oskalistinnhennar

ÓSKALISTI NAUTNASEGGINS

Ár eftir ár, þá eru þessar færslur alltaf jafn vinsælar fyrir jólin. Ég er sjálfskipaður jólagjafahugmyndasmiður fyrir landann og hér fyrir ofan er fyrsti jólagjafaóskalisti ársins. Á honum eru nokkrar vörur sem ég hef talað um, á nú þegar eða dreymir um að eignast. Efst og það eina á óskalistanum mínum í ár er kaffivél en mig dreymir um Citiz vélina frá Nespresso með mjólkurflóara. Þessi listi er fyrir nautnasegginn sem langar að prýða heimilið sitt með einföldum en fallegum munum og slaka á með góðan kaffibolla í hönd. Mér finnst ég vera orðin rosalega sein í þessu öllu saman en ég hef ekki fengið hugmynd af einni jólagjöf þessi jól. Ég klára ekki prófin fyrr en 20. desember og ég verð örugglega þá á síðasta snúning. Vanalega er ég alltaf með allt útpælt en greinilega einhver undartekning í ár. Á næstu dögum og vikum mun ég setja inn regluglega færslur með allskonar jólagjafahugmyndum fyrir vini og vandamenn!

1.Normann Copenhagen Shorebird hér 2. Citiz Nespresso Kaffivél fæst í Elko hér 3. Lyngby vasi fæst hér
4. Chloe Fleur de Parfum fæst t.d. í Hagkaup 5. Fuss púði fæst hér 6. Mariah Carey augnskuggapalletta væntanleg í MAC
7. LOccitane Lavender púðasprey & Sítrónu heimilsprey fæst í LOccitane Kringlunni 8. Iittala Nappula kertastjaki fæst í Iittala búðinni 

Save

Save

Save