REVIEW: L’ANZA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/review-lanza/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

lanza

REVIEW: L’ANZA

Þar sem febrúar mánuður er tileinkaður hári hér á síðunni verð ég að standa við mín loforð. Ég ætla að segja ykkur frá þónokkrum góðum kombóum eða tríóum hér á síðunni og er ég búin að gefa mér dágóðan tíma að prófa allt saman. Skáparnir eru gjörsamlega troðfullir af vörum frá hinum ýmsu merkjum. Sumar er ég meira að segja búin að vera prófa mjög lengi. Hér fyrir ofan er svo hægt að finna allar færslunar í hár-mánuði.

Fyrst á dagskrá eru tvær vörur sem ég fékk að gjöf úr æðislegu Keratin Healing Oil línunni frá L’anza. Ég prófaði olíuna líka en hún fær nú sér færslu þar sem ég er búin að nota hana upp á dag. Allar vörurnar í línunni innihalda Keratin Healing Oil og henta öllum hárgerðum. Eins og ég hafði orð á um daginn þá er hárgerðin mín sjaldgæf og langar mig ekkert að fjalla um hér á síðunni vörur sem mögulega tveir lesendur gætu nýtt sér. Heldur vörur sem við getum allar notað. Efnin í vörunum endurnýja mikilvæga framleiðslu keratín próteina svo að hárið verði sterkt og heilbrigt á ný og gefur Phyto IV efni  hárinu raka svo að það verði silkimjúkt.

Ég prófaði bæði sjampó og hárnæringu og er ég bara yfir mig ánægð með vörurnar. Hárið er silkimjúkt og fínt og finn ég að það er jafn þykkt og það var þegar ég var barn. Sjampóið er framleitt án súlfata, parabena og glútein frítt. Hárnæringin finnst mér dásamleg og er eins og sjampóið án allra óæskilegra aukaefna. Hárið mitt silkimjúkt og nota ég lang mest í endana þar sem ég er nýbúin að aflita þá (verð að fara að sýna ykkur góða mynd). Þessar vörur fá klárlega topp einkunn frá mér og hlakka ég til að kynnast enn fleiri vörum frá merkinu. Eina sem mér finnst kannski vera ókostur er að hárið er ágætlega “frizzy” ef ég nota ekki olíuna eftir á en ég kem inn á það von bráðar en mér finnst það vera af öllum sjampóum í dýrari kantinum sem ég hef prófað.

Þú færð vörurnar frá L’anza á eftirtöldum hárgreiðslustofum:
Effect, Onix, Hár Ellý, Aþena, Team Hárstudio, Englahár, TouchUntitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?