Flíkina keypti ég mér sjálf.

NEW IN: GANNI CARLTON GEORGETTE

Við vinkonurnar erum staddar í Stokkhólmi í helgarferð og að sjálfsögðu þurfti ég að gera mér ferð í verslunina Ganni. Ég reyndi reyndar að gera allt til þess að fara ekki vegna þess að ég vissi að ég myndi labba út með einhverja flík frá merkinu en það er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi gullfallegi kimono varð að sjálfsögðu minn eftir heimsóknina. Flíkurnar eru hver annarri fallegri en þessi átti hug minn allan. Fullkomið snið og litapalletta fyrir mig en grænn er einn af mínum uppáhalds litum. Kimonoinn er hægt að nota á svo marga vegu, svona lokaður eins og á myndunum yfir þunnan bol eða opinn við eitthvað annað. Það var ekki annað hægt en að mynda hann í þakglugganum á the Haymarket en þar dveljum við stöllur hér í Stokkhólmi. Endilega fylgist með ferðalaginu á Instagram og Snapchat @thorunnivars

Ganni vörurnar fást í versluninni Geysi á Íslandi

ASOS HOLIDAY WISHLIST

Okay það verður að viðurkennast að það styttist óðfluga í hátíðarnar. Ég elska að klæða mig upp í kringum jól og áramót en þá fær örlítið meira glingur að ráða ríkjum. Satín samfestingar, allskonar toppar og þykkar hlýjar kápur til að hafa fyrir sig verða að vera til taks fyrir veislurnar og partýin. Í tilefni þess að það er 20% afsláttur af öllu inn á Asos langaði mig að sýna ykkur þær fjórar flíkur sem mættu alveg verða mínar fyrir hátíðarnar. Það er mikið um háglans plast flíkur núna og langar mig bæði í pils eins og þetta hér og jakkann á myndinni (hér). Báðar flíkurnar eru frá sænska merkinu Ivyrevel en flíkurnar eru nú fáanlegar inn á Asos sem einfaldar kaupin fyrir okkur íslendinga til muna. Hlý og extra síð kápa frá breska merkinu Whistles mætti svo sem alveg verða mín í kuldanum í vetur. Með kóðanum OCTOBER færðu 20% afslátt af öllu inn á Asos

Satín samfestingur hér // Leðurlíkis jakki hér // Whistles vetrarkápa hér // Toppur hér

Færslan er unnin í samstarfi við L’Occitane

#THORUNNIVARSMADEMELOCCI

Ást mín á frönsku húð, líkams og heimilisvörunum frá merkinu L’Occitane dvín ekki. Í forgrunni í þessari færslu er fyrsta varan sem ég kynntist frá merkinu og það eru komin þó nokkur ár síðan. Þetta er sú vara sem allir ættu að prófa fyrst frá merkinu að mínu mati og þá er ekki aftur snúið. Hún er í einu orði sagt guðdómleg en þessi unaðslega baðsápa umvefur líkamann með mjúkri möndluolíu og maður stígur út úr sturtunni með nærða og gljáandi húð. Guð má vita númer hvað þessi flaska er en mér finnst ómissandi að ein flaska af möndlusápunni sé á baðkarsbrúninni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hve dásamleg hún er en það eru aðrar vörur frá merkinu líka. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa tekið eftir að ég í gegnum tíðina hef ég alltaf verið með vörur frá merkinu í reglulegri notkun. Þegar L’Occitane hafði samband við mig og bauð mér að vinna í samstarfi við þá var ég ekki lengi að segja já. Í versluninni um helgina, frá föstudegi og út sunnudag eru allar uppáhalds vörurnar mínar frá merkinu á 15% afslætti og mæli ég með þvi að þú gerir þér heimsókn og skoðir vöruúrvalið (það er aldrei of snemmt að byrja að versla jólagjafir). Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur ýtarlega frá þeim vörum sem ég valdi sem mínar uppáhalds (treystið mér það var ekki auðvelt).

LAVENDER PILLOW MIST

Hvar á ég að byrja? L’Occitane sérhæfir sig í því að blanda saman réttu ilmkjarnaolíunum til að fá bestu útkomuna. Koddaspreyið inniheldur
100% náttúrulegan ilm sem þú getur notað til að spreyja yfir rúmfötin til að skapa róandi andrúmsloftið og hjálpar líkamanum að slaka á og
undirbýr hann fyrir nóttina. Koddaspreyið inniheldur lavender, bergamot, sæta appelsínu og geranium. Færsla hér.

ALMOND SHOWER OIL

Fyrsta varan sem ég prófaði frá merkinu sem gerði það að verkum að ég kolféll fyrir þvi. Mér hefur fundist ómissandi að eiga
eina flösku á baðkarsbrúninni í mörg ár en möndlulolíusápan hreinsar líkamann á mildan og áhrifaríkan hátt og nærir húðina
með möndluolíu. Þegar olían kemst í snertingu í vatn breytist hún í fíngerða froðu sem hreinsar líkamann.
Möndlur er þekktar fyrir eiginleikann sinn að næra húðina og verður hún gljáandi guðdómleg eftir notkun.

