NEW IN: BOLIA SAGA ARMCHAIR

Fyrst langar mig aðeins að afsaka fjarveru mína síðustu vikur en margt hefur drifið á daga mína en núna er ég stútfullt af orku og langaði að sýna ykkur nýjustu kaupin. Fyrir þó nokkru síðan tók ég þá ákvörðun á sérpanta mér hægindastól í sólstofuna. Mig dreymdi um að eignast fallega mublu þar inn en rýmið var lítið notað eins og það var áður en þar sem ekki var hægt að setjast niður og njóta þess. Ég var búin að skoða marga hægindastóla og litla sófa en komst síðan að því að það væri líklegast hentugast að kaupa góðan hægindastóll til að sitja í og sötra kaffi í á morgnanna eða rugga óværu ungbarni í svefn og gefa brjóst. Ég var heltekin af Saga hægindastólnum frá Bolia sem fékkst í Snúrunni og ákvað að panta mér 1 + skemtil úr fallegu dökkgráu velúr efni. Bolia er danskt hágæða húsgagnavörumerki sem býður upp á tímalausa hönnun. Núna verður sólstofan miklu meira notuð og beint fyrir framan mig blasir útsýnið. Núna er hægt að segja að ég sé loksins búin að innrétta sólstofuna en þetta skemmtilega rými hefur komið mér svo mikið á óvart og hvað það er gaman að gera það fínt. Það er hægt að sérpanta sér Saga hægindastólinn í Snúrunni í trilljón útgáfum og mæli ég með að kíkja til þeirra og koma við efnisprufurnar. Ég ákvað að taka hann í mjúka velúrefninu Velva og í litnum Dark Gray en hægt er að skoða ótal útfærslur á Bolia.com hér. Ég er í skýjunum með nýjustu kaupin en þessi mubla mun fylgja mér um ókomna tíð.

Bolia Saga Hægindastóll fæst í Snúrunni // Bolia Saga Skemill fæst í Snúrunni // Púðinn fæst einnig í Snúrunni

Færslan er unnin í samstarfi við Petit

PREPPING FOR BABY

Ég stóðst bara ekki mátið en svona karfa hefur verið á óskalistanum lengi en í hverri heimsókn í verslunina Petit hefur löngunin orðið meiri og meiri. Ég vissi að ég yrði slæm þegar loksins kæmi að þessu hjá mér en ég er í essinu mínu að gera og græja fyrir frumburðinn. Ég myndi flokka þetta sem nýtt áhugamál. Ég hef séð ótal ungbörn kúra sig í þessum fallegu körfum en það er eitthvað við þær þegar þau eru ogguponsu lítil. Ég var því að eignast eitt stykki en ég gat ekki hamið mig og myndaði hana fyrir ykkur. Körfuna er hægt að kaupa eina og sér í Petit en síðan getur maður keypt áklæði í lit og leikið sér að semsetningum að vild. Með áklæðinu kemur lak á dýnuna og fallegt teppi. Efnið er úr 100% bómull og er guðdómlegt viðkomu. Nú dreymir mig um sængurföt í sama efninu frá Numero 74 (þessi hér). Karfan er kannski ekki bráð nauðsyn en falleg er hún og þægilegt er að hafa hana frammi í stofu hjá sér þegar litla krílið sefur. Það er eitthvað við körfuna sem er svo draumkennt, hreinlegt og fallegt. Það er líka mjög sniðugt að hafa babynest ofan í körfunni fyrst um sinn en síðan verður karfan líklegast notuð undir dót þegar snúllan vex upp úr henni. Síðan er hægt að kaupa sérstakan stand sem gerir körfuna að vöggu (úr furu hér og hvítur hér).

Moses Basket fæst hér // Áklæði frá Numero 74 hér // Púðar frá Numero 74 hér // Kanínu leikfang frá Konges Slojd hér

Færslan er unnin í samstarfi við Estée Lauder

MY TOP LIST: ESTÉE LAUDER

Frá því að ég man eftir mér voru vörunum frá Estée Lauder stillt upp inn á baði og man ég sérstaklega eftir brúnuflöskunni með töfradropunum sem mig langaði alltaf að stelast í. Estée Lauder er eitt af þeim merkjum sem hafa staðist tímans tönn og eru vörurnar alltaf jafn viðeigandi. Ég þekki merkið einstaklega vel og fékk það skemmtilega verkefni að velja mínar fimm uppáhalds vörur og deila þeim með ykkur í tilefni Estée Lauder daga í Lyfju dagana 31.maí-4.júní. Í tilefni dagana er boðið upp á 25% afslátt ásamt veglegum kaupauka ef að verslað er fyrir meira en 7.900. Í kaupaukanum leynast 7 ómótstæðilegar vörur ásamt snyrtibuddu frá merkinu. Því er um að gera að nýta sér það og kaupa vörur sem þurfa alltaf að vera til. Ég ætla að segja ykkur frá í stuttu máli af hverju ég valdi þesssar fimm vörur en þær eiga það sameiginlegt að vera einar af þeim allra vinsælustu frá merkinu í heiminum. Estée Lauder fáanlegt í Lyfju Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi og á netinu hér.

