Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

SUMMER RADIANCE WITH DROPS OF YOUTH

Fyrir nokkru síðan fékk ég tækifæri til að prófa nokkrar skemmtilegar vörur frá The Body Shop. Ég hafði prófað hluta af Drops of Youth línunni áður en langaði að minna ykkur á ágæti hennar með færslu. Það er líka gaman að fá tækifæri að fá að skrifa færslur sem henta í raun mismunandi aldri. Ég myndi segja að þessi færsla væri tileinkuð yngri fylgjendum mínum sem eru mögulega að taka sín fyrstu skref í húðumhirðu og vilja nota vandaðar vörur sem fást á góðu verði. Drops of Youth línan frá The Body Shop er fullkomin fyrir allan aldur en sérstaklega þá á milli tvítugs og þrítugs sem vilja viðhalda unglegum ljóma og raka. Ég finn mikið fyrir því að yngri kynslóðin spáir mikið í innihaldsefnum og hvort að vörur séu vegan eða ekki. Drops of Youth línan er 100% vegan og inniheldur þrjár mismunandi gerðir plöntu stofnfruma sem að berjast við fyrstu einkenni öldrunar og verja húðina gegn mengun. Fjórar vörur úr allri línunni bera af en það er mikilvægt að hreinsa, skrúbba og næra húðina og þvi gott að eiga fjórar vörur líkt og þessar. Hér fyrir neðan ætla ég að segja ykkur frá þeim í þeirri röð sem ég myndi nota þær. Línan inniheldur einnig: dagkrem, serum, andlitsvatn og primer.

DROPS OF YOUTH GENTLE FOAMING WASH

Góð húðumhirða byrjar alltaf á hreinsun. Hvort sem þú að notaðir farða yfir daginn eða ekki. Húðfita, mengun og önnur óhreinindi úr umhverfinu safnast
á húðina okkar yfir daginn. Ég byrja á því að hreinsa farða af húðinni og nota síðan þessa hreinsi froðu sem að er virkilega þægileg í notkun. Um það bil tvær pumpur
duga á allt andlitið og vel niður á háls. Hreinsirinn er í formi froðu og því dreifist hann vel um andlitið án þess að þurrka húðina. Húðin verður slétt og mjúk eftir notkun.

DROPS OF YOUTH LIQUID PEEL

Þessa skemmtilegu vöru má nota 2-3 sinnum í viku og notar maður hana á eftir góðri hreinsun sem auka skref. Þessi vara skrúbbar húðina án þess að
erta hana með hörðum kornum en formúlan er einfaldlega þykkur vökvi sem að maður nuddar á húðina í hringlaga hreyfingum. Þá fer maður að finna fyrir
að húðin verður jafnari og sléttari á meðan formúlan fer í einskonar hnökra en formúlan eyðir misfellum og áferð af húðinni sem hefur safnast.  Eftir á er
húðin extra slétt og mjúk og tilbúin í rakagefandi maska.

DROPS OF YOUTH BOUNCY SLEEPING MASK

Ég skrifaði fyrst um þessa vöru þegar hún kom á markað fyrir nokkrum árum síðan. Þetta var fyrst næturmaskinn sem að ég prófaði og hefur mér alltaf líkað
vel við hann. Það er alveg í góðu lagi að nota þennan á hverju kvöldi í litlu magni en ég mæli með að nudda honum vel inn í húðina áður en lagst er á koddann.
Gel formúlan smýgur djúpt inn í húðina og fyllir hún húðina af raka og næringu. Maður vaknar með vel nærða, fyllta og endurnýjaða húð.

DROPS OF YOUTH BOUNCY EYE MASK

Þessi vara er nýjust í línunni og virkilega spennandi en hún er einskonar systkini næturmaskans en þetta er sérstakt nætur augnkrem. Þreytt augu þrá kælingu
og extra raka til þess að hægja á ótímabærri öldrun. Þetta augnkrem er fullkomið til slíks brúks en þreytt augnsvæði lyftist samstundis og virkar frísklegra.
Augnmaskann má nota á hverju kvöldi en ég mæli með að dreifa honum með baugfingri í kringum augnsvæðið og alveg upp á augnbein með mjúkum hreyfingum.

 

Drops of Youth línan fæst í verslunum The Body Shop í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri

Vöruna fékk ég að gjöf

REVIEW: BOBBI BROWN SKIN LONG-WEAR WEIGHTLESS FOUNDATION SPF 15

Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að prófa nýjar snyrtivörur og finnst mér ótrúlega gaman að skrifa sér færslu um vörur eins og þessa hér. Nýjasta farðann úr smiðju Bobbi Brown hefur komið mér skemmtilega á óvart. Ég er búin að nota farðann upp á dag í um það bil tvær vikur núna og get því sagt ykkur frá reynslu minni af honum núna. Mér finnst gott að gefa snyrtivörum dágóðan tíma í prófum en fer það allt eftir eðli vörunnar hvað það er lengi. Nýji farðinn gefur mikla en þó náttúrulega þekju og ágætlega matta áferð sem er jafnframt þægileg, andar og maður finnur ekki fyrir á húðinni. Ég er mikið fyrir farða sem eru fullir af ljómaögnum og miklum raka en þessi er ekkert síðri en þeir þar sem mér finnst hann vera mjög rakagefandi fyrir húðina. Formúlan er líkt og silki og blandast náttúrulega. Einnig inniheldur hún náttúruleg steinefni sem að hjálpa til við að halda olíu í skefjum svo að farðinn haldist eins á húðinni í allt að 16 klukkustundir. Á meðan rakagefandi innihaldsefni líkt og glycerin veitir húðinni raka og líður manni vel í húðinni á meðan maður ber farðann. Aldrei þurr eða stífur.  Ég er alltaf jafn hissa þegar ég lít í spegil á kvöldin og áferð húðarinnar er sú sama og um morguninn. Ég dúmpa honum á með blautum förðunarsvampi og finnst ég fá fullkomna áferð þannig. Það er auðveldlega hægt að nota mikið eða lítið af farðanum til að fá minni eða meiri þekju, fer alltaf eftir því sem maður leitast eftir.  Ég hef verið að vinna með miðlungs þekju og nota gott rakakrem og ljómaprimer undir til að fá hið fullkomna sumarlega útlit. Ég er ekki frá því að ég muni klára farðann upp til agna og fjárfesta í öðrum en hann er kominn til að vera í minni rútínu.

