Náttfötin keypti ég mér sjálf.

NEW IN: OYSHO BUNNY PAJAMAS

Afsakið, en hvað er ég búin að deila með ykkur mörgum mismunandi týpum af náttfötum upp á síðkastið. Þið hrisstið örugglega höfuðið yfir mér núna en ég get bara ekki hætt. Ef að ég sé flott náttföt frá spænska merkinu Oysho inn á Asos þá slysast þau bara alveg óvart heim. Það sem verra er að leið mín liggur til Barcelona í desember en þar er að finna Oysho verslanir á hverju götuhorni. Ég sit hérna í þessum yndislegu náttfötum að skrifa þessa færslu og verða þetta jólanáttfötin mín ár. Þau eru ekkert jólaleg en þau eru extra kósý. Bolurinn er risastór og buxurnar ná liggur við upp á brjóst, svona eins og við viljum hafa það. Mér verður ótrúlega kalt á nóttunni og sérstaklega á veturna. Ég sef í sokkum, náttfötum og yfirleitt með teppi ofan á sænginni minni til að halda á mér hita. Þess vegna finnst mér mikilvægt að finna hlý, mjúk og flott náttföt til að nota yfir vetrartímann með síðum buxum og löngum ermum. Hvað þá þegar ég er stödd á hótelum erlendis og það er enginn hitapoki hliðin á mér. Settið er líka frábær jólagjöf en ég er sek um að hafa keypt eins handa Alexsöndru vinkonu minni í afmælisgjöf.

Oysho Bunny Pajamas fæst hér

Vasann keypti ég mér sjálf en silkiblómin fékk ég að gjöf

HOME DETAILS

Gat nú ekki annað en myndað fallega vasann minn þegar vetrarsólin skein hérna fallega inn um gluggana og það glampaði á hann. Það er langt síðan ég gerði svona færslu um eitthvað nýtt á heimilinu en mig var búið að dreyma um svona fallegan kúluvasa mjög lengi. Ég ákvað að láta loksins verða að því þegar ég sá þennan vasa frá Eightmood auglýstan á 4.990 kr hjá Modern. Mig var búið að langa að skipta um hluti á sófaborðinu svolítið lengi og breytir vasinn alveg útlitinu á stofunni. Ég fékk að velja mér falleg silkiblóm í vasann í versluninni en þau voru til bæði fölbleik og svört en ég valdi mér þessi svörtu aðeins til að brjóta upp litapallettuna. Finnst þetta koma ekkert smá fallega út og er ekki frá því að einhverjar vinkonur fái svona vasa í jólagjöf þar sem hann er bæði fallegur og á góðu verði. Ég hlakka til að nota vasann til að breyta til og setja mismunandi lituð blóm í hann. Í augnablikinu er aðeins of mikið af grænum lifandi blómum í stofunni svo það er skemmtilegt að hafa eitthvað annað í vasanum.

Vasinn frá Eightmood fæst hér // Silkiblómin frá Eightmood fást í verslun Modern (Ég er með 3 stk)

 

Vörurnar voru fengnar að gjöf.

ESTÉE LAUDER PRODUCTS THAT NEVER LET YOU DOWN

Það er úr mörgu að velja á snyrtivörumarkaðnum getur valið reynst erfitt fyrir marga. Estée Lauder vörurnar hafa staðist tímans tönn en Advanced Night Repair línan þeirra hefur verið í hávegum höfð hjá mörghundruðþúsund kvenna um allan heim í meira en þrjá áratugi. Varan kom fyrst á markað árið 1982 og gjörbylti hún snyrtivöruheiminum. Estée Lauder var eitt fyrsta snyrtivörumerkið sem að greindi sambandið á milli DNA og ótímabærar öldrunar. Advanced Night Repair er fyrsta serum sinnar tegundar í heiminum og það fyrsta sem innihélt hýalúrón sýru. Af hverju er ég að fjalla um 30 ára gamla vöru? Jú, það er vegna þess að varan hefur staðist tímans tönn og er enn í daglegri notkun hjá konum um allan heim. Ég man eftir brúnu umbúðum serumsins síðan ég var krakki en vöruna er hægt að finna í snyrtitöskum kvenna um allan heim. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið endurbætt formúluna en í grunninn hefur það haldist eins og hefur markmið vörunnar verið það sama.

