popup2popupmarkaður

Það er algjört must fyrir svona tískubloggara að tæma fataskápinn að minnsta kosti einu sinni á ári. Ég fer ofast með hluti í Rauða Krossinn en nú hefur safnast upp gífurlegt magn af lítið sem ekkert notuðum fötum og mörgu glænýju. Verð ég því partur af Pop Up markaði Króm.is næstkomandi sunnudag á milli 12-17. Ég verð að svæðinu með föt í stærðunum XS-S og skó í stærðum 36-37. Fullt af óopnuðum snyrtivörum, naglalökkum og svo áskotnuðust mér nokkrir mjög skemmtilegir hlutir til að sýna ykkur sem ég bíð með að segja ykkur frá í bili.

Flest öll fötin sem verða til sölu hafiði séð á blogginu og var ég mjög kræf þegar ég var að tæma skápinn í gær. Gífurlegt magn og ég á bara 10 skópör eftir og svona 5 jakka. Jafnvel að ég baki nokkrar cupcakes ofan í ykkur dúllur! Hlakka til að sjá ykkur elsku lesendur.

Lestu meira um staðsetningu Pop Markað Króm.is hér! Það verða fleiri snilldar bloggarar á svæðinu
og margar góðvinkonur mínar sem ég eiga mjög glæsilega fataskápa.

ps. að minnsta kosti ein flík af hverri einustu mynd með þessari færslu verður til sölu! Ég verð með allt fyrirfram verðmerkt og er allt á bilinu 500-8000 kr en mest allt á 2-3 þúsund.

10536980_10154271782960018_454184955_n
Crossfit Beibs (Crossfit grúppan mín) skelltum okkur á Nike Sneakerballið seinasta föstudag. Byrjuðum kvöldið heima hjá mér og borðuðum Saffran, drukkum Sommersby og hámuðum í okkur fallegu kökuna sem ég bakaði. Mikið fjör og mikið gaman og kom þessi atburður mér einstaklega skemmtilega á óvart. Flott tónlistaratriði og sjúklega flott stelpan með húlla hringinn. Þessi skemmtilega mynd náðist af mér og ljóskunum mínum þrem. Ég rakst svo á stelpuna sem vann miða hjá mér hérna á blogginu og má með sanni segja að sú hafi verið sátt með vinningin því hún var sú eitursvalasta á ballinu.

Ég fór í Vila Supia Blazer Beige lituðum, Netabol frá Nasty Gal, Bandeau Topp sem ég hannaði sjálf þegar ég vann hjá Nasty Gal, Vibrant MIU buxum og kolsvörtum og sjálflýsandi Nike Air Max Thea skóm

heimiliðóskalisti
Okay, ég er allt í einu á einhverju íbúðar net-búðarrápi. Það kom yfir mig fullt af innblæstri hvað varðar heimilið í dag og er stefnan tekin á að gera nokkra hluti í ágúst. Ég ætla að losa okkur við núverandi stofugardínur og setja upp hvítar strimla, setja upp nokkrar myndir og eina hillu sem mig nauðsynlega vantar í svefnherbergið undir bækur og skó. Kannski ég skelli meira að segja í eina myndahillu í viðbót. Ég hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

Við erum núna með risa stóran hvítan leðursófa (3 m á lengd!) sem er jú einstaklega þægilegur og ligg ég alltaf í honum og skrifa bloggfærslur. En samt sem áður langar mig svo í ljósgráan sófan og setja í hann fallega ljósbleika, gráa, svarta og hvíta púða. Við erum með hvítan háglans sjónvarpsbekk og eru flest öll húsgögnin okkar hvít en stofuborðið er ljóst með glerplötu og er ótrúlega þægilegt fyrir allar bækurnar mínar en langar svo mikið í Tray borðið frá Hay. Auðvitað er Kubus kertastjakinn mjög ofarlega á óskalista ásamt iittala kökudisk með standi en ég á alveg eins nema án stands sem er blár en það passa ekki allar rósakökur við hann. Design Letter bollar með stöfunum T (Thorunn) & H (Harry) væru fallegir á litla hillu í eldhúsinu ásamt iittala hvítvínsglösum. Eldhússtólar væru líka kærkomnir þar sem við erum enn ekki búin að kaupa okkur og sitjum á barstólum…haha!

Nú er bara að vona að vinir og ættingjar lesi þetta blessaða blogg mitt og muni eftir 25 ára afmæli
stelpunnar 4. september næstkomandi (setið nú þessa færslu í bookmarks!).

ps. endilega fylgist með mér á Pinterst en þar set ég inn fullt af fínum hugmyndum sem ég finn (og framkvæmi oft!) Finndu mig hér!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta verður næsta mynd sem ég mun prenta út hjá Prentagram. Besta litla Emilía Íris mín sem er dóttir systur kærastans míns og án efa uppáhalds vinkona mín

Það fór fram úr öllum væntingum viðtökurnar sem bæði ég og Prentagram fengum eftir að við ákváðum að gefa nokkur gjafabréf hér á blogginu. Okkur langaði í sameiningu að þakka öllum þeim sem tóku þátt fyrir falleg orð og í tilefni þess fá allir lesendur ThorunnIvars.is kost á því að nýta sér 20% afslátt út júlí mánuð. Afslátturinn gildir af ljósmyndum, hálsmenum, kortum, póstkortum og strimlum og ljósmyndabókum frá Prentagram með því að nota kóðann: allir-elska-prentagram

Takk allir! xx