POSTCARD FROM ESPAÑA

postcardfromespana

POSTCARD FROM ESPAÑA

Við hjúin skelltum okkur í ferð til Dénia á Spáni í heimsókn til vinafólks í vikunni. Ferðin einkenndist af sól, sandi, sjó og kokteilum. Það er ein besta tilfinning í heimi að koma heim til sín endurnærður eftir gott frí. Sjaldan farið í frí með eins lítið skipulagt (eða ekkert) og verð ég að viðurkenna að hafa sofið til hádegis alla dagana sem ég var hérna. Við flugum út með Wow Air til Alicante of tók við klukkutíma akstur til fallega smábæjarins Dénia. Dénia er ekki mikill ferðamannastaður og fæstir heyrt um hann. Vinafólk okkar býr í fallegu raðhúsi þar sem allt var sko til alls. Ég er ekki frá því að við verðum nokkuð tíðir gestir hér enda auðvelt að komast og fljótlegt að ferðast hingað. Við skemmtum okkur stórkostlega og böðuðum okkur í sól. Ég hef örugglega aldrei verslað jafn lítið en verslaði þó eitthvað smotterí. Nú liggur leiðin heim á leið en við fljúgum í kvöld heim til Íslands. Síðustu vikur hef ég ekki eitt einum heilum degi heima hjá mér og er mjög spennt að komast heim í rúmið mitt. Ferðalagið er þó ekki búið þar sem ég á þó nokkur flug framundan á skránni minni. Síðustu tveir mánuðir hafa einkennst af rosalega miklum ferðalögum og hef ég sjaldan verið í jafn mörgum löndum á fáum dögum. Lærdómurinn hefur setið á hakanum en vonandi róast þetta í byrjun október!

Takk kærlega fyrir okkur Andri, Birta og Carlos!

Save

Save

Save

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *