SJÓNLAG


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/sjonlag2/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

sjónlag2

SJÓNLAG

Fyrir um það bil 12 dögum síðan ákvað ég að gangast undir laser aðgerð á augum. Ég hef verið með gleraugu siðan í öðrum bekk og var ég því sjö ára þegar við mamma stigum út úr gleraugnabúð. Ég valdi mér fallega rauð gleraugu (ógeðslega asnaleg í dag auðvitað) og man ekki eftir mér öðruvísi en með gleraugu. Meira að segja fjölskyldumeðlimum finnst skrítið að sjá mig án þeirra og móðir mín varla þekkti mig þegar við mættumst á ljósum fyrr í vikunni. Því hafa gleraugu kannski mótað minn karakter. Ég hafði oft hugsað um að fara í laser aðgerð þar sem mamma mín fór í eina og var laus við þykku flöskubotna gleraugun. Samt sat eitthvað í fast í mér og vildi í raun ekki alveg missa gleraugun því mér fannst þau í raun vera partur af mér. En þegar einn virkilega góðhjartaður lesandi hafði samband við mig eftir að hafa lesið nokkrar færslur þar sem ég kvartaði undan því að geta ekki sýnt ykkur nógu vel förðunarmyndir því ég raun sá ekkert þegar ég var að reyna að mála mig.

Ég fór í forskoðun sem tók um það bil klukkustund og hafði ég ekkert lesið mér til um hvernig svona aðgerðir virkuðu og fór í raun mjög blint í ferlið. Það var tekið virkilega vel á móti mér í Sjónlagi og svaraði Ólafur Már augnlæknir öllum mínum spurningum. Eftir klukkustund af allskonar skoðunum komst læknirinn að því að ég hentaði í Femto Lasik laseraugnaðgerð og er Sjónlag eina fyrirtækið á Íslandi sem bíður upp á þessu nýju tækni. Ég sagði bara já já já og var ég spurð að því hvort ég væri tilbúin í aðgerð á þriðjudegi, eftir 5 daga. Þá fór ég í nett panikk en ákvað að gera þetta eins og hvert annað verkefni sem ég tek mér fyrir hendur og veð bara blint út í, bókstaflega.

Síðan rann upp sunnudagur, loks mánudagur sem var yfirfullur af stressi og var ég hársbreidd frá því að hringja og hætta við. Ég fékk mígreni og gat ekki sofið. Já ég get verið örlítið dramatísk en það er kannski eðlilegt þegar maður spáir í því vegna þess að þetta eru jú augun þín. Loks kom þriðjudagur og lögðum við af stað snemma í Sjónlag sem er staðsett í Glæsibæ á 5. hæð og gekk þetta allt mjög hratt fyrir sig. Ég fékk kæruleysislyf og augndeyfingu. Aðgerðin fyrir mér tók marga klukkutíma en í raun var þetta mesta lagi korter. Mér fannst aðgerðin ekkert þægileg og var mikill þrýstingur á augun en hún var fljót að ganga yfir og var enginn sársauki eftir á. Leiðin lá svo heim á leið ýkt ringluð og lagðist ég svo útaf í nokkra klukkutíma. Vaknaði síðan og ég sá. Ég trúði ekki mínum eigin augum og var eiginlega gráti nær. Aldrei svo ég muni hef ég séð með mínum eigin augum.

Eftir aðgerðina er ég alltaf að laga “gleraugun” á nefinu á mér og er alltaf í jafn miklu áfalli þegar ég fatta að ég get bara stígið fram úr rúmminu án þess að setja gleraugun á mig. Að geta farið á klósettið á nóttunni án þess að labba á vegg er draumi líkast og frelsið að æfa og svitna í ræktinni án þess að vera með gleraugu er eiginlega bara snilld. Að stíga út í helli dembu og sjá án þess að þurfa rúðuþurrkur er auðvitað bara fegurð út á fyrir sig og held ég að ég hafi bara notið þess að það hafi ringt allsvakalega í seinustu viku. Lang best finnst mér þó að sofna á bringunni á kærastanum mínum út frá sjónvarpinu án þess að vera með gleraugun. Ég er ekki frá því að það eigi fleiri hlutir eftir að koma í ljós en það eina sem ég get sagt er hvílíkt frelsi! Fyrir pjattrófu eins og mig munar mest að sjá andlitið á mig þegar ég mála mig á morgnanna en vikan er búin að vera frekar erfið maskaralaus en ég er enn að jafna mig og tekur það ágætlega langan tíma að sjá fullkomið en ég er dugleg með augndropana og finn að sjónin er betri með hverjum deginum. Ég er svolítið lurkum lamin í kringum augun en ég er svo himinlifandi ánægð með þessa ákvörðun.

