STELLA EAU DE TOILETTE


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/stella-eau-de-toilette/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

stella

STELLA EAU DE TOILETTE

Byrjum á byrjuninni, eigum við aðeins að tala um þessar umbúðir. Að sjálfsögðu er það innihaldið sem skiptir máli en bíðum bara aðeins. Fölbleikar, með gulli og doppum, hugsanlega leiðin að hjarta mínu. Ahh, þvílík fegurð. Gæti skrifað heilan þúsund orða pistil bara um umbúðirnar og hönnun hennar. Ég mynda sko aldrei kassa utan af vörum eins og þið hafið kannski tekið eftir þar sem mér finnst tómir kassar ekkert spes en ég þurfti að hugsa mig tvisvar um þegar kom að kassanum utan af Stellu ilmvatninu þar sem hann var jafnvel fallegri en glasið. Okay ekki alveg fallegri en glasið, en virkilega fallegar þó! Síðan ég var lítil stelpa og bókin Lítil Prinsessa var uppáhalds bókin mín hefur mér alltaf þótt fallegt að raða upp ilmvatnsglösum. Safna fallegum glösum eins og þau séu lítil listaverk. Mér líður eins og ég sé hefðarfrú. Á kopar bakkanum mínum geymi ég öll ilmvötnin mín sem eru jú orðin ansi mörg. Á morgnanna stend ég síðan fyrir framan bakkann og gríp í uppáhaldið. Oft er það sama ilmvatnið en nýverið kláraði ég uppáhalds vetrar ilminn minn. Nú er komið vor og ætla ég að vera ferskari og kvenlegri með vorinu. Þessi ilmur frá Stella McCartney er sko falleg viðbót á bakkann minn.

Ilmurinn er léttari en Eau De Parfum sem ég á fyrir en hef ekki notað mikið. Þó að mér finnist ilmurinn æðislegur þá var hann of sterkur fyrir mig. Ilmirnir frá Stella McCartney er svolítið kynþokkafullir og er þessi jafnvel kvenlegri en sá fyrri. Ilmurinn opnast á toppnótum ferskrar mandarínu og frosinnar sítrónu sem jafnaðar eru út með vatnskenndum tónum fresíu þannig að keimurinn verður mildur og daggarkenndur. Við kvenlegt hjartað með kjarna búlgörsku rósarinnar sem kemur í stað rósartónanna í Eau De Paarfum. Stökk fjólblöð og fínleg blómblöð bóndarósarinnar skapa ferskan blæ. Amberkeimurinn í grunninum gefur ilminum síðan djúpan og þokkafullan undirtón. Þessi ilmur verður vorilmurinn minn!

Mmmmm…ég vildi óska þess að þið gætuð lyktað af honum í gegnum tölvuskjáinn.
Untitled-11
Vöruna sem fjallað er um fékk greinarhöfundur senda sem sýnishorn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?