heimiliðóskalisti
Okay, ég er allt í einu á einhverju íbúðar net-búðarrápi. Það kom yfir mig fullt af innblæstri hvað varðar heimilið í dag og er stefnan tekin á að gera nokkra hluti í ágúst. Ég ætla að losa okkur við núverandi stofugardínur og setja upp hvítar strimla, setja upp nokkrar myndir og eina hillu sem mig nauðsynlega vantar í svefnherbergið undir bækur og skó. Kannski ég skelli meira að segja í eina myndahillu í viðbót. Ég hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

Við erum núna með risa stóran hvítan leðursófa (3 m á lengd!) sem er jú einstaklega þægilegur og ligg ég alltaf í honum og skrifa bloggfærslur. En samt sem áður langar mig svo í ljósgráan sófan og setja í hann fallega ljósbleika, gráa, svarta og hvíta púða. Við erum með hvítan háglans sjónvarpsbekk og eru flest öll húsgögnin okkar hvít en stofuborðið er ljóst með glerplötu og er ótrúlega þægilegt fyrir allar bækurnar mínar en langar svo mikið í Tray borðið frá Hay. Auðvitað er Kubus kertastjakinn mjög ofarlega á óskalista ásamt iittala kökudisk með standi en ég á alveg eins nema án stands sem er blár en það passa ekki allar rósakökur við hann. Design Letter bollar með stöfunum T (Thorunn) & H (Harry) væru fallegir á litla hillu í eldhúsinu ásamt iittala hvítvínsglösum. Eldhússtólar væru líka kærkomnir þar sem við erum enn ekki búin að kaupa okkur og sitjum á barstólum…haha!

Nú er bara að vona að vinir og ættingjar lesi þetta blessaða blogg mitt og muni eftir 25 ára afmæli
stelpunnar 4. september næstkomandi (setið nú þessa færslu í bookmarks!).

ps. endilega fylgist með mér á Pinterst en þar set ég inn fullt af fínum hugmyndum sem ég finn (og framkvæmi oft!) Finndu mig hér!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta verður næsta mynd sem ég mun prenta út hjá Prentagram. Besta litla Emilía Íris mín sem er dóttir systur kærastans míns og án efa uppáhalds vinkona mín

Það fór fram úr öllum væntingum viðtökurnar sem bæði ég og Prentagram fengum eftir að við ákváðum að gefa nokkur gjafabréf hér á blogginu. Okkur langaði í sameiningu að þakka öllum þeim sem tóku þátt fyrir falleg orð og í tilefni þess fá allir lesendur ThorunnIvars.is kost á því að nýta sér 20% afslátt út júlí mánuð. Afslátturinn gildir af ljósmyndum, hálsmenum, kortum, póstkortum og strimlum og ljósmyndabókum frá Prentagram með því að nota kóðann: allir-elska-prentagram

Takk allir! xx

IMG_5697

Hér er ég ómáluð á leiðinni í ræktina með eina umferð af Million Dollar Tan sem ég bar á mig í gær morgun

Það verður að viðurkennast að ég nota einstaklega mikið af brúnkukremi. Mér finnst bara miklu betra að vera með smá lit á húðinni. En ég ber á mig sirka 1-2x í viku og þá oftast ef ég er að fara eitthvað. Það er búið að taka mig mörg ár að finna þær vörur sem ég fýla í botn. Því það er oftast eitthvað við hvert og eitt brúnkukrem sem ég hef prófað sem ég fýla ekki. Ég var svo heppin að fá að prófa Million Dollar Tan línuna og var fljót að næla mér í annan skammt. Ég er búin að fá miljón hrós fyrir fallegan lit og hafa vinkonur mínar tekið eftir að ég sé búin að skipta um brúnkukrem.

View Post

prentagram

Hvar á ég að byrja? Okay fyrir löngu síðan var ég búin að ákveða að mig langaði í svona hvítan ramma með fallegum myndum sem ég hