svefnherbergið

Ég ætlaði að vera fyrir löngu að sýna ykkur miklu meira frá íbúðinni okkar. En hmm..ég er ekki búin að vera alveg jafn dugleg að gera fínt og fallegt í kringum okkur eins og ég ætlaði mér. En við ætlum ekki að búa hér mjög lengi svo ég ætla ekki að eyða orku eða tíma í að gera þessa íbúð tipp topp.

View Post

zarasummer
Eins og þið vitið þá á ég það til að finna mér alltaf eitthvað fínt og fallegt í Zara. Ég versla mun minna þar eftir að ég hætti að vinna þar en það er nú bara ágætt fyrir bankabókina. En þegar ég komst út var Zara fyrsta búðin sem ég fór í. Ég nældi mér í ýmislegt og þar á meðal þessar flíkur hér plús einar sætar mynstraðar buxur (hér).

Ég sé ekki beint fram á að nota stuttbuxurnar mikið hér heima en notaði þær mjög mikið úti. Kimono-inn nota ég mjög mikið og hvíti bolurinn klassískur. Sólgleraugun keypti ég meira sem djók en ég gleymdi mínum heima á Íslandi og vantaði einhver til að vera með í sólbaði. Ég veit að Kimono-inn hefur verið til hérna heima og hef ég rekist á margar ansi fínar í honum og þess vegna varð ég bara að fá mér líka. Sumarleg og sæt yfirhöfn.

Ég mun sýna ykkur flíkurnar í outfitt bloggum og þegar ég kemst niður á jörðina eftir að hafa verið veik þá skal ég byrja aftur að taka dagleg outfit hérna heima. Á morgun ætla ég í fyrsta skipti í ræktina í viku, ég er svo ógeðslega spennt! Munið svo endilega að henda á mig kommentum ef þið viljið að ég fjalli um eitthvað sérstakt.

Flíkurnar fást allar í Zara (veit þó ekki hvort þær fáist á Íslandi)

sandals

Heyrðu já það var ansi lítið um skókaup í utanlandsferðinni en ég nældi mér bara í þessa sandala og lyftingarskó. Mjög basic og eina sem mig vantaði. Reyndar um leið og ég steig á klakann fór ég í Bianco og nældi mér í geggjaða hæla sem ég hlakka til að nota meira í sumar og haust, sýni ykkur þá bráðum. Ég er persónulega mjög mikið að fýla bæði Birkenstock sandala og þessa sem eru með leðri svona krossuðu yfir ristina.

Eftir endalausa leit af hvítum Birkenstock söndulum fann ég þessa fullkomnu sandala frá Sam Edelman í Nordstrom. Var búin að rekast á þá útum allt á netinu áður en ég fór út en endaði svo á að kaupa þá þegar ég sá þá í eigin persónu. Ýkt þægilegir en líta jú örlítið út eins og baðskór. Mér líður eins og einni gamalli skvísu á leið í pottinn í Kópavogsslauginni en samt svo töff. Elska leðrið sem krossast svona yfir og auðvitað fékk ég mér þá í hvítu og svörtu. Naglalakkið á tásunum fær að njóta sín heldur betur. Í augnablikinu hafa þeir ekki fengið að fara út úr húsi hér á Íslandi en vonandi verður breyting þar á eftir að óveðrið gengur yfir. En í augnablikinu nota ég þá sem inniskó. En kærastinn er í Birkenstock svo við erum mjög flott hérna heima að labba upp og niður úr þvottahúsinu…haha.

Þú færð skóna hér:

ps. Ég sá að það var frekar mikill áhugi fyrir því að ég héldi fatamarkað enn á ný. En ég er ekkert með alltof mikið af fötum og nenni alls ekki að taka myndir af öllu. Því vantar mig að vita hverjar myndu hafa áhuga að koma og skoða. Ég nota föt XS-S og skó númer 36-37. Ég er ekkert með alltof mikið af fötum en slatta af glænýjum og ónotuðum fötum (3-4  svarta ruslapoka). Endilega joinið þennan event hér eða leitað að atburðinum undir “fatasala ThorunnIvars.is” á facebook!

egf

Ég fékk ótrúlega fallegan pakka sendan frá Sif Cosmetics eftir að ég kom frá útlandinu. En í honum voru tvær vörur úr línunni frá þeim. Ég vissi ekkert við hverju átti að búast þar sem ég hafði aldrei prófað vörurnar frá þeim áður en vissi af fullt af konum sem elska húðdropana og á meðal þeirra er móðir mín. Ég sef ótrúlega mikið (jebb ég þarf 10 klst) en samt sem áður sér á augunum mínum vegna þess að ég nota gleraugu og er mikið fyrir framan tölvuskjá. Því fannst mér yndislegt að fá að prófa nýtt augngel. Þið vitið líka alveg hversu skemmtilegt mér finnst að dekra við og hreinsa húðina og því var hreinsirinn mjög kærkominn í bjútískápinn.

View Post