IMG_4852

Eitthvað sem ég er búin að búa mig undir lengi. Að kveðja þessa fallegu borg og fallegu vinkonur mínar. Þetta er búið að vera stórkostleg ferð bæði í Florida með foreldrunum en það toppar ekkert ógleymanlega daga fulla af mat, djammi og ferðalagi með vinkonunum um LA. Ég fór á alla uppáhalds staðina mína, borðaði uppáhalds matinn minn, hitti uppáhalds fólkið mitt og naut í botn. Alltaf gott að stoppa og njóta aðeins á þessum stöðum því maður gleymir oft í gleðinni að staldra við. Nú held ég á leið til Florida til foreldranna mjög sátt með dagana sem eru að baki. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili því ég þarf að fara í flug en læt fljóta með þessa fallegu mynd sem ég tók af pálmatrjám í Santa Monica í gær. Ég set inn mjög langt mynda blogg um helgina þegar ég hef tíma til að fara yfir allar 800 myndirnar á myndavélinni minni og aðrar 800 á símanum. Get ekki beðið eftir að komast heim á endanum að knúsa minn allra besta. Fylgist með ævintýrunum hennar Birgittu á meðan hún stundar nám við Stanford háskóla í Norður-Kaliforníu í sumar á ferðablogginu hennar á www.birgittasig.wordpress.com (#whatanerd). Ég er alveg að fara að grenja því það er mjög erfitt að skilja eftir sínar bestu LA vinkonur eftir en hvað þá að þurfa að skilja við síamstvíburann minn í allt sumar.

Takk fyrir mig LA, sjáumst vonandi að ári!

Save

lastnight

Dagurinn í gær var rosalega yndislegur og byrjuðum við Birgitta daginn á “hike-i” upp Runyon eins og þið lásuð kannski í gær. En um kvöldið fórum við allar dressaðar á hmm..kannski stað sem var ekki alveg svona fínn. En okkur langaði svo rosalega mikið að fara í nýju fötunum okkar að vera svolítið fínar. Ég hóaði mínum bestu LA vinkonum saman og borðuðum við og drukkum langt fram á kvöld. Æjj það er bara ekkert betra. Síðan sváfum við Birgitta á okkar ljúfa eyra til klukkan 9 í morgun og skottuðumst svo til Santa Monica.

Þó að ég segi sjálf frá er alveg smá fyndið að vera þrjár dökkhærðar í einni lítilli íbúð. En við erum allar komnar með okkar eigin Disney karakter sem passar vel við okkur. Stelpurnar eru svo miklu miklu tanaðari svo að auðvitað er ég Mjallhvít, Birgitta er Jasmín því hún er í ljósbláu og kemur ekki á óvart að Katie er Pocahontas.  Á morgun er seinasti dagurinn minn í LA, vá hvað ég er sorgmædd og held ég að ég eigi eftir að gráta eins og lítið smárbarn. Við Katie förum samferða út á flugvöll því hún er að fara heim til Indiana. Það verður svo erfitt að skilja Birgittu mína eftir og sé ég hana ekki fyrr en í haust. Sumarið verður alveg hálft án hennar með mér í ræktinni og út að labba með Cosmo. En nú ætlum við að fara að sofa því það er spinning í fyrramálið í gamla gymminu mínu og svo Egg´s Benedict í Brunch, namm!

Thorunn: Topshop Jumpsuit – Zara Heels
Birgitta: Zara Jumpsuit – Zara Blazer – Zara Heels
Katie: 90s Lullaby Jumpsuit – Zara Clutch

Save

photo 1
Processed with VSCOcam with f2 preset
Processed with VSCOcam with f2 preset
Processed with VSCOcam with f2 preset

Yndislegur dagur að baki. Við vöknuðum snemma og skelltum okkur í smá hike upp Runyon Canyon. Sem er svona “hiking trail” bakvið Hollywood og maður sér Hollywood skiltið í fjarlægð. Mjög yndislegt og vorum við snöggar upp á topp og niður aftur og hámuðum svo í okkur mexikanskan. Duttum svo óvart inní Sephora og Victoria’s Secret. Fólkið í búðunum er farið að þekkja okkur með nafni og er það orðið svolítið vandræðalegt. Enduðum svo þennan yndislega sólríka dag á meiri mat, makkarónum og tveggja klukkustunda sólbaði á þakinu á háhýsinu sem við búum í.  Við erum búnar að borða svo mikið í dag ég held að við komumst ekki í fötin til að fara út og fá okkur drykki og forrétti með stelpunum í kvöld. Eins gott að við fórum og hreyfðum okkur í morgun. Lífið er svo gott að ég held ég tými ekki að fara heim en einungis tveir heilir dagar eftir og svo þarf ég að kveðja vinkonurnar og Birgittu sem ég sé ekki fyrr en í haust því hún er að fara til Stanford í sumar í skóla.

Save

IMG_4684IMG_4692IMG_4678

Eftir að hafa slefað á koddann í 10 klst skelltum við stelpurnar okkur saman í Brunch á stað sem heitir Artisan House og er bara hérna við hliðin á okkur. Við Birgitta gátum með engu móti ákveðið hvað ættum að panta okkur svo við ákváðum að panta bæði Eggs Benedict (uppáhald) og pönnukökur og deila. Við bara getum ekki hætt að borða. Eftir það skelltum við okkur í the Grove og versluðum lífsnauðsynjar. Keypti mér rosalega fínan samfesting í Topshop, kimono og topp í Zara. Endir á góðum degi með kampavín að fagna 1 árs afmæli North West í Game of Thrones Partýi hér á neðri hæðinni hjá Aileen vinkonu minni í flottustu Loft íbúð lífs okkar (alveg eins og í New Girl). Ekta amerískt og allskonar skemmtilegir réttir í boði. En nú ætlum við út á vodka bar hér í næsta nágrenni, því maður verður nú aðeins að lyfta sér upp í borg englanna. Fólk er farið að virkilega hata okkur í gegnum snapchat því við gerum ekkert annað en að deila með fólki öllu því yndislega sem við sjáum og gerum..og borðum!

Save

Save