur maður í raun borið á sig og labbað strax út úr húsi. Liturinn er einn sá fallegasti og er engin lykt af kreminu sem líkist brúnkukrems lykt. Mér finnst þetta frábær nýjung sem er komin til að vera í notkun hjá mér enda er ég alltaf jafn óþolinmóð að bíða eftir litnum koma. Ég fæ samstundis fallegan jafnan lit og myndi ég lýsa ferlinu eins og ég væri í raun að bera meik á líkamann sem gefur ótrúlegan raka. Mjög sérstakt en stórkostlegt. Tvær aðrar vörur frá St. Tropez eru einnig í miklu uppáhaldi en það eru olíurnar fyrir bæði andlit og líkama. Þær nota ég mikið yfir sumartímann og sérstaklega ef ég er að fara eitthvað spari og ég vil að liturinn sé óaðfinnanlegur. Fæst í verslunum Lyfju og Hagkaup.

Wet Brush Epic Quick Dry bursti
Loksins hef ég fundið hárbursta sem hentar þykka grófa hárinu mínu en þetta er sérstakur Wet Brush úr epic línu merkisins sem er hannaður til að nota með hárblásara en ég nota hann bæði án hans og með. Pinnarnir eru langir og ná þá á nudda hársvörðinn og nær í gegnum allt hárið mitt án erfiðleika eins og svo oft áður. Með því að nota burstann við að blása hárið getur maður hraðað þurkunartíma um allt að 30% og elska ég að nota hann með blásaranum. Burstinn fylgdi með hárblásaranum mínum en ég tel það líklegt að það sé hægt að kaupa hann einan og sér. Epic línan frá Wet Brush er æðisleg og er ég búin að prófa nokkra aðra úr línunni en þessi á hug min allan og er alltaf uppi við. Fæst á hárgreiðslustofum.

First Aid Beauty Cleansing Body Polish with Active Charcoal
Á dögunum hafa bæst í vörulínu First Aid Beauty nokkrar mjög skemmtilegar vörur fyrir líkama og er ég mjög hrifin af nýja líkamsskrúbbinum sem inniheldur kol. Kolin eru mjög fíngerð og nær maður að skrúbba líkamann hátt og lágt á mjög áhrifaríkan hátt. Ég þoli nefnilega ekki skrúbba sem gera ekkert. Þessi vinnur vinnuna sína vel og finnst mér afskaplega skemmtilegt að nota svona öðruvísi vöru. Skrúbburinn hreinsar líka húðina og finnst mér það eiginlega alveg jafn mikilvægt og að hreinsa andlitið. Húðin er silkimjúk og fín. Fæst í Fotia.

Loccitane Almond Beautiful Shape Body Lotion
Á sumrin er gaman að gera eitthvað extra fyrir líkamann og á dögunum kynntist ég Beautiful Shape línunni frá Loccitane en hún er partur af möndlulínunni sem þið vitið hvað ég er hrifin af. Beautiful Shape línan á að hjálpa við að slétta, fegra og stinna húðina og á maður að sjá mun á 28 dögum. Ég ætti eiginlega að segja ykkur frá vörunni þegar ég er búin að nota hana nógu lengi aftur en við fyrstu kynni er hún hreint út sagt ómóstæðilegt. Maður nuddar kreminu á lærin og upp á rass í hringlaga hreyfingum og er tilfinningin mjög kælandi og góð. Sérstaklega eftir að maður skrúbbar húðian vel. Kremið inniheldur koffín og nauðsynlegar fitusýrur sem gera húðina ómóstæðilega. Fæst í Loccitane.

