snyrtibuddan

Í staðinn fyrir að raða upp vörum í Photoshop og setja inn mynd ákvað ég að taka bara mynd af snyrtibuddunni. Fæ oft spurningar hvaða vörur ég nota dagsdaglega en það breytist oft á milli daga en ég er alltaf með “staðalbúnað” í snyrtibuddunni og bæti svo vörum í eða tek úr eftir því hvað ég er að fíla. Þetta er svona “hversdags”spasslið sem ég nota áður en ég fer í vinnuna á morgnanna. Vinkonum mínum finnst ég mála mig alltof mikið en mér finnst þetta einmitt mjög lítið.

Í augnablikinu er mikið í uppáhaldi sem ég keypti mér úti í ameríkunni og þar að meðal tvær nýjar vörur frá merkinu Anastasia. Dipbrow sem er mesta augabrúna snilld sem ég hef á ævinni kynnst (einskonar gel) og nýja contour pallettan mín. En á morgnanna nota ég mjög takmarkað magn en skyggi alltaf smá undir kinnbeinin og set smá highlighter ofan á þau. Felarinn sem ég er að nota núna finnst mér ekkert spes og ætla ekkert að mæla sérstaklega með honum þrátt fyrir að hann sé á myndinni.

snyrtibuddan2

Nota alltaf Lancôme farðann minn en akkurat núna hef ég ekki mikið verið að nota púður. Veit ekki alveg af hverju- en finnst ég bara fá svo flotta áferð af farðanum. Skipti svo á milli nokkura maskara. Búin að dýrka Miss Manga síðan ég prófaði hann fyrst. Eða satt besta að segja hataði ég hann þegar ég prófaði hann fyrst en svo hef ég dýrkað hann síðan ég notaði hann í annað skiptið og er þetta maskari númer tvö. Annars er ég mikið að nota nýja Dior Addict It-Lash maskarann eða YSL Babydoll maskarann sem mér finnst báðir geggjaðir.

Fékk mér þennan nýja primer úti frá merkinu dr.brandt en hann lofaði mér því að gera svitaholurnar “flawless” og ég er að fíla hann roooosalega vel. Svona smá tea-tree lykt og hreinsar svitaholurnar um leið og hann fyllir uppí.  Lang besta varan á kinnarnar er YSL Babydoll Kiss & Blush sem ég nota svona án gríns á hverjum einasta degi og skipti á milli tveggja lita sem ég á á milli daga. Er byrjuð að skella bara EOS varasalva á varirnar á morgnanna eða Baby Lips frá Maybelline (þá sérstaklega bleika því það er svo flottur litur). Dúllu snyrtibudduna fengum við Birgitta okkur  í Victoria’s Secret. Við splæstum í tvö stykki á mann á útsölu því okkur fannst þær svo fullkomnar (stórar og úr plasti svo það er ýkt auðvelt að þrífa hana).

Sýni ykkur svo kvöld rútínuna næst! Flest allar vörurnar fást hér á Íslandi en hinar fékk ég í Sephora í USA.

ps. var að klippa mig og hlakka til að sýna ykkur!

Thorun_black_blue-4 Thorun_black_blue-1

Einir vinsælustu skór sumarsins hjá Bianco. Hafa rækilega slegið í gegn vegna hversu vel þeir henta íslensku veðurfari. Fyrir mér eru þetta fullkomnir djamm skór eða skór þegar ég vil vera aðeins meiri skvísa. Frekar háir, grófir og rosalega þægilegir. Í tilefni mið-sumars ætla ég í samstarfi við Bianco að gefa einum heppnum lesanda par af Neela Boot.

Fylgdu þessum leiðbeiningum hér fyrir neðan til að eiga kost á að vinna. Til að eiga meiri möguleika er best að fylgja öllum leiðbeiningum og muna að skrifa athugasemd við færsluna og segja hvaða stærð þú notar. Miðað við hversu mikið ég elska mína veit ég að þessu leikur á eftir að slá í gegn. Endilega hjálpið mér líka að deila honum svo fleiri taki þátt. 

a Rafflecopter giveaway

coffeetablebooks

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef safnað stórum “Coffee Table” bókum síðan að ég eiginlega man eftir mér. Finnst flottar bækur gera svo ótrúlega mikið fyrir heimilið. Fyrsta bókin mín var stóra fræga Tom Ford bókin sem ég plataði bróður minn til að gefa mér í 16 ára afmælisgjöf. Síðan þá hef ég ekki getað hætt og næli mér í 1-2 í hverri utanlandsferð. Hef ekki fengið margar að gjöf en það góða við að læra fatahönnun í flottum erlendum skóla er að allar flottustu bækurnar eru skólabækur í náminu.