Formúlan inniheldur ekki: parabena, súlföt og pthatalates // Fæst t.d. í Lyf & Heilsu Kringlunni, Hagkaup Smáralind & Make Up Gallery Akureyri

 

Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

NEW IN: SUMMER SNEAKERS

Get nú ekki alveg sagt að ég sé nýbúin að fá mér þessa en ég er búin að þramma á þeim í um það bil mánuð. Vinkona mín skartaði þeim um daginn og kolféll ég fyrir þeim og varð að eignast eins. Hún býr erlendis svo það var í góðu lagi að herma. Var ansi glöð þegar hún minntist á að skórnir væru frá Vagabond sem er eins og þið vitið uppáhalds skó merkið mitt og til allrar hamingju voru þeir fáanlegir hér á landi. Skórnir eru þægilegir, úr leðri og með frönskum rennilás sem að kemur sér vel með stækkandi kúlu framan á sér. Þeir eru flottir við bæði hversdags og sparileg dress og vekja þeir alltaf ákveðna lukku. Stílhreinir og minimalískir eru þeir nefnilega. Flottastir finnst mér þeir við svartar gallabuxur, röndóttan bol og síða svarta þunna kápu en því dressi hef ég klæðst ansi oft síðustu vikurnar. Skórnir gefa vel eftir, eru mjúkir og laga sig að fætinum á stuttum tíma. Ég tók þá með mér erlendis og notaði þá bæði sem ferðaskó og þrammaði á þeim daginn inn og daginn út í hitanum. Þessir fá að minnsta kosti toppeinkunn frá mér eftir að hafa notað þá upp á dag í um það bil mánuð.

Skórnir fást í verslunum Kaupfélagsins en einnig á netinu hér

Gyða Dröfn, Þórunn Ívars, Alexsandra Bernharð, Sigurlaug Dröfn og Sara Dögg (sem farðaði mig fyrir herferðina) – Allar myndir teknar af Sigurjóni R.

ESSIE X THORUNN IVARS PARTÝ

Síðastliðinn miðvikudag fór fram essie x Thorunn Ivars partýið í tilefni samstarfs míns við vörumerkið. Partýið var haldið í fallegum sal á Grand Hótel og boðið var upp á glæsilegar veitingar og var það matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sem töfraði fram skemmtilegt hádegishlaðborð af smáréttum. Einnig var boðið upp á frískandi rósavín, Rosa dei Masi og Kristall fyrir okkur með barn undir belti. Húsið fylltist af stórglæsilegum konum sem komu til að gleðjast með mér. Þetta er í ekki í fyrsta skipti sem að essie vinnur svona náið með bloggara en þetta er í fyrsta skipti sem einhver hefur verið valinn hér á landi. Það er mér sannur heiður að hafa verið valin í þetta verkefni ef þrotlaus vinna við síðuna og aðra samfélagsmiðla getur stundum skilað sér til manns á skemmtilegan hátt sem þennan. Það var ótrúlega gaman hve margir sáu sér fært að mæta að fagna með mér og ætla ég að leyfa myndunum að tala. Salurinn var óaðfinnanlegur en essie teymið sá svo sannarlega um sína konu og var ég í skýjunum með heildar útkomuna á öllu saman. Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með framhaldinu en það verður nóg að gera hjá mér og essie teyminu á komandi ári.

Ég klæddist kimono kjól frá Zara, svörtum gallabuxum og Vagabond hælum

Gestir fengu að velja sér uppáhalds lökkin sín úr Favorite Nudes línu essie og fóru með heim í fallegum gjafapoka

Ég ásamt vörumerkjastjóra essie á Íslandi, Ernu Hrund Hermannsdóttur

Boðið var upp á handsnyrtingu og gengu gestir út með nýlakkaðar essie neglur

Ester Ósk Steinarsdóttir (sem sér um neglurnar mínar) ásamt Pálmey Kamillu Pálmadóttur

Gleðin var svo sannarlega við völd í partýinu

Samfélagsmiðladrottningarnar Thelma Dögg Guðmundsen, Guðrún Helga Sortveit, Kolbrún Anna Vignisdóttir & Anna Bergmann

Tanja Ýr, Sigurlaug Dröfn og Lína Birgitta

Stórglæsilegur salur, Háteigur á Grand Hótel

Ég, Fanney Skúladóttir, Sóllilja Sigmarsdóttir & Guðrún Helga Sortveit

Íris Hauksdóttir & Margrét Björk frá Vikunni

Úlfar Finnbjörnsson stoltur við veisluborðið

Við Alexsandra Bernharð

Takk fyrir mig!