Processed with VSCO with f2 preset

The Body Shop Pinita Colada Sturtugel
Sumarlínan hjá The Body Shop færir manni sumarið heim í sturtu og hef ég (og Harry) verið að nota sturtusápuna úr línunni síðastliðnar vikur. Lyktin er hreint út sagt sumarleg og er maður samstundis mættur á sólarströnd með kokteil í hönd. Sturtusápan frá the Body Shop inniheldur enga sápu og er ég afskaplega hrifin af því þar sem ég er með ofnæmi fyrir flest öllum sápum og fýla þess vegna sturtugelin frá versluninni mjög vel. Ég er strax búin að næla mér í aðra flösku af henni vegna þess að það er alveg típískt að mig langi í meira þegar línan er orðin uppseld. Fæst í The Body Shop.

Davines Hair Refresher Þurrsjampó
Ég er með mjög sterkar skoðanir þegar það kemur að þurrsjampóum og ætla að segja ykkur frá tveimur mjög ólíkum í þessari færslu. Þetta þurrsjampó frá Davines nota ég í þeim tilgangi að líða eins og hárið mitt sé hreint. Sérstaklega eftir æfingu eða á milli þvotta. Tilfinningin er æðisleg og eru fá þurrsjampó sem láta mér líða eins og þetta. Það er ekkert hvíttduft eftir í kolsvarta hárinu mínu sem er enn stærri kostur. Ég vildi helst óska þess að þetta væri til í svona fimm sinnum stærri umbúðum þar sem ég á líklegast eftir að klára þetta alltof alltof hratt. Ég reyni að halda aftur á mér og reyni að nota einungis þegar þess er þörf.  Fæst á hárgreiðslustofum.

Herbivore Botanicals Blue Tansy AHA + BHA Resurfacing Clarity Mask
Eitt af mínum uppáhaldsmerkjum sérhannaði þennan skemmtilega bláa maska sem inniheldur bláa tansy olíu ásamt AHA + BHA ávaxtasýrum sem hreinsa yfirborð húðarinnar og gera það silkimjúkt. Allar vörurnar sem Herbivore hannar og þróar eru hágæða vörur sem innihalda engin skaðleg efni, eru vegan og eru ekki prófaðar á dýrum. Ég kemst ekki yfir það hvað ég er hrifin af þessu skemmtilega merki sem fæst inn á Nola.is og hvet ykkur til að skoða það enn frekar. Fæst á nola.is

Maria Nila Dry Shampoo
Hér er allt öðruvísi þurrsjampó á ferð en þetta þurrsjampó nota ég í raun sem texturizing spray þar sem það gefur hárinu mikla áferð og mikið volume. Ég fæ ekki beinlínis þessa hreinutilfinningu en nota eg þetta í mjög mikilvægt verkefni en það er að gefa hárinu áferð áður en ég festi það í flugfreyjugreiðsluna sem þarf að endast í 12 klst. Spreyjið er frábært í það verkefni og á ég það einnig í minni ferðaumbúðum sem eru komnar til að vera í flugfreyjutöskunni í sumar. Áður en ég geri nokkuð við hárið spreyji ég þessu yfir það allt og haldast greiðslurnar miklu miklu betur. Fæst á hárgreiðslustofum.

Vörurnar verða ekki fleiri í þessari löngu laugardagsfærslu en þetta eru vörur sem ég mæli mikið með og hvet ég þig eindregið til að prófa ef að þú sérð eitthvað hér sem heillar eða heldur að henti þér. Vörurnar eru bara allar svo spennandi og skemmtilegar og finnst mér alltaf jafn gaman að segja ykkur frá vörum.

Comments

  1. June 11, 2016 / 17:38

    Takk fyrir að ráðleggja mér að prufa Maria Nila sjampó, næringu og olíu. Ég hef alltaf verið í vandræðum með að nota svona bauty sjampó vegna innihaldsefna þeirra. Núna fæ ég að vera dama og nota alvöru sjampó (ekki prófað á dýrum) í stað þess að nota head and shoulders eða lyfjasjampó. Það var bara hundleiðinlegt en hvað átti maður að gera. Nú líður mér vel eftir hárþvott og hrossahárið mitt er svo mjúkt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?