DAYWEAR TINTED RAKAKREM

Er litað dagkrem sem ég hef stolist í hjá mömmu síðan ég byrjaði fyrst að farða mig. Gefur húðinni einstaklega fallega og ljómandi áferð. Formúlan er einstök
að mínu mati en hún aðlagar sig að þínum húðlit og gefur þér náttúrulegt en frísklegt útlit. Þetta krem nota ég þegar ég vil ekki farða mig neitt en vil
samt að ég sá kannski ögn frísklegri með smá lit í andlitinu. Þegar kremið kemst í snertingu við hita húðarinnar birtist liturinn.

ADVANCED NIGHT REPAIR POWERFOIL MASK

Einn skemmtilegasti sheet maskinn á markaðnum en þessi silfurmaski endurstillir húðina og gefur henni allan þann raka sem hún þarf með þessum
æðislega maska. Ég á alltaf nokkur eintök til og nota þegar mér finnst húðin þurfa á smá boozt-i að halda. Maskinn er stútfullur af Advanced Night Repair
dropunum og maskann leggur maður á húðina og sér álfilman til þess að ekki einn dropi fari til spillis en álfilman stuðlar einnig að því að droparnir fari hratt
og örugglega inn í húðina. Droparnir vinna að því endurbæta hana og gefa henni raka. Ég leyfi þessum maska að liggja á húðinni í 10-20 mínútur
og set fæturnar upp í loft á meðan hann fær að vinna.

ADVANCED NIGHT REPAIR DROPAR

Ein frægasta snyrtivara í heimi eru Advanced Night Repair droparnir frá Estée Lauder en þið hafið örugglega tekið eftir þessu glasi áður. Droparnir draga úr
einkennum ótímabærrar öldrunar og inniheldur einnig efni sem að hámarkar upptöku raka húðarinnar. Ég ber dropana á mig fyrir nóttina og sjá þeir um a
ð húðin fái allan þann raka sem hún þarf á meðan ég sef. Ég ber þá á hreina húðina og set svo annað hvort næturmaska og næturkem yfir.

DAYWEAR RAKAKREM

Bara ilmurinn af þessu kremi fær mig til að segja aaahhh en þetta unaðslega og mjúka rakakrem er ómissandi í snyrtibudduna. Það dregur úr ótímabærum
einkennum öldrunar á borð við fínar línur og þreytta, líflausa húð og gefur 24 stunda raka. Ásamt því inniheldur það “Super Anti-Oxidant Complex”
líkt og aðrar vörur í DayWear línunni ásamt Broad Spectrum sólarvörn og þess vegna fer maður vel verndaður út í daginn eftir að hafa borið kremið á.

NIGHTWEAR RAKAKREM

Nætur útgáfan af dagkreminu sem hjálpar húðinni að vinna úr þeim áhrifum úr umhverfinu sem hún verður fyrir yfir daginn. Kremið vinnur á endurnýjun á yfirborði
húðarinnar og minnkar húðholur. Gefur mikinn raka sem endist alla nóttina og er það einstaklega gott yfir Advanced Night Repair dropana. Kremið er ríkt af
andoxunarefnum og vítamínum og er drjúgt en jafnframt líður manni ekki eins og maður sé með þykkt lag á húðinni. Kremið hefur róandi áhrif á húðina og líður manni
einstaklega vel í húðinni eftir að það hefur verið borið á.

 

1.Þrír stuttermabolir saman hér 2. Bleikur toppur hér 3. Röndótt þunn peysa hér 4. French Bulldog náttföt hér

ASOS MATERNITY WISHLIST

Í kringum miðja meðgöngu pantaði ég mér síðast meðgöngufatnað á Asos og það kom mér mikið á óvart hvað ég hef notað fötin mikið. Nú er eiginlega komið að því að ég er farin að geta notað færri flíkur úr fataskápnum og þarf að bæta nokkrum við svo að ég sé ekki alltaf í því sama. Þetta er það sem er á óskalistanum í augnablikinu en þægileg föt er í uppáhaldi en sætur toppur eins og þessi bleiki kæmi sér vel þegar maður er að fara eitthvað út. Keypti mjög sætan svartan topp síðast sem ég hef notað mjög mikið enda fullkominn við vaxandi kúlu. Daman er í þvílíkum vaxtarkipp og það er orðið erfiðara að klæða sig en það hjálpar mér að eiga nokkrar góðar flíkur sem henta meðgöngunni og get raðað saman við annað úr fataskápnum. Á næstu vikum deili ég síðan með ykkur þeim vörum eða fatnaði sem mér hefur þótt ómissandi frá 16 viku.