Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/spurningar-svor/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17
Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Varaliturinn sem allir eru að spyrja um, Anna frá NARS
SPURNINGAR & SVÖR
Það var nokkuð gaman hjá mér á föstudag að svara öllum spurningunum sem ég fékk á Snapchat og lofa að hafa svona dag aftur. Fyrir ykkur sem voru ekki að fylgjast með eða eruð ekki með Snapchat þá eru hér meirihluti spurningana.
Vertu með næst og fylgstu með á Snapchat, finnur mig undir nafninu thorunnivars
1. Sporthúsið eða World Class? Af Hverju?
Ég eeelska Sporthúsið en ég færði mig yfir vegna þess að vinkonur mínar voru í World Class og það var eiginlega vitleysa að æfa í Sporthúsinu þegar ég var flutt í Reykjavík. World Class er með miklu fleiri stöðvar og get ég æft næst heimilinu. Sporthúsið var snilld þegar ég bjó 5 mínútum frá því.
2. Ertu að leigja og hvar?
Já ég er að leigja íbúðina sem ég bý í í Bryggjuhverfinu, ég þekki hana mjög vel sem á hana og mun segja ykkur um leið þegar hún fer mögulega á sölu einn daginn.
3. Af hverju á hundurinn þinn ekki heima hjá þér?
Ég bý í fjölbýlishúsi þar sem bannaðir eru hundar (samt eru allir með hund). Cosmo býr hjá foreldrum mínum í Garðabæ þar sem hann hefur alltaf átt heima og ég held að honum líði best þar. Með garð og sér herbergi, haha.
4. Er Ívar Guðmunds pabbi þinn?
Nei því miður – ef hann væri það væri ég örugglega mun massaðari
5. Hvað heitir hundurinn þinn?
Cosmopolitan-Kramer Mánason kallaður Cosmo og Músi
6. Hvar sérðu þig eftir 5 til 10 ár?
Á mjög erfitt með að ímynda mér það
7. Ertu að vinna eða í skóla?
Ég er bæði að vinna í Vila og í skóla og að reka síðuna mína
8. Hvað heita foreldrar þínir?
Pabbi minn heitir Ívar og mamma mín Arnheiður
9. Hvað áttu mörg systkini?
Ég á fjögur systkini, 3 hálf og eitt alsystkini og ég er lang yngst
10. Hvað færðu þér oftast í morgunmat?
Undantekningarlaust Cheerios með fjörmjólk og búin að gera í yfir 20 ár!
11. Hver er besti þjálfarinn og æfingafélaginn?
Klárlega, Birkir Vagn einkaþjálfari í World Class og Kristín Helga vinkona mín
12. Hvað ertu gömul?
25 ára, verð 26 4. sept
13. Hvaða skólum hefuru verið í?
Var í 1-10 bekk í Kópavogsskóla, kláraði stúdent af textíl- og fatahönnunarbraut í FG,
flutti til Los Angeles og lærði fatahönnun við FIDM og nú er ég í viðskiptafræði í Háskóla Íslands
14. Hvað er uppáhalds þátturinn þinn?
Scandal, Mad Men, New Girl, GIRLS og fleiri
15. Af hverju ertu ekki að vinna sem fatahönnuður?
Ég hef ekki hugmynd, kannski bara vegna þess að ég elska það sem ég geri núna
16. Hvernig síma áttu?
Ég er nokkuð viss um að ég eigi iPhone 5
17. Hvað er Harry kærastinn þinn gamall?
Harry er 34 ára
18. Hvernig kynntust þið?
Við kynntumst þegar ég týndi bíllyklunum mínum
19. Hvernig held ég heimilinu svona hreinu?
Þessi spurning er efni í heila færslu hér á síðunni, fylgist með
20. Hvaða varalit varstu með þegar þú svaraðir spurningum á Snapchat?
Liturinn heitir Anna og er frá Nars og er úr Audacious línunni þeirra
21. Hvaða varalit varstu með seinna um kvöldið?
Petit Red úr Julia Petit línunni frá MAC
22. Hvað tekur þú í hnébeygju?
Mjög langt síðan ég hef látið reyna á að maxa einhverja þyngd svo ég veit ekki,
það er ekki þungt, haha
23. Hvernig er sjónin þin eftir laseraðgerðina?
Ég er með alveg 100% sjón eftir aðgerðina og aldrei liðið jafn frjálsri
24. Hvernig myndavél notaru?
Ég nota mjög einfalda Canon EOS T3 vél til að taka allar myndir fyrir síðuna
Takk fyrir þetta!
Er fastagestur a sidunni og mjog gaman ad fa ad sja svona personulega hlid a ter 🙂
Takk fyrir það <3