Veitingastaðurinn Gretas

Haymarket

POSTCARD FROM STOCKHOLM

Við vinkonurnar eyddum helginni í Stokkhólmi en mig hefur lengi dreymt um helgarferð til borgarinnar. Ég eyddi miklum tíma í Svíþjóð sem krakki og var orðið ansi langt síðan ég hafði gert mér ferð þangað. Við dvöldum á gullfallegu hóteli sem ber nafnið Haymarket en það er á besta stað í miðborginni og stendur við Drottningatan. Við leigðum út ris svítuna og létum vel um okkur fara. Svítan út af fyrir sig var stórglæsileg og hefði ég getað eytt allri helginni minni þar. Hótelið var í raun stórkostlegt en á því eru tveir veitingastaðir, Gretas og Pauls ásamt flottum bar sem heitir Americain. Það er mikil saga í kringum allt hótelið en Greta Garbo starfaði í húsinu áður en það var gert að hóteli. Allt hótelið er í Art Deco stíl en það er einn af mínum eftirlætisstílum en myndirnar segja meira en þúsund orð. Ég mæli með því að gera vel við sig og bóka sér herbergi á þessu gullfallega hóteli og njóta umvafinn flaueli, marmara og gulli. Hér fyrir ofan sitjum við vinkonurnar í morgunmat á staðnum Gretas sem staðsettur er á jarðhæð hótelsins. Við leigðum út svítu í risinu en hún var fullkomin fyrir þrjár vinkonur á ferðalagi og það fór vel um alla. Glugginn í risinu var vel nýttur í myndatökur og til kaffidrykkju. Ég hefði helst viljað vera gestur á hótelinu í heila viku til þess að njóta alls sem það hafði upp á að bjóða. Manni líður eins og maður hafi gengið beint inn í the Great Gatsby en við nutum okkur í botn og settum plötu á fóninn á meðan við gerðum okkur til fyrir kvöldið.

Þó ferðin hafi verið stutt borðuðum við ansi góðan mat í ferðinni en veitingastaðurinn Berns Asiatiska var í uppáhaldi hjá okkur öllum. Þar fórum við í 11 rétta óvissuferð sem var ótrúlega bragðgóð og skemmtileg. Drukkum kokteila allt kvöldið og nutum umhverfisins. Við mælum með því að gefa sér góðan tíma og panta borð með fyrirvara. Einnig fórum við á tapas stað sem heitir Usine Poche 36 en þar pöntuðum við okkur fjóra 12 smárétti og skiptum á milli okkar. Við komumst ekki yfir allt sem við vildum gera en okkur var mikið bent á Stockholm Brunch Club en náðum ekki að heimsækja hann en fengum okkur bragðgóðar pönnukökur á Greasy Spoon og avocado toast á Gretas.

Fleiri myndir frá ferðinni má finna hér & hér

Share:

NETVERSLUNARDAGURINN 11/11

Á miðnætti í kvöld fer af stað stóri netverslunardagurinn en þá eru hinar ýmsu íslensku netverslanir að bjóða upp á ríflegan afslátt. Ég mæli með að skoða listann vel og nýta sér afsláttinn og kaupa jólagjafirnar á netinu í ár. Mér finnst ótrúlega þægilegt að klára jólagjafirnar snemma til þess að dreifa kostnaðinum sem fylgir hátiðunum. Einnig finnst mér gott að hafa góða yfirsýn yfir kaupin og skipuleggja betur hvað hver og einn fær í stað þess að ráfa um verslanir í leit að einhverju. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir allar þær netverslanir sem taka þátt en ég mun klárlega kaupa 2-3 jólagjafir á morgun og nýta mér afsláttinn. Það er hægt að finna eitthvað handa öllum en úrvalið í ár gríðarlegt. Hér fyrir ofan eru bara örfáar hugmyndir af sniðugum gjöfum en t.d. er afsláttur af öllum hærivélum hjá Kúnígúnd, 20% afsláttur af öllum vörum hjá Snúrunni og 20% afsláttur hjá Fotia. Hér fyrir neðan er síðan að finna lista yfir allar verslanirnar sem taka þátt í netverslunardeginum.

View Post

Share:

Vörurnar fékk ég að gjöf // Vörurnar frá Maria Nila eru ?

MARIA NILA HEAD & HAIR HEAL

Undanfarna 2 mánuði hef ég eingöngu notað hárvörurnar frá Maria Nila en það er nægur tími fyrir mig til þess að geta mælt með vörunum frá merkinu heilshugar. Maria Nila er sænskt hágæða hárvörumerki sem ég fékk þann heiður að kynna fyrst fyrir íslendingum hér fyrir nokkru. Merkið er ótrúlega vinsælt en það er vegna gæða og virkni varanna að mínu mati. Í sumar þegar ég fór að finna fyrir miklum þurrk, kláða og óþægindum ásamt miklu hárlosi varð ég að grípa til örþrifaráða og ákvað að fara í einskonar hár meðferð. Sem felur í sér að ég nota einungis Head & Hair Heal línuna sem inniheldur: Sjampó, hárnæringu og djúpnæringu. Ég stóð mig að því að draga úr þykka grófa hárinu mínu heilu og hálfu lokkana í sturtu. Ég var farin að finna fyrir að þykktin var á hraðri niðurleið og þetta var farið að valda mér nokkrum áhyggjum. Ég ákvað að leita til sérfræðinga þegar  þegar mér var ekki farið að lítast á blikuna og vegna þekkingar minnar á sænska merkinu Maria Nila varð það að sjálfsögðu fyrir valinu. Ekki skemmir það fyrir að merkið er bæði vegan og cruelty free.