Sjónlag ákvað að bjóða 30 lesendum á ThorunnIvars.is í fría forskoðun og fékk ég endalaus e-mail og fyrirspurnir og komust því miður ekki allir að. Þeir sem komust að fá e-mail frá Sjónlagi í vikunni. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að fara í laseraugnaðgerð að hafa samaband við Sjónlag hér.

Ath. Aðgerðina fékk ég ekki frítt en ég hef heyrt að það sé orðið á götunni. Sjónlag bauð mér í forskoðun ásamt 30 lesendum bloggsins. Ég stefndi alltaf á að fara í aðgerð en frí forskoðun var til þess að ég tók þá ákvörðun að fara í aðgerð og leyfði ykkur að fylgjast með ferlinu.
Untitled-1

Comments

 1. October 8, 2014 / 14:36

  Til hamingju með nýju augun! Fór líka til hans Ólafs í Sjónlag fyrir um þremur árum og sé sko ekki eftir því. Nýtt líf 🙂

 2. Anna Þorleifsdóttir
  October 8, 2014 / 14:42

  Mig hefur dreymt svo lengi um að komast í svona aðgerð! þoli ekki að sjá svona illa.
  Ef ég hefði bara efni á aðgerðinni væri ég löngu farin 🙂

 3. October 8, 2014 / 17:16

  Myndiru mæla með að fólk sem sér ekkert án gleraugna fari í svona aðerð eða bara allir sem nota gleraugu?

  ps. Til hamingju með þetta 🙂

  • October 8, 2014 / 18:17

   Bara alla sem vilja losna við gleraugun- það skiptir ekki hversu slæm sjónin er. Þetta er svo mikið frelsi. Takk fyrir það 🙂

 4. stella
  October 8, 2014 / 20:23

  “Var svo heppin” að vera með -6,75 a baðum augum og bjo i dk i nokkur ar.
  Þar er maður talinn half blindur ef sjonin er verri en minus 6 svo fekk aðgerðina okeypis!!!
  Se ekki eftir eina minutu að hafa farið!!:)
  Til hamingju með frelsið:)

  • H. Birta
   October 9, 2014 / 16:02

   vá hvað það er næs! Ég er einmitt búin að vera með gleraugu síðan ég man eftir mér og er með meira en -6 á báðum… ohh af hverju er ég ekki dönsk. Ef það er eitthvað sem mig dreymir um þá er það að komast í laser. Þessi gleraugu eru að eyðileggja líf mitt! Hljómar dramatískt en er satt!! Mér finnst ég ekkert geta gert, þau eru alltaf fyrir og hamla mér í öllu. Og ég get ekki tekið þau af mér í neinum kringumstæðum því ég sé bara ekki neitt.
   En miðað við ástandið hérna þá sé ekki fram á að ég muni hafa efni á að fara í neinni nálægri framtíð :/

 5. October 8, 2014 / 21:50

  Til lukku! Ég fór í svona aðgerð fyrir nokrum árum og það hefur breytt lífi mínu! Fór úr mínus 11 í mínus 1 ! Það er gott að sjá á sjampóbrúsana í sturtunni og allt annað að fara í sund! …svo eitthvað sé nefnt 🙂

 6. Gunnhildur
  October 9, 2014 / 14:54

  Hvenær máttu byrja að mála þig aftur og skella maskara á augun?

  Langaði þig ekkert að hætta við og athuga hvort ekki væri hægt að gera bara annað augað og sjá svo til?

  Ég er alltaf að pæla hvort ég þori – en þetta eru bara einu augun mín og ég er voða smeyk og hef ekki haft kjarkinn til að bóka mig í forskoðun.

  • October 9, 2014 / 15:15

   hahaha ég er byrjuð að mega mála mig, þurfti að bíða í 5 daga.
   Mig langaði rosalega mikið til þess að hætta við þegar hann var búinn að gera eitt auga en fattaði svo að þá þyrfti ég samt ennþá að nota gleraugu svo ég kláraði.

   Mæli með þessu- ég var mjög stressuð líka!

 7. Unnur Flemming
  December 1, 2015 / 11:01

  Snilld að fletta upp í blogginu þínu og lesa um aðgerðina og þína hlið á þessu 🙂 er einmitt að fara upp í Sjónlag á eftir, smá hnútur í malla 😉

 8. Pingback: 2ventilation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?