SENSAI: TVÖFÖLD HREINSUN


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/sensai-tvofold-hreinsun/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

sensai

SENSAI: TVÖFÖLD HREINSUN

Það koma ótal margar vörur inn í baðherbergisskápana mína en það eru fáar sem eru eins ofnotaðar eins og hreinsivörurnar frá Sensai. Ég er heppin að fá að prófa margt en alltaf á maður vörur sem maður fer aftur í vegna þess að þær standa alltaf fyrir sínu. Þannig eru Sensai hreinsivörurnar hjá mér. Ég hef farið í gegnum ótal brúsa af þessum vörum og alltaf kaupi ég mér þær aftur. Á síðasta ári voru vörurnar endur hannaðar og fékk ég að gjöf nýju endurbættu týpurnar. Ég þurfti þó fyrst að bíða og klára gömlu mínar því það væri algjör synd að láta vörur frá Sensai eyðileggjast inn í skáp. Nú hef ég verið að nota þessar nýju í um það bil einn og hálfan mánuð og standast þær allar mínar væntingar. Það besta sem hefur komið fyrir húðina mína er tvöföld hreinsun. Henni kynntist ég fyrir langa löngu og get ég ekki hamrað meira á mikilvægi þess að hreinsa farða fyrst og húðina svo. Ég nota skref 1. öll kvöld þegar ég hreinsa af mér farða og skref 2. bæði kvölds og morgna. Skref 2. er frábært þar sem ég get líka notað það með húðhreinsiburstanum mínum. Freyðir ótrúlega vel og þarf maður minnsta magn í heimi til að hreinsa húðina.

Vörurnar frá Sensai innihalda japanskt silki og verður húðin silkimjúk eftir notkun þeirra. Ég hef aldrei fundið fyrir neinum óþægindum við notkun línunnar og myndi ég segja að þetta væri að mínu mati besta húðhreinsilínan á markaðnum.  Ég hef komið nokkrum vinkonum mínum upp á lagið með að nota tvöfalda hreinsun líka og veit ég ekki betur en að þær séu mjög ánægðar. Ég nota örlítið af vörunum í hvert skipti og duga þær mér sem mánuðum skiptir. Ég er eiginlega hálf hissa á því hvað þær duga lengi þar sem ég nota þær oftar en einu sinni á dag.

SKREF 1: HREINSA FARÐA – CLEANSING BALM

Áður en ég byrjaði að nota Cleansing Balm (einskonar olíusalvi) notaði ég hreinsiolíuna frá þeim en langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég er alveg húkt á því að nota olíur og salva til að fjarlægja farða og bráðnar hann af andlitinu þegar ég nudda olíunni/salvanum inn í húðina. Ég set örlítið af honum í  þurran lófann og nudda höndunum saman og nudda síðan yfir þurrt andltið. Þá finn ég hvernig blotnar upp í farðanum og hann í raun bráðnar af. Ég nudda honum líka yfir augun til að spara mér tíma með augnfarðahreinsinum eftir á. Ég stend yfir vaskinum á meðan á þessu skrefi stendur og skvetti síðan  volgu vatni framan í mig til að hreinsa allt burt. Í þessu skrefi hreinsum við burt allar olíur og endurheimtum hreinleika án þess að pirra húðina.

Það eru til ótal gerðir af skrefi 1. hjá merkinu en ég hef einungis prófað tvö – Cleansing Blam og Cleansing Oil sem ég tel henta mér best. Cleansing milk hentar húð sem er viðkvæm og gelið tel ég henta olíumikilli húð.

SKREF 2: HREINSA HÚÐINA – MILKY SOAP

Eftir skref 1. halda margar konur að þær séu búnar að hreinsa húðina en núna erum við bara rétt að byrja. Nú er allur farði farðinn af og loksins náum við að húðinni til að hreinsa hana almennilega. Ég nota hreinsisápuna frá Sensai sem breytist í mjólk þegar hún blotnar. Ég nudda henni á blautt andltiið vel og vandlega þangað til að ég er fullviss um að allt sé farið. Hana nota ég ekki á augun. Það besta við þessa er að ég get notað hana eins og sér með vatni eða með húðhreinsibursta. Þegar ég fer í sturtu í ræktinni tek ég báðar vörurnar alltaf með mér en heima við nota ég þær með bursta. Í þessu skrefi hreinsum við burt dauðar húðfrumur og undirbúum húðina undir serum og rakakrem.

Það eru einnig til ótal gerðir af skrefi 2. hjá merkinu en ég hef prófað Creamy Soap og Milky Soap sem hentar normal og viðkvæmri. Ég mæli með Foaming Facial Soap og Mud Soap fyrir olíumikla húð.

Eftir þessi tvö skref er húðin svo sannarlega tilbúin fyrir serum og rakakrem en oftast enda ég á augnfarðahreinsi frá Sensai sem ég set í blautan bómul. Þannig tryggi ég að allt sé farið enda er ég mjög viðkvæm í kringum augun. Mér finnst lang best að leggjast á koddann með hreina húð á kvöldin og að farða hreina húð á morgnanna. Þegar ég vakna endurtek ég skref 2 og tryggi að dagkremið mitt smjúgi djúpt inn í húðina. Það er algjör vitleysa að fjárfesta í dýrum kremum ef þú tryggir ekki að húðin þín sé hrein. Virku kremin þín liggja bara efst á skítugri húðinni en að sjálfsögðu viljum við að þau smjúgi djúpt inn í húðina.

Skoðaðu allar vörurnar í línunni hér

Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

Comments

 1. Gauja Hlín
  March 11, 2015 / 11:13

  Verð að prufa þetta 🙂 En hvaða dag- og næturkrem notaru? 🙂

  • March 11, 2015 / 16:02

   Núna er ég að nota Biotherm kremin sem ég fjallaði um um daginn bæði kvölds og morgna…nota Double Serum frá Clarins undir næturkremið 🙂

 2. Unnur
  March 15, 2015 / 16:01

  Mig hefur mjög lengi langað til að prófa þessar vörur en málið er að ég nota Benefit They’re Real maskarann og hann er rosalega leiðinlegur þegar kemur að því að taka hann af, eins og hann er nú annars frábær. Ég var að pæla hvernig nú notar step 1, þú segist nudda yfir allt andlitið og líka augun en ertu þá ekki að nota neitt annað á augun eftir á? Finnst þér augnförðun nást alveg af með skrefi 1? 🙂 Ef ekki værirðu til að deila með mér hvað þú notar til að hreinsa rest?

  • March 15, 2015 / 17:52

   Nei ég nota líka augnfarðahreinsi alveg í endann- mér finnst augnfarði aldrei fara nógu vel af og þegar ég vakna á morgnanna tek ég það allra síðasta sem fór ekki kvöldið áður. Núna er ég að nota augnfarðahreinsinn frá Smashbox og finnst hann algjört æði 🙂 Bleyti bómul með heitu vatni og set smá af hreinsinum í og hreinsa svo vel 🙂

   • Unnur
    March 15, 2015 / 23:10

    Takk kærlega fyrir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?