Færslan er unnin í samstarfi við Apótek Restaurant.

WINE & DINE APÓTEK RESTAURANT

Mér var boðið að bjóða vinkonu hópnum í smáréttaseðil og kokteila á Apótekinu á dögunum og var ég ekki lengi að hóa saman stelpunum. Apótekið er einn af mínum uppáhalds veitingarstöðum í hjarta Reykjavíkur en ég elska að fá tækifæri á að smakka marga litla rétti og njóta með góðum kokteil. Nokkrir af smáréttunum á Apótekinu eru mínir uppáhalds en í gær fékk ég tækifæri á að smakka mun fleiri og meira að segja nokkra nýja rétti sem eru ekki komnir á matseðilinn. Það getur hver sem er gert vel við sig á Apótekinu en stemmingin í salnum er alltaf jafn skemmtileg og vel ég Apótekið fram yfir aðra staði þegar ég leitast eftir því að fagna afmælum eða einhverjum ákveðnum tilefnum. Við vinkonurnar höfðum nóg til að skála fyrir í gær enda margt að gerast hjá okkur öllum saman. Við smökkuðum vöfflubitana með andarconfit, hægeldaðari lambaöxl og grafinni bleikju síðan bleikju á saltblokk, klassísku önd og vöffluna, lambatartar og margt margt fleira. Komum öllum réttunum niður með bragðgóðum kokteilum og endurðum kvöldið á stóra eftirréttaplattanum sem er í uppáhaldi hjá mér en á honum leynast fjórir mismunandi eftirréttir ásamt ís og berjum til að deila. Ég mæli sérstaklega með þessari smárétta upplifun en það gerir stemminguna svo lifandi og skemmtilega. Allir að smakka og segja hvað þeim finnst en svona kvöld eru alltaf eftirminnileg í góðra vina hópi.

HOME INSPIRATION: GRAYSCALE

Það er ansi mikið sem þarf að íhuga við flutninga og eitt af því að er að velja fallega liti á veggina. Ég heillast hvað mest af fallegum gráum tónum en ætla að velja allt aðra tóna í nýju íbúðina heldur en ég gerði í þeirri gömlu. Hef ákveðið að mála allav veggi í bæði alrými (stofu/eldhúsi) og svefnherbergi. En nú vandast valið þar sem ég í smá erfiðleikum með að finna hinn fullkomna gráa tón. Gólfefni og skápar eru úr ljósum við og hurðar og eldhúsinnrétting hvít. Þess vegna langar mig að velja milli gráan tón á alrýmið sem gefur því aðeins meiri dýpt en ekki of þungan svo að mér finnist hann leiðigjarn eða drungalegur. Í svefnherbergið ætla ég síðan að velja sama lit en í 1-2 tón dekkri. Þá finnst mér heimilið samsvara sér vel og ekki of miklar sviptingar á milli rýma. Hef svo hugsað mér að flísaleggja á milli skápa í eldhúsi og inn á baði og hlakka til að leyfa að ykkur að fylgjast með ferlinu. Ég mun setja myndir inn að sjálfsögðu en ef allt fer að óskum flytjum við um næstu mánaðarmót. Í samstarfi við Slippfélagið ætla ég síðan að taka ykkur með til að finna hinn fulkomna lit á Snapchat aðgangi mínum @thorunnivars og sýna ykkur að sjálfsögðu frá ferlinu ásamt myndum af loka útkomunni. Ég er virkilega ánægð með málninguna sem ég valdi síðast (sjáið hér) og ætla því að velja sömu gerð en þjónustan í Slippfélaginu bregst mér heldur aldrei. Mæli með heimsókn í verslunina ef ykkur vantar litaráðgjöf eða prufur. Myndirnar eru fengnar af Pinterest, fylgið mér hér. Ég pinna daglega 😉

Færslan er unnin í samstarfi við Urð.

URÐ: STORMUR

Þið vitið mæta vel að ég er nautnaseggur þegar það kemur að jú, eiginlega öllu. Mér finnst ótrúlega gaman að punta heimilið, breyta og gleðja augað. Nýtti því tækifærið þegar ég tók myndir og færi ykkur smá innlit í leiðinni ásamt því að sýna ykkur uppáhalds kertið mitt frá íslenska merkinu Urð.Urð er íslenskt fyrirtæki sem hannar vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulínan samstendur af ilmkertum, sápum, heimilsilmi og sniðugum kertaskærum. Vörurnar eru framleiddar úr bestu mögulegu hráefnum og pakkað í fallegar umbúðir gera hvaða heimili sem er fallegra.  Við framleiðsluna er stuðst við gamlar framleiðsluaðgerðir og hver og einn ilmur vekur upp minningar tengdar árstíðunum. Þessa stundina leyfi ég kertinu Stormi að njóta sín en Stormur er táknrænn fyrir veðrið sem geysar þessa stundina. Stormur samanstendur af tóbakslaufi, hlýjum viðartónum, blómum og djúpum moskutónum. Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi samstarfi mínu við URÐ og hlakka ég til að segja ykkur frá mínum uppáhalds vörum frá merkinu. Í augnablikinu á Stormur og fallegu kertaskærin hug minn allan en mig hafði lengi dreymt um að eignast slík. Ykkar kona brennir að meðaltali 4-8 kerti á dag en ég hef lengi átt erfitt með að réttlæta slík kaup. Hinsvegar eru kertaskærin hjá Urð á svo góðu verði að kertaunnendur eins og ég ættu að geta leyft sér eitt stykki. Þau eru bæði til svört og rósagyllt en eru einungis fáanleg í netverslun á urd.is hér. Aðrar vörur frá Urð eru fáanlegar t.d. í Maí, Epal Hlín Reykdal og Duty Free. Það jafnast ekkert á við að brenna kerti á köldu vetrarkvöldi og hvað þá þegar það heitir Stormur. Kertið fæst hér og kertaskærin hér.

