Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

VAGABOND SAIDE

Þó veðrið leiki okkur grátt þá þýðir það ekkert að maður geti ekki á sig blómum bætt og fengið sér eitt par af extra sumarlegum skóm. Ég elska svona ,,mules” eins og þeir kallast og á eina svarta í skósafninu fyrir. Kolféll síðan fyrir þessum frá Vagabond sem eins og allir aðrir frá Vagabond eru þeir þægilegir og vandaðir. Liturinn kallaði bara á mig en þeir fást einnig í sand lituðu og svörtu. Skórnir eru úr flauelsmjúku rúskinni og er hællinn breiður en ekki of hár. Þeir poppa upp hvaða dress sem er hvort sem að það eru gallabuxur eða síðkjóll í brúðkaup. Ég er búin að nota þá við alveg svartar múnderingar og leyfi þá skæra bleika litnum að njóta sín. Extra sætir líka þegar maður er með fölbleikt eða nude naglalakk á tásunum. Mæli með að kíkja einnig á útsöluna í Kaupfélaginu en þar er að finna fullt af guðdómlegum Vagabond skóm á góðu verði.

Skórnir fást í Kaupfélaginu Kringlunni & Smáralind // og á netinu hér

 

  

 

PREGNANCY PHOTOSHOOT

Fyrir nokkrum vikum lét ég slag standa og ákvað að fara í bumbumyndatöku. Að fara í slíka myndatöku var eitthvað sem ég sá aldrei fyrir mér að gera en þegar ég fann réttu manneskjuna í verkefni var ekki annð í boði. Ég vildi tímalausar, klassískar og kvenlegar myndir sem myndu endurspegla mig og meðgönguna. Þetta magnaða ferli sem kvennlíkaminn gengur í gegnum þegar hann gengur með og á börn. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga myndir frá þessu magnaða tímabili í lífinu og mun ég varðveita þær að eilífu. Ég fékk Elísabetu Blöndal til að taka myndirnar og gerðum við það hér heima en það gerir myndirnar enn persónulegri. Enda fyrsta heimili litlu dömunnar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið Elísabetu með mér í þetta verkefni og stigið svona allhressilega út fyrir þægindarammann. Sjálf takan var mjög auðveld í sjálfu sér þar sem Elísabet stjórnaði alveg ferðinni og leiðbeindi mér og var ég aldrei feimin við að standa næstum kviknakin fyrir framan hana. Ég mæli sérstaklega með því að fá hana í þetta verkefni og er ég strax búin að biðja hana um að koma og taka myndir af okkur fjölskyldunni þegar dúllan lætur sjá sig en mig dreymir um fallegar brjóstagjafarmyndir.

Þið getið haft samband við Elísabetu í gegnum e-mail hér: el.blondal@gmail.com

Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

THE BODY SHOP: ALMOND MILK & HONEY

Það jafnast ekkert á við góða sturtu- eða baðferð og sérstaklega núna á síðasta hluta meðgöngunnar. Mér hefur lengi þótt ómissandi að þurrbursta húðina eða að skrúbba hana með kaktusburstanum frá The Body Shop en núna á meðgöngu er þetta eitt það allra besta dekur sem ég fæ. Best finnst mér að bleyta burstann smá og skella smá skrúbb í hann og nudda svo í hringlaga hreyfingum í átt að hjartanu. Mér finnst húðin vakna við þurrburstun og hef ég passað mig að þurrbursta mig 1-2x í viku á meðgöngu. Með þurrburstun örvum við taugakerfið með því að örva taugaendana í húðinni, blóðflæði eykst og einnig hjálpar þetta til útlitslegta en þurrburstun losar okkur við dauðar húðfrumur og gerir húðina mýkri og bjartari. Eftir þurrburstun er húðin tilbúin í að drekka í sig raka og næringu úr öðrum vörum sem þú notar alveg eins og þegar við skrúbbum andlitið. Þó ég stelist til að bleyta burstann aðeins og setji smá skrúbb þá kemst ég kannski upp með að gera rútínuna oftar. Með burstanum nota ég yndislega skrúbbinn úr Almond Milk & Honey línunni sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi en hann er ótrúlega mildur krem skrúbbur sem að aðstoðar burstann við að losa okkur við dauðar húðfrumur. Húðin verður silkimjúk og glansandi eftir á. Hann inniheldur spænska möndlumjólk og hunang frá Eþíópíu en línan er sérstaklega hönnuð fyrir viðkvæma og þurra húð. Þegar maður er á annað borð í svona dekri finnst mér best að hafa allt í stíl og nota því einnig sturtusápuna á allan kroppinn úr sömu línu þegar ég er búin að bursta hana vel og ef ég væri með baðkar myndi ég líklegast leggjast ofan í Almond Milk & Honey freyðibaðið og njóta. Þar sem ég er einungis með sturtu núna reyni ég að gera sturtuferðirnar örlítið lengri með dekri sem þessu. Þá kemur maður endurnærður út en eftir góða sturtuferð eins og þessa finnst mér yndislegt að bera nýja jógúrt kremið úr línunni á allan líkamann. En þessi gel kennda formúla gerir það að verkum að kremið smýgur hratt og örugglega inn í húðina og getur maður klætt sig í föt um leið. Því fullkomið að taka það með sér í sund eða til að nota eftir æfingu. Létt formúlan veitir 48 stunda raka og er 100% vegan. Ég mæli með því að þið bætið þurrburstun inn í ykkar rútínu en hún er mjög áhrifarík og þið munið sjá mun eftir nokkur skipti. Ég nota burstann á allann líkamann nema andlitið og langt skaftið gerir það að verkum að ég næ að þurrbursta bakið líka.