coffeetablebooks3

Ég á endalaust af bókum og eru allar skápar fullir en ég kem þeim því miður ekki öllum fyrir hér heima þannig að hver og ein fái að njóta sín. Helmingurinn af safninu er enn heima hjá foreldrunum. Ég er með nokkrar bækur í stafla á sjónvarpsbekknum en það eru bækurnar  9 Heads og Face Fashion eftir gamla fashion illustrations kennarann minn Nancy Riegelman. Bækurnar eftir hana þykja mjög vinsælar sem mublur á flottum heimilum og spotta ég þær alltaf þegar ég skoða flott “tísku” heimili. Mínar eru reyndar mikið notaðar útaf náminu og er ég nýbúin að taka alla post-it miðana úr þeim. En það er líka svo gaman- ég á eina í viðbót eftir hana sem heitir Colors of Modern Fashion en hún greyið er inní skáp. Ég tek oft bækur úr kápunni (eða blaðinu sem er vafið utan um) því oft finnst mér þær klassískari og fallegri án hennar og því tók ég Influence eftir MK og A Olsen úr kápunni. Miklu flottari svona svört með gull stöfum. Fallega konan á myndinni er amma Anna heitin (amma kærastans míns). Mér finnst svo gott og hlýlegt að hafa hana hjá okkur þó svo að ég hafi aldrei hitt hana.

Næst langar mig í stóran stóran bókaskáp þar sem ég get hýst allar hinar bækurnar mínar. En þær eru flest allar tískubækur, listasögu, arkitektúr og myndlistarbækur. Framtíðar draumurinn er auðvitað að vera með sér lesstofu undir allar bækurnar með hillur alveg upp í loft..guð hvað ég hlakka til að raða í þær hillur. En ég verð örugglega um sextugt þegar sá draumur verður að veruleika.

Titlar sem ég á & mæli með:

Tom Ford
IT eftir Alexa Chung
STARCK eftir Simone Philippe
Edie: Girl on Fire eftir David Weisman
Myndlist í 30 þúsund ár ritstjóri Anielle Kvaran
9 Heads eftir Nancy Riegelman
Face Fashion eftir Nancy Riegelman
#Girlboss eftir Sophia Amoruso (mjög flott tekin úr kápunni)
The Art of Couture Showing by eftir Zoya Mudelman (fyrir þær sem sauma)
Fashion History from the 18th to the 20th Century frá Taschen
The Fashion Book frá Phaidon
Kate Moss eftir Mario Testino

& svo fullt fullt meira..skal bæta inná þennan lista þegar ég man fleiri titla

ps. ég mæli með því að fara vel með allar bækur en ekki drösla þeim á milli landa og borga eins og ég hef þurft að gera. Flest allar skólabækurnar mínar flutti ég með mér heim því þær voru bara of dýrmætar. Ég þurrka af þeim öllum reglulega! Það er alltaf hægt að finna flottar bækur hér heima á Íslandi en finnst mér þær mjög dýrar. Ég reyni að finna flottar bækur í Urban Outfitters og Barnes & Noble þegar ég fer til USA. Mæli líka með því að finna þær á góðu verði á Amazon.com en þar hef ég nælt mér í mjög margar dýrar ódýrt.

homesweethome

Var að koma heim í morgun. Vá hvað það var gott að knúsa kallinn sinn eftir tveggja vikna aðskilnað. Það er búið að vera hefð hjá okkur að fara í sitthvoru lagi til útlanda. Nú verður bundinn endi á það. Í gær var 5 klst bið eftir næsta flugi í Boston og hafði ég aldrei séð borgina. Við familían ákváðum því að skoða hana á bát og fá okkur ekta Boston humar í kvöldmat. Vá, mig langar að bóka flug strax til Boston með kæró. Next up, helgarferð í tilefni 25 ára afmælisins til Boston. Nú þarf ég að byrja að safna!

Ég er ótrúlega þreytt eftir allt ferðalagið og er að reyna að taka upp úr töskunum. Það var ekkert mál að koma nýju fötunum fyrir þar sem ég verslaði mjög lítið fatakyns en það á ekki alveg sama við um snyrtivörurnar. Það er allt á haus hérna og ég þarf að finna einhverja nýja leið til að geyma allt nýja dótið. En hér er mynd af nokkrum af þeim hlutum sem ég keypti mér úti. Uppáhalds kertið mitt í öllum heiminum sem heitir Silver Birch og fæst einungis í verslunum Henri Bendel sem eru sjaldséðar (líka uppáhalds kerti Blake Lively). Ég keypti tvenn kerti en ég á örugglega aldrei eftir að kveikja á þeim útaf því hreinlega bara tými því ekki. Nældi mér í IT bókina eftir Alexa Chung, nýtt naglalakk frá Essie sem heitir Lovie Dovie og flotta hringa úr Topshop. Pálmatrés boxið er utan af makrónum frá Bottega Louie sem við Birgitta borðuðum við sundlaugina einn daginn. Kassinn fannst mér svo ótrúlega fallegur að ég tók hann með mér heim og ætla að geyma eitthvað fallegt í honum.

Ég var beðin um um daginn að gera “guide” að flottustu Coffee Table bókunum þar sem ég er mikill bóka safnari. Stofuborðið mitt er stútfullt af flottum bókum sem eru meira mublur og skemmtiefni fyrir gesti þegar þeir koma heldur en eitthvað annað. Ég lofa að gera flottan lista yfir “must have” Coffee Table bækurnar í vikunni og sýna ykkur mínar í leiðinni.