SMOKEY ROSE


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/smokeyrose/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

uppahaldsliturinn minn

SMOKEY ROSE

Já ég er að skrifa bloggfærslu um uppáhalds litinn minn ég hef í raun ekkert betra að gera heima jafnandi mig eftir aðgerð sem ég fór í í gær. Liturinn er nefnilega virkilega áberandi í snyrtivörunum mínum og langaði mig að segja ykkur frá öllum þeir vörum sem ég á í uppáhalds litnum mínum “Smokey Rose” eða mismunandi litatónum af bleikum í bland við fjólublátt og brúnt. Ég uppgvötaði þennan lit þegar ég eignaðist glossinn Beige Nu frá Yves Saint Laurent. Heilu ári seinna er hann búinn og ætla ég strax í næstu viku að tryggja mér tvo aðra svo ég eigi alltaf uppáhalds glossinn minn til á lager. Ekki bara uppáhalds liturinn heldur uppáhalds formúlan og umbúðirnar. Litinn er nefnilega hægt að byggja upp og er ég undantekningarlaust spurð hvaða lit ég sé með. Það besta við þennan lit að hann hentar bæði sumar, vetur vor og haust!

Þessi litur finnst mér alltaf fara mér best eins og kannski sést svart á hvítu þar sem ég kaupi vörur í þessum lit aftur og aftur í mismunandi tónum og í mismunandi snyrtivörum. Ég á tvo kinnaliti í litnum sem mér finnst fegurstir allra. Ég á báða varlitina sem Nars framleiðir í þessum tón bæði ljósari “Antique Rose” er Anita og liturinn “Smokey Rose” eða Anna. Naglalökkin í mismunandi Smokey Rose tónum eru orðin óteljandi en verð ég að segja að Tribale lakkið frá Dior sé í uppáhaldi en það er mikið út í brúnt með smá fjólutón og er ekta ég fyrir haustið. Island Hopping frá Essie er svo líka afskaplega fallegur litur við hvað sem er en ég elska að hafa varirnar smá í stíl við naglalakkið. Ekki alveg eins en í sama tón. 

Jæja ég ætla að ljúka þessari skringilegu færslu þar sem ég segi ykkur frá uppáhalds litunum af uppáhalds vörunum mínum en ég á margar af þessum vörum í öðrum litum. Lífið er samt ekki bara varalitir elsku lesendur þar sem ég ætla að biðja ykkur að vera þakklátar fyrir lífið og heilsuna.  Ég er að jafna mig heima eftir aðgerð sem ég fór í gær sem gekk mjög vel en það sem er framundan er mun erfiðara en síðasta ár hefur verið. Elsku lesendur takk fyrir að vera til staðar fyrir mig og senda mér yfir hundrað kveðjur á Snapchat. Það er mér ómetanlegt.

Nars Velvet Lip Pencil í litnum Walkyrie – Marc Jacobs La Creme í litnum Kiss Kiss Bang Bang – Essie naglalakk í litnum Island Hopping – Dior Naglalakk í litnum Tribale (kemur von bráðar í verslanir) – Nars Audacious Varalitur í litnum Anna – YSL Gloss Volupté í litnum Beige Nu eða 210 – Nars Audacious Varalitur í litnum Anita – Kevyn Aucoin kinnalitur í litnum Helena

Comments

  1. Guðfinna Harpa Árnadóttir
    October 3, 2015 / 21:58

    Sammála. Frábær litur! Innilegar batakveðjur til þín.

  2. Aðalheiður Svavarsdóttir
    October 6, 2015 / 09:28

    Innilegar batakveðjur til þín.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?