Untitled-1

Okay fattaði að ég var kannski aðeins að vera hógvær í seinasta bloggi þegar ég setti inn óskalistann fyrir ameríkuferðina. En eftir að vera núna föst í bakinu og föst á sófanum seinasta sólarhringinn ákvað ég að láta hugann reika og fór yfir allt sem að mig alveg nauðsynlega vantaði úr uppáhalds bjútíbúðinni minni Sephora. Ég mæli með því við alla að fá sér BeautyInsider kort hjá þeim því maður safnar punktum sem þú getur síðan notað til að kaupa þér vörur eða til að fá stórar prufur af vörum frítt. Með hverri pöntun máttu svo velja þér þrjár litlar auka prufur (ekki sýndar hér). En ég ákvað að setja upp fyrir ykkur á mynd allt sem ég pantaði handa mér og bestu vinkonu minni. Í rauninni var ég ekki að panta mér neitt rosalega mikið og ekki hún heldur. En fyrir alla uppsöfnuðu punktana sem ég átti inni síðan ég bjó úti gat ég fengið mér stórar prufur af ansi mörgu. Ég verð að viðurkenna að ég er búin að læra að versla á netinu svo að það borgi sig. Ég skoða síðurnar vel og finn svo alla kóða til að nota til að fá eitthvað gefins. Fyrir þær sem vilja vita hvað ég eyddi miklu þá voru þetta nákvæmlega $130 dollarar og enginn sendingarkostnaður. Nú er ég orðin alveg rosalega spennt og get ekki beðið eftir að komast út. Pantaði mér svo líka eitt stykki GlossyBox kassa sem bíður mín á hótelinu þegar ég kem út.

View Post

dior2 copy
Þessi mynd öskrar á mig sumar og svo sannarlega er ég komin í sumarfíling þegar ég er með þennan fallega rauðappelsínu varalit á vörunum. Hvernig get ég orðað þetta svo að það komist rétt til skila að í rauninni hef ég ekki sett á mig neinn annan varalit í tíu daga. Ég sem er vön að vera aldrei með sama litinn tvo daga í röð. Þessi litur finnst mér vera hinn fullkomni rauðappelsínuguli- að minnsta kosti fyrir mig.
Svo bjartur og fallegur á móti svarta hárinu.

Varaliturinn sem er samt ekki varalitur er nýjung og heitir Dior Addict Fluid Stick og kemur í glossformi en er ,,fluid stick”. Okay mjög flókið. En örugglega það sniðugasta og besta sem ég hef prófað í langan tíma. Burstinn er fullkominn og þægilega lagaður eftir vörum og þú þarft sko engann varablýant. Hann mótast fullkomnlega að vörunum og þægilegt að bera á hann bæði efri og neðri vör. Sjúkur glans, helst á allan daginn og þurrkar ekki upp varirnar. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég sé búin að fá svona að minnsta kosti 30 hrós þegar ég er með hann á vörunum.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Smellti í eina Selfie með nýja litinn.

Liturinn sem ég nældi mér í heitir ,,Aventure” eða ævintýri á íslensku og finnst mér hann ævintýri líkastur. Sterkur, glansandi og líflegur. Ef þú ert að leita þér að nýjum varalit fyrir sumarið þá mæli ég með þessari nýjung frá Dior. Einstaklega góður líka fyrir þær sem eiga kannski örlítið erfitt með að bera á sig varalit (það getur alveg verið smá tricky!) og held ég að hann henti öllum mjög vel útaf einstökum burstanum. Mér finnst hann líka bara svo flottur og góður að ég held ég þurfi engan annan. Hann kostar kannski alveg sitt en þú þarft bara einn! Þó að mig langi líka í skærbleikan, kannski ég næli mér í hann í útlöndunum.

IMG_3362

Ætlaði nú bara rétt að láta vita af mér þar sem ég er búin að vera myndavélarlaus alla vikuna og því lítið gerst á blogginu. Allar myndirnar sem ég var síðan búin að taka voru á flakki um norðurland með foreldrunum á minniskortinu. En nú er vélin komin aftur til mín og hlakka ég til að sýna ykkur smá útlanda undirbúning, nokkrar nýjungar í snyrtibuddunni minni og verslaði óvart helling nýtt í dag í Vila þegar ég var á vakt. Kom bara svo mikið nýtt í búðina og ég búin að vinna alla daga í maí svo ég átti smá skilið að versla smá. Keypti margt sumarlegt og sætt og sýni ykkur í daglegu dress póstunum. Ekki missa svo af instagrammara vikunnar í Séð & Heyrt þessa vikuna – því auðvitað er það ykkar einlægi kaupalki og ekki gleyma að fylgja @thorunnivars.

eyeslices1

Ég fjallaði um EyeSlices augnayndin á síðunni um daginn og nú langaði mig að athuga hvort að það væri nú ekki smá áhugi á því að fá að prófa EyeSlices augnpúðana. Mér finnst þeir vera svona algjört extra dekur eftir langan dag. Ef þú vinnur vaktavinnu, átt lítið barn, ert farin að sjá fínar línur í kringum augum eða ert með bauga og þreytumerki í kringum augun. Ég sé mikinn mun á mínu augnsvæði eftir að hafa notað púðana í 10 daga. Finnst ég frísklegri og sé ekki jafn mikil þreytumerki. Mig langar að gleðja fjóra lesendur með EyeSlices og mæli ég með því að þú lesir vel og vandlega textann hér fyrir neðan og veljir þér lit sem þú heldur að henti þér best. Þú getur lesið ýtarlega færslu um augnayndin hér. Þurfum við ekki allar á því að halda að endurhlaða orkuna?

eyeslcies

Skínandi augu – fjóublár
Njóttu þín í sumar þrátt fyrir ýmis konar ofnæmisviðbrgöð í augunum.
Léttu þér lífið með fjólubláum augnayndum með vallarhélukrans og
Aloe Ferox sem vinnur gegn óþægindum að völdum ofnæmis.

Glæsileg augu – brons litaður
Láttu það eftir þér að slaka á og fá fallegri augnsvip með brons lituðu augnaydunum.
Innihalda selgresi og eikarepli sem vinnur á fínum línum á augnsvæðinu.

Björt augu – grænn
Léttu þér amstur dagsins og dekraðu við þig með grænum augnayndum.
Innihalda Ylliber, hvíta lilju og Suma-rót sem vinnur á þrota og baugum.

Falleg augu – blár
Vinnur þú vaktavinnu eða vakir yfir ungum börnum?
Endurheimtu ferskleika með bláum augnayndum sem innihalda Alpa-kolla og
eplahýði sem vinna á rauðum augum og þreytuummerkjum á augnsvæðinu.

Fylgdu svo þessum leiðbeiningum hér til að vinna. Ekki gleyma að
kommenta hér fyrir neðan og segja hvaða litur myndi henta þér og af hverju.

a Rafflecopter giveaway

Dreg út 4 heppna lesendur á fimmtudagskvöldið.