Við vörulínuna hafa bæst við vörur tengdar seruminu eins og augnkrem, maski og ýmislegt fleira. Það eru mörg ár síðan ég kolféll fyrir vörunni en síðan þá hefur hún komið og farið úr minni húðrútínu en það er eitthvað við hana sem fær mig til að byrja að nota hana aftur og aftur. Húðin mín er í algjöru jafnvægi þegar droparnir eru í notkun og fjárfesti ég alltaf í nýju glasi en ég nota vörurnar til að hægja á öldrun húðarinnar, fylla hana af raka og til að jafna áferð húðarinnar. Í yfir 30 ár hafa aðrir snyrtivöruframleiðendur reynt að leika eftir en margar konur geta verið sammála mér að það hefur ekki enn tekist.

 

Veitingastaðurinn Gretas

Haymarket

POSTCARD FROM STOCKHOLM

Við vinkonurnar eyddum helginni í Stokkhólmi en mig hefur lengi dreymt um helgarferð til borgarinnar. Ég eyddi miklum tíma í Svíþjóð sem krakki og var orðið ansi langt síðan ég hafði gert mér ferð þangað. Við dvöldum á gullfallegu hóteli sem ber nafnið Haymarket en það er á besta stað í miðborginni og stendur við Drottningatan. Við leigðum út ris svítuna og létum vel um okkur fara. Svítan út af fyrir sig var stórglæsileg og hefði ég getað eytt allri helginni minni þar. Hótelið var í raun stórkostlegt en á því eru tveir veitingastaðir, Gretas og Pauls ásamt flottum bar sem heitir Americain. Það er mikil saga í kringum allt hótelið en Greta Garbo starfaði í húsinu áður en það var gert að hóteli. Allt hótelið er í Art Deco stíl en það er einn af mínum eftirlætisstílum en myndirnar segja meira en þúsund orð. Ég mæli með því að gera vel við sig og bóka sér herbergi á þessu gullfallega hóteli og njóta umvafinn flaueli, marmara og gulli. Hér fyrir ofan sitjum við vinkonurnar í morgunmat á staðnum Gretas sem staðsettur er á jarðhæð hótelsins. Við leigðum út svítu í risinu en hún var fullkomin fyrir þrjár vinkonur á ferðalagi og það fór vel um alla. Glugginn í risinu var vel nýttur í myndatökur og til kaffidrykkju. Ég hefði helst viljað vera gestur á hótelinu í heila viku til þess að njóta alls sem það hafði upp á að bjóða. Manni líður eins og maður hafi gengið beint inn í the Great Gatsby en við nutum okkur í botn og settum plötu á fóninn á meðan við gerðum okkur til fyrir kvöldið.

Þó ferðin hafi verið stutt borðuðum við ansi góðan mat í ferðinni en veitingastaðurinn Berns Asiatiska var í uppáhaldi hjá okkur öllum. Þar fórum við í 11 rétta óvissuferð sem var ótrúlega bragðgóð og skemmtileg. Drukkum kokteila allt kvöldið og nutum umhverfisins. Við mælum með því að gefa sér góðan tíma og panta borð með fyrirvara. Einnig fórum við á tapas stað sem heitir Usine Poche 36 en þar pöntuðum við okkur fjóra 12 smárétti og skiptum á milli okkar. Við komumst ekki yfir allt sem við vildum gera en okkur var mikið bent á Stockholm Brunch Club en náðum ekki að heimsækja hann en fengum okkur bragðgóðar pönnukökur á Greasy Spoon og avocado toast á Gretas.

Fleiri myndir frá ferðinni má finna hér & hér