Head & Hair Heal línan frá Maria Nila lofar að minnka bólgur í hársverði og auka hárvöxt. Piroctone Olamine og Aloe Vera vinna saman gegn því að hindra flösumyndun og önnur vandamál sem kynnu að vera í hársverði. E vítamín, apigenin og peptíð örva hársekkina svo að hárvöxtur eykst. Síða vinnur Oleanolic sýra gegn hárlosi. Ég nota vörurnar 3-4 sinnum í viku en það er nokkur oftar en að ég er vön að þvo á mér hárið en ég komst upp með að gera að 2-3 áður. Lang best finnst mér að nudda sjampóinu vel í allan hársvörðinn og gefa honum örlítið nudd. Það er vel þess virði að þurfa að þvo það aðeins oftar vegna þess að ég sé svo mikinn mun á hárinu. Þurrkur og kláði er úr sögunni og hárlos hefur minnkað um meira en helming. Grófa hárið er mjúkt og meðfærilegt og er ég miklu meira með það slegið eftir að ég byrjaði að nota vörurnar. Það hreinlega geislar af heilbrigði. Tvisvar í viku næri ég hárið extra vel með djúpnæringunni en nota hárnæringuna annars á eftir. Djúpnæringunni leyfi ég að liggja í hárinu í um 3-5 mínútur en passa að ofnæra hárið ekki. Ég er nú þegar búin með heila dollu af djúpnæringunni og var ekki lengi að fá mér aðra því mér finnst hún hreinlega ómissandi en hárið verður silkimjúkt og meðfærilegt eftir 5 mínútna meðferð.

Með þessari meðferð hef ég verið að taka inn Sugarbearhair gúmmíbangsana sem eru sérvalin vítamín til að auka hárvöxt og heilbrigði hársins. Sugarbearhair inniheldur A, C,D, og E vítamín, B6, fólínsýru, B12, biotin, pantónsýru, joð, sink, kólín og inositol. Bangsarnir eru framleiddir úr alvöru berjum og eru þeir virkilega bragðgóðir. Ég er á þriðja glasi og hef hugsað mér að taka inn fjögur glös í röð og taka síðan pásu í 2-3 mánuði. Ég sé mikinn mun á vexti hársins en það hefur hreinlega sprottið eins og arfi síðustu mánuði. Ég er í skýjunum með þessa einstöku blöndu af vítamínum og hárvörum sem skila svona miklum og góðum árangri. Ég finn að hárið og hársvörðurinn er í fullkomnu jafnvægi. Ástæða þurrksins var líklegast þurra loftið sem ég starfa í og allar hárvörurnar sem ég hef notað síðastliðin ár. Með því að næra og gefa hárinu raka minnkum við líkur á sliti, brotnum endum og hárlosi.

Maria Nila Head & Hair Heal vörurnar fást á hárgreiðslustofum (sjá lista hér) og hér / Sugarbearhair hárvítamínið fæst t.d. hér

Share:

Færslan er unnin í samstarfi við Selected

COFFEE & CROISSANT

Ég fékk það skemmtilega tækifæri á að mynda og sýna ykkur mitt uppáhalds dress úr versluninni Selected. Selected opnaði nýja og glæsilega verslun í Kringlunni í dag en í tilefni miðnæturopnunar er 20% afsláttur af öllum vörum ásamt skemmtilegum opnunartilboðum. Búðin er stórglæsileg, björt og fallegt og úrvalið mikið. Það var ansi margt í verslunni sem mig langaði í en valdi mér þennan fallega tvíhneppta þunna blazerjakka frá merkinu en hann fangaði auga mitt strax. Það er hægt að nota hann við allskonar tilefni en bæjarrölt með vinkonu í honum og þykkri góðri ullarkápu er tilvalið. Ég elska að blanda saman áferðum og sá strax fyrir mér að gróf ullarkápa yrði falleg með sléttum og fínlegum jakkanum. Kápan er afskaplega klassísk og bein í sniðinu og hægt að dressa bæði upp og niður. Ég sé hana fyrir mér við sparilegt dress ásamt því að geta klætt hana niður við hettupeysu og strigaskó. Í þetta skiptið fékk hún að njóta sín spari við blússu og svartar gallabuxur. Innan undir jakkanum er ég síðan í uppáhalds hlýrabolnum mínum frá merkinu en hann er aðsniðinn og teygjanlegur með fallegri blúndu sem gægist upp úr jakkanum.

Á morgun föstudag er síðan opnunarpartý á milli kl 17-19 þar sem verða sérstök tilboð og 20% afsláttur

Selected ullarkápa 29.900 kr  / Selected blazerjakki 16.900 kr / Selected blúndubolur 4.290 kr

Share: