Vörurnar sem ég fjalla um í þessari færslu fékk ég að gjöf.

MY CHRISTMAS TREE

Jólatréð er komið upp en ég byrjaði snemma í ár vegna anna. Ég verð mikið frá í desember og vildi vera laus við allt stress fyrir jólin og vildi frekar njóta skreytinganna lengur. Ég tók að mér skemmtilegt verkefni fyrir jólin í samstarfi við Garðheima en það hljóðaði þannig að ég myndi skreyta heimilið fyrir jólin með vörum frá versluninni. Ég mátti velja hvað sem ég vildi en ég ákvað að velja mér þetta fallega tré sem heitir Pencil Pine en það hentar sérstaklega vel í litlar íbúðir þar sem ekki er mikið pláss fyrir jólatré. Tréð er hátt og grannt eða um 155 cm. Ég verð að vera með gervi vegna ofnæmis en mér finnst tréð einstaklega fallegt. Ég valdi fallega knippisljós eða cluster lights á tréð með svartri snúru. Ljósin koma einstaklega vel út á trénu en mín sería er með um 1100 ljósum og mæli ég með því að velja þá lengd á þessa stærð af tré. Ég rétt náði að vefja hana um allt tréð. Ég notaði síðan allskonar skraut sem ég átti í bland við nýtt. Skrautið er ýmist frá Georg Jensen, Dimm og Lyngby. Velúr jólatrésstandurinn er frá íslenskri verslun sem heitir Vigt og varð ég að eignast hann fyrir tréð. Ótrúlega fínlegur og gerir tréð enn ríkulegra. Standinn er hægt að nota ýmist með gervi og alvöru jólatré. Núna á ég ekkert eftir en að finna fallegan topp á tréð en ég hef auga á einum frá Georg Jensen.

Jólatré Pencil Pine 155cm úr Garðheimum – Cluster Lights Led sería 1152 í Warm White úr Garðheimum – Jólatrésstandur frá Vigt fæst hér
Fjaðraskraut frá Dimm.is hér –  Jólatrés skraut fæst hér og Honeycomb hér

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pennan Eymundsson.

ÓSKALISTI NAUTNASEGGSINS

Fyrir nokkru síðan fékk ég skemmtilegt verkefni upp á borð til mín en það var að taka saman mínar uppáhalds vörur úr verslun Pennans og deila með ykkur hér á síðunni. Ég gerði mér ferð í verslunina og skoðaði úrvalið vel og vandlega áður en ég ákvað hvaða vörur ættu heima á fyrsta jólagjafalista vetursins. Þetta er fullkominn listi fyrir fólk eins og mig sem elskar að vera heima og blaða í gegnum góða bók, sötra á heitu kaffi við kertaljós á milli jóla og nýárs. Hvort sem að það er sakamálasaga- eða skemmtileg bók fyrir plöntuunnandan þá er eitthvað fyrir alla að finna í Pennanum. Ég les alls ekki mikið en góð sakamálasaga eftir Yrsu nær mér alltaf en ég hlakka til að lesa Gatið. Ég komst af því eftir að hafa heimsótt Pennann að svissneska merkið Vitra hefur upp á bjóða virkilega skemmtilega heimils- og gjafavöru. Úrvalið er breitt og skemmti ég mér konunlega við að skoða fallegar vörur frá merkinu. Til dæmis er Eames House Bird framleiddur af merkinu en hann hefur lengi verið á óskalistanum mínum en ég dáist oft að honum þegar ég sé hann heima hjá vinkonum mínum. Hér fyrir neðan er að finna beinan hlekk á allar vörurnar á listanum en ég mæli einnig með heimsókn í verslanir Pennans en þær eru staðsettar um allt land, skoðið hér.

1. Artek Golden Bell loftljós hér 2. Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur hér 3. Vitra Love bolli hér 4. At Home with Plants hér

5. Eames Dar stóll hér 6. Vitra kertastjaki hér 7. Eames House Bird hér 8 . Vitra Graphic Print púði hér

 

Náttfötin keypti ég mér sjálf.

NEW IN: OYSHO BUNNY PAJAMAS

Afsakið, en hvað er ég búin að deila með ykkur mörgum mismunandi týpum af náttfötum upp á síðkastið. Þið hrisstið örugglega höfuðið yfir mér núna en ég get bara ekki hætt. Ef að ég sé flott náttföt frá spænska merkinu Oysho inn á Asos þá slysast þau bara alveg óvart heim. Það sem verra er að leið mín liggur til Barcelona í desember en þar er að finna Oysho verslanir á hverju götuhorni. Ég sit hérna í þessum yndislegu náttfötum að skrifa þessa færslu og verða þetta jólanáttfötin mín ár. Þau eru ekkert jólaleg en þau eru extra kósý. Bolurinn er risastór og buxurnar ná liggur við upp á brjóst, svona eins og við viljum hafa það. Mér verður ótrúlega kalt á nóttunni og sérstaklega á veturna. Ég sef í sokkum, náttfötum og yfirleitt með teppi ofan á sænginni minni til að halda á mér hita. Þess vegna finnst mér mikilvægt að finna hlý, mjúk og flott náttföt til að nota yfir vetrartímann með síðum buxum og löngum ermum. Hvað þá þegar ég er stödd á hótelum erlendis og það er enginn hitapoki hliðin á mér. Settið er líka frábær jólagjöf en ég er sek um að hafa keypt eins handa Alexsöndru vinkonu minni í afmælisgjöf.

Oysho Bunny Pajamas fæst hér

Vasann keypti ég mér sjálf en silkiblómin fékk ég að gjöf

HOME DETAILS

Gat nú ekki annað en myndað fallega vasann minn þegar vetrarsólin skein hérna fallega inn um gluggana og það glampaði á hann. Það er langt síðan ég gerði svona færslu um eitthvað nýtt á heimilinu en mig var búið að dreyma um svona fallegan kúluvasa mjög lengi. Ég ákvað að láta loksins verða að því þegar ég sá þennan vasa frá Eightmood auglýstan á 4.990 kr hjá Modern. Mig var búið að langa að skipta um hluti á sófaborðinu svolítið lengi og breytir vasinn alveg útlitinu á stofunni. Ég fékk að velja mér falleg silkiblóm í vasann í versluninni en þau voru til bæði fölbleik og svört en ég valdi mér þessi svörtu aðeins til að brjóta upp litapallettuna. Finnst þetta koma ekkert smá fallega út og er ekki frá því að einhverjar vinkonur fái svona vasa í jólagjöf þar sem hann er bæði fallegur og á góðu verði. Ég hlakka til að nota vasann til að breyta til og setja mismunandi lituð blóm í hann. Í augnablikinu er aðeins of mikið af grænum lifandi blómum í stofunni svo það er skemmtilegt að hafa eitthvað annað í vasanum.

Vasinn frá Eightmood fæst hér // Silkiblómin frá Eightmood fást í verslun Modern (Ég er með 3 stk)