Færslan er unnin í samstarfi við Selected

COFFEE & CROISSANT

Ég fékk það skemmtilega tækifæri á að mynda og sýna ykkur mitt uppáhalds dress úr versluninni Selected. Selected opnaði nýja og glæsilega verslun í Kringlunni í dag en í tilefni miðnæturopnunar er 20% afsláttur af öllum vörum ásamt skemmtilegum opnunartilboðum. Búðin er stórglæsileg, björt og fallegt og úrvalið mikið. Það var ansi margt í verslunni sem mig langaði í en valdi mér þennan fallega tvíhneppta þunna blazerjakka frá merkinu en hann fangaði auga mitt strax. Það er hægt að nota hann við allskonar tilefni en bæjarrölt með vinkonu í honum og þykkri góðri ullarkápu er tilvalið. Ég elska að blanda saman áferðum og sá strax fyrir mér að gróf ullarkápa yrði falleg með sléttum og fínlegum jakkanum. Kápan er afskaplega klassísk og bein í sniðinu og hægt að dressa bæði upp og niður. Ég sé hana fyrir mér við sparilegt dress ásamt því að geta klætt hana niður við hettupeysu og strigaskó. Í þetta skiptið fékk hún að njóta sín spari við blússu og svartar gallabuxur. Innan undir jakkanum er ég síðan í uppáhalds hlýrabolnum mínum frá merkinu en hann er aðsniðinn og teygjanlegur með fallegri blúndu sem gægist upp úr jakkanum.

Á morgun föstudag er síðan opnunarpartý á milli kl 17-19 þar sem verða sérstök tilboð og 20% afsláttur

Selected ullarkápa 29.900 kr  / Selected blazerjakki 16.900 kr / Selected blúndubolur 4.290 kr

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

CURRENT MAKE UP FAVORITES

Í stað hefðbundinnar uppáhals færslu í byrjun mánaðar þar sem ég tek saman mínar uppáhalds snyrti- og förðunarvöru. Ákvað ég að leyfa förðunarvörurnum að standa í  sviðsljósinu þennan mánuðinn. Haustið hefur alltaf í för með sér fullt af nýjungum sem koma á markaðinn. Jólasettinn koma á markað og það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt til að prófa. Það er ansi margt sem er í uppáhaldi hjá mér núna en nýjungarnar frá Becca og YSL hafa fengið hvað mesta athygli. Nýji farðinn frá YSL kom mér skemmtilega á óvart en ég keypti mér farðann í Bandaríkjunum um daginn og fékk síðan hinar vörurnar í línunni að gjöf. Ég er alltaf hrædd við matta farða en farðinn lofar mattri áferð en hann er mun náttúrulegri en við mátti búast. Þekur vel og hefur virkilega góða endingu.  Mér finnst ég verða að nota farðagrunn undir farðann en ég hef prófað að nota bæði góðan rakaprimer og sérhannaða primerinn úr línunni og verð að segja að hann er smá “must” með farðanum. Hann fyllir upp í misfellur og hindrar að umfram olíumyndum eigi sér stað yfir daginn. Hyljarinn er síðan að mínu mati einn sá besti sem ég hef prófað. Fljótandi en á sama tíma þekjandi en það er þannig sem ég vil hafa þá. Blandast vel út með farðasvampi og nota ég Laura Mercier púðrið til að setja hann til að fá lýtalaust útlit.