LAVENDER BUBBLE BATH

Ég hef lengi verið þekkt fyrir ást mína á Lavender blóminu og hvað þá baðferðum. Lavender freyðibaðið frá
L’Occitane sameinar tvo hluti sem ég elska. Heit og róandi baðferð eftir langan dag til að láta líða úr líkamanum alla þreytu
er ómissandi fyrir dekurrófur eins og mig. Það er fátt betra en að leggjast á  koddann eftir afslöppun sem þessa.
Það er sko ekki tilviljun að freyðibaðið sé ein vinsælasta varan í versluninni.

PEONY MAKEUP REMOVER

Peony andlitslínan er mín uppáhalds í versluninni en það er eitthvað við ilminn sem er svo dásamlegt. Þegar þessi vara kom
á markað varð ég að prófa hana en þetta er skemmtilegur farðahreinsir í gelformi sem er ótrúlega auðveldur í notkun.
Hann skilur húðina eftir silkimjúka án þess að gera hana olíukennda eða feita.

ALMOND DELICIOUS PASTE

Á köldum vetrardögum þegar húðin kallar á raka er fátt betra en að skrúbba hana aðeins með möndluskrúbbinum.
Þessi inniheldur kramdar möndlur og sykur sem skrúbbar yfirborð húðarinnar og gerir hana tilbúina fyrir nærandi rakakrem.
Mér finnst gott að nudda þessum með hringlagahreyfingum yfir allan líkamann.

Kíktu við í L’Occitane á fyrstu hæð Kringlunnar um helgina. Tuttugu fyrstu sem mæta og versla eina af þessum vörum eiga von á litlum glaðning.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Lín Design

MY BEDROOM

 Í þessari færslu ætla ég að leyfa ykkur að skyggnast inn í svefnherbergið mitt en það er ekkert betra en að skríða upp í rúm og undir sæng sem klædd er dúnmjúkum sængurfötum. Svefnherbergið er minn griðarstaður en það á það til að gleymast í öllum hamaganginum en þetta er sá staður heimilisins sem skiptir örugglega hvað mestu máli. Því hvað er mikilvægara en góður nætursvefn eftir langan vinnudag. Herbergi eins og stofur og eldhús fá yfirleitt meiri athygli vegna þess að það er staðurinn sem annað fólk sér hvað oftast. Ég get dúllað mér við að gera svefnherbergið mitt fínt daginn inn og út og skiptir það miklu máli að þar að andrúmsloftið sé afslappað. Ég kýs að velja dekkri liti en ég geri annarstaðar á heimilinu.  Mér finnst ég hvílast betur þegar herbergið er klætt dökkum ríkulegum efnum sem eru mjúk viðkomu. Ég hef lengi vel valið að nota sængurfötin frá Lín Design en merkið hannar og framleiðir vistvæn sængurföt úr sérvalinni bómul sem bæði endast vel og er áferðarfalleg.

Eftir smá umhugsun ákvað ég að stíga út fyrir þægindarammann og ákvað að fara úr hefðbundu hvítu sængurfötunum yfir í fallega milli grá sem að gera svo mikið fyrir herbergið. Þeim er hægt að snúa á tvo vegu en á annarri hliðinni eru þau skreytt með fallegum gylltum laufkrans sem tónar vel við önnur gyllt smáatriði í herbergi og á hinni eru þau einlit. Laufkrans sængurfötin frá Lín Design eru saumuð úr sérvöldum Pima þráðum sem veita einstaka mýkt og hlýju. Þessi einstaka bómullarblanda hefur verið í þróun síðastliðin 10 ár og er hönnuð til þess að mýkjast með notkun. Þræðirnir eru langir og þurfa því lengri tíma til að mýkjast en að lokum verða þetta mýkstu sængurföt sem þú hefur prófað. Ég tala af reynslu en ég hef sofið á sængurfatnaði frá Lín í yfir 10 ár. Svefnherbergið okkar er mjög lítið en það þýðir ekki að það sé ekki auðveldlega hægt að dressa það upp á fallegan máta og láta manni líða eins og maður sé staddur á fimm stjörnu hóteli á hverju kvöldi. Velúrpúðarnir og rúmteppið gera það nefnilega að verkum að herbergið virðist ríkulegt og notalegt. Svo er miklu skemmtilegra að búa fallega um rúmið þegar rúmfötin og púðarnir eru fallegir en ég hef lengi haft það fyrir reglu að búa alltaf um. Það er ekkert betra en að skríða upp í á kvöldin í þessu afslappaða umhverfi sem ég hef búið mér til.

 

Ég mæli með því að gera sér ferð í verslun Lín Design Smáratorgi en þá geturu komið við öll sængurfötin og fundið hvað hentar þér best.

Laufkrans sængurföt frá Lín Design hér – Velúr púðar frá Lín Design hér