Mér finnst æðislegt að eiga nokkur kerti til að eiga í tækifærisgjafir en með kóðanum THORUNNIVARS
færðu kertaskæri með í kaupbæti ef þú kaupir tvær eða fleiri vörur. Ef þú ákveður að nýta þér þetta tilboð
mundu eftir að skrifa í athugasemdir hvorn litinn af skærum þig langar í, svört eða rósagyllt.

 

 

MY BEAUTY RESOLUTIONS FOR 2018

Það hafa allir gott af því að strengja sér áramótaheit. Bara eitthvað til að gefa sjálfum sér smá spark í rassinn varðandi lífsstíl og heilsu. Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur frá því hvernig ég hugsa um heilsu, húðina og líkama minn yfir árið og hvernig ég ætla að gera betur. Það er nefnilega alltaf hægt að gera betur. Þessi færsla getur verið einskonar markmið fyrir okkur öll til þess að hugsa betur um okkur. Það er nefnilega svolítið skrítið nefnilega en því betur sem ég hugsa um húð, hár og líkama því betur líður mér. Þó það hljómi jafnvel yfirborðskennt en þá líður mér alltaf best þegar ég er besta útgáfan af mér og ég held að mörgum líði eins. Markmiðin þurfa ekki að vera flókin og yfirleitt er lang best að taka lítil skref í átt að stærri markmiðum.

HÚÐDEKUR

Eins og þið vitið nýt ég þess að hugsa vel um húðina og vantar ekkert upp á hjá mér í þeirri deild en það er ekki allir á sömu blaðsíðu og ég í þeim efnum. Auðveldast er að byrja að setja sér minni markmið og getur jafnvel það fyrsta verið að lofa að þrífa af sér farða á hverju einasta kvöldi og taka eitt skref í einu. Bæta síðan andlitshreinsi og maska við einu sinni í viku. Ég hreinsa húðina mína bæði bæði kvölds og morgna og tileinka húðinni sunnudagskvöld (nú eða hvaða dag sem hentar þér). Mér finnst gott að byrja vikuna á því að líða vel í húðinni og dekra við hana yfir góðri bíómynd á sunnudagskvöldum. Slær tvær flugur í einu höggi og líður líka vel í sálinni og tryggjum extra hvíld fyrir komandi vinnuviku. Þessi kvöld eru tilvalin til að finna út úr því hvað hentar þinni húð best en allra best er að vita sirka hvernig húðgerð þú ert með. Ég mæli með vikulegri hreinsun ásamt góðum rakamaska eftir á sem nærir og lagfærir. Þú getur lesið allt um húðrútínuna mína hér.

VATN

Það allra besta sem þú getur gert fyrir líkama og sál er að drekka vatn. Ég er með eina fallega flösku eða brúsa sem ég nota einungis fyrir ískalt vatn. Það hjálpar mér alveg að flaskan sé flott og ferðast hún með mér hvert sem ég fer. Ég reyni að drekka um tvo brúsa aukalega við annað sem ég drekk yfir daginn. Þá tryggi ég það að ég sé að fá að minnsta kosti 1 L af hreinu íslensku vatni á dag og til víðbótar er það sem ég drekk í ræktinni, með mat og annað. Uppáhalds flaskan mín undir vatn er BKR brúsinn minn en hann er úr gleri og er því mun umhverfisvænni en aðrir brúsar. Þær eru úr 100% endurvinnanlegum efnum og án BPA og phtalate. Flaskan sjálf er úr gleri en hylkið úr sílikoni sem ver hana fyrir hnjaski. Fæst hér.

LÍKAMI & SÁL

Á þessu ári hef ég verið virkilega dugleg að sækja mér utanaðkomandi þjónustu eins og að fara í nudd, litun og plokkun og markmið ársins 2018 er að fara tvisvar á ári í fótsnyrtingu. Ég geng mikið á hælum vegna vinnunnar og tekur það toll á fótunum. Um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu ætla ég að bóka minn fyrsta tíma í fótsnyrtingu. Ég hef verið dugleg að hugsa um fæturnar heima fyrir en finn að það þarf sérfræðing af og til. Þegar álagið er mikið finnst mér ekkert betra en að skella mér í heilnudd og tek ég yfirleitt heilan eða hálfan dag þar sem ég nýt mín í heilsulind. Dúlla mér við að fara í mismunandi gufur og potta. Það hafa allir gott af því að njóta og kúpla sig útúr hversdagslífinu. Þess á milli finnst mér ótrúlega gott að mæta í heitan yoga tíma einu sinni í viku. Eftir tímann er ég fullkomnlega endurnærð og tilbúin að tækla næstu verkefni.

Þessi markmið er nú ekkert stórvægileg og ættu allir að geta sett sér eins eða svipuð til að hugsa betur um líkama og sál.