Förðunarmerkið Becca kom í sölu hér á landi í október en síðan þá hef ég prófað margar vörur frá merkinu. Aprés Ski jólaaugnskuggapallettan er komin til landsins en hún er fullkomin sem,, augnskuggatopper” palletta en hún er búin til úr öllum vinsælustu highlighter púðrum merkisins. Augnskuggarnir eru guðdómlegir og verður þessi mikið notuð yfir hátíðarnar. Ég hafði einungis átt Champagne Pop highlighterinn frá merkinu en fékk að prófa litinn Opal og hefur hann á stuttum tíma orðið minn uppáhalds highlighter, því meira af honum því betra. Ég nota Back Light farðagrunninn óspart undir aðra farða en YSL en hann gefur svo fallega ljómandi áferð á húðina. Ég er komin ansi langt með mína flösku og mun örugglega kaupa mér aðra áður en þessi klárast. Naglalakk haustsins er þessi fallegi haustlitur sem nefnist Clothing Optional frá Essie. Hann hefur verið í mikilli notkun undanfarið en hann hentar vel fyrir þennan árstíma. Ljóst sienna brúnt lakk með miklum glans. Ég elska að nota Gel Setter lakkið yfir til að ná fram extra glans og enn betri endingu.

1. Hourglass Ambient Lighting Pallette 2. YSL All Hours Foundation fæst í Hagkaup 3. YSL All Hours Primer fæst í Hagkaup* 4. YSL All Hours Concealer fæst í Hagkaup* 5. Marc Jacobs Velvet Noir Maskari 6. Becca Highlighter í litnum Opal fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 7. Anastasia Beverly Hills Prims palletta væntanleg í Nola 8. Becca Aprés Ski* augnskuggapalletta fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 9. Becca Backlight Priming Filter farðagrunnur fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 10. Essie Clothing Optional Naglalakk fæst hér*

Asos Bunny pajamas fást hér

ASOS BUNNY PAJAMAS

Sum kaup eru misgáfulegri en önnur en fylgjendur mínir sýndu þessum náttfötum ansi mikla athygli þegar ég klæddist þeim á Snapchat. Þau eru náttúrulega einu númeri of sæt en mig langaði að deila þeim með ykkur hérna líka. Ég er búin að kaupa mér aðeins of mörg náttföt undanfarið en hvað er betra en mjúk og góð náttföt þegar byrjar að kólna. Þessi eru ekki bara sæt heldur einnig ódýr en þau kosta um 3 þúsund krónur. Ég tók þau í stærð medium en hefði vel getað keypt small en það er bara betra að hafa þau extra víð og góð. Þau eru frekar há í mittið og á buxunum er stroff neðst sem gerir þau ennþá sætari.  Ég elska að klæðast þeim við the Body Shop kanínueyrun mín. Þú finnur beinan link á náttfötin hér fyrir ofan.

 

Ganni Fenn kápa – & Other Stories peysa hér – Malene Birger taska og trefill (gjöf) fæst í Airport Fashion – Bikbok buxur – & Other Storis skór hér

STOCKHOLM

Hvað á meira við í þessu óveðri en klassískt haustdress sem heldur á manni hita og skýlir mann fyrir veðri og vindum. Ég er búin að nota Fenn kápuna mína frá Ganni upp á dag síðan ég keypti mér hana í versluninni Geysi núna snemma í haust. Hvort sem að það er spari eða hversdagsdress þá passar hún alltaf við. Ég dressaði hana hér við hlýja peysu frá & Other Stories en það er mikilvægt að eiga eina svona góða fyrir þennan árstíma. Ég á þær þónokkrar frá & Other Stories en þær eru bæði vandaðar og hlýjar. Við dressið varð ég nátturulega að klæðast nýja Malene Birger treflinum og töskunni en báðar vörurnar fékk ég að gjöf frá Airport Fashion í Leifstöð.  Úrvalið er frábært í versluninni en þar er t.d. hægt að fá vörur frá Malene Birger og Filippa K á hagstæðu verði. Mig var búið að dreyma um Malene Birger tösku lengi svo ég nýtti tækifæri og valdi mér þessa enda tímalaus og falleg og í stíl við trefilinn. Skórnir voru skyndikaup en ég kolféll fyrir þeim í & Other Stories en ég er afskaplega hrifin af úrvalinu af skóm þar og fannst mér þessir svo öðruvísi og töff svona glansandi.