Kaktus þurrburstinn fæst í The Body Shop – Almond Milk & Honey Sturtusápa, Jógúrtkrem & skrúbbur fæst einnig í The Body Shop

Færslan er unnin í samstarfi við Becca Cosmetics

BECCA COSMETICS FAVORITES

Ég sé það á lesenda tölunum að lesendur eru mjög glaðir þegar ég tel upp uppáhalds vörurnar mínar frá hinum og þessum merkjum. Næst fær eitt af mínum allra uppáhalds förðunarvörumerkjum athyglina en það er merkið Becca sem kom í sölu hér á landi síðastliðið haust. Ég nota svo mikið af vörum frá merkinu dagsdaglega að ég verð að segja ykkur frá þeim vörum sem að mér finnst bera af hvað varðar gæði, endingu og fegurð. Vörurnar eiga það allar sameiginlegt að gefa guðdómlegan ljóma og gefa húðinni fallega áferð. Ég hefði getað gert topp fimmtán lista en ákvað að velja þær fjórar vörur sem ég nota allra mest og sumar hef ég keypt aftur, aftur og aftur.  Becca er ástralskt förðunarvörumerki sem farið hefur hamförum um snyrtivöruheiminn síðast liðin ár og ætla ég nú að telja upp þær vörur sem mér finnst ómissandi. Ég notaði vörurnar í skemmtilega förðun um daginn og hlakka til að sýna ykkur myndirnar úr þeirri töku.

BECCA BACKLIGHT PRIMING FILTER

Það er nú bara smá vandræðalegt að skoða gamlar færslur og sjá hvað ég hef oft mælt með þessum farðagrunni. Það er nú samt alveg ástæða fyrir því en þessi gyllti farðagrunnur gefur húðinni ómóstæðilegan ljóma, fyllir húðina af raka og takmarkar sýnileika fínna lína. Ég nota hann svo mikið að ég get varla talið upp hvað ég er búin að fara í gegnum margar flöskur og svo nota ég heldur ekkert lítið af honum í einu. Finnst hann ómóstæðilegur þegar ég farða mig fyrir eitthvað annað en bara hversdags og finnst hann fallegur undir hvaða farða sem er en ég nota yfirleitt farða sem gefa einnig ljóma. Farðagrunnurinn hennar öllum húðgerðum og lengir tímann sem förðunin helst fín. Fæst hér.

BECCA AQUA LUMINOUS PERFECTING FOUNDATION

Aqua Luminous farðinn frá Becca er mikið notaður bæði einn og sér og einnig nota ég hann mikið til að blanda út í aðra farða þegar ég vil að þeir gefi meiri ljóma. Þetta er nefnilega ljómi í glasi. Ótrúlega áferðarfallegur, léttur farði sem auðvelt er að byggja upp. Ég nota rakan farðasvamp og dúmpa honum á húðina en hann blörrar misfellur en samt fær þín húð að skína á fallegan hátt í gegn. Farðinn hentar öllum húðgerðum en hann gefur miðlungs þekju og fallega ljómandi áferð eins og aðrar vörur frá merkinu. Ég hef hann alltaf við hendina og mæli ég með því að hrissta vel upp í honum áður en hann er notaður. Það þarf örlítið af honum en þægilegar umbúðirnar gera það að verkum að hann endist og endist. Fæst hér.

 

BECCA BE A LIGHT FACE PALETTE

Ég bara verð að segja ykkur frá þessari andlitspallettu frá Becca en ég eignaðist hana nýverið og hefur hún verið í daglegri notkun síðan. Pallettan inniheldur fjóra mismunandi púðurfarða en öll hafa þau sinn sérstakn tilgang. Allir púðurfarðarnir hafa þann eiginleika að slétta yfirborð húðarinnar en þjóna síðan öll einum tilgangi: til að blörra, birta, skyggja og gefa fallegan lit. Örfínar ljómandi púðuragnir gera það að verkum að húðin virkar náttúrulega ljómandi. Í pallettunni er í raun ljós púður farði sem notast á allt andlitið, skyggingarlitur og kinnalitur sem hægt er að leika sér mikið með. Áferð húðarinnar verður ljómandi, frískleg og eiginlega bara guðdómleg. Því miður uppseld í báðum litum.

BECCA SHIMMERING SKIN PERFECTOR

Varan sem merkið er örugglega hvað einna þekktust fyrir. Pressuðu ljómapúðurfarðarnir hafa farið hamförum um snyrtivöru heiminn síðastliðin ár og á ég einn uppáhalds lit sem mig langaði að segja ykkur frá. Ásamt því að segja ykkur að mér finnst engin önnur ljómapúður vera með tærnar þar sem Becca er með hælana. Becca er eins og ég skrifað áðan, meistarar í ljóma og snýst allt merkið um þennan fallega ljóma. Ljómapúðurfarðinn sem ég elska er í litnum Opal og á ég hann bæði í stórum umbúðum og litlum ferða þar sem hann ferðaðist mikið með mér þegar ég var að fljúga. Opal er hið fullkomna gyllta ljómapúður sem ég dusta létt á kinnbein, augnbein, yfir varir og rétt yfir nef. Ljóminn gerist bara ekki fallegri en formúlan er einstaklega fín möluð, mjúk og ljómaagnir aðlaga sig að húðgerð hvers og eins. Fæst hér.

Instagram

2   497
12   829
5623   2009
17   753
613   766
8   813
657   1018
583   797

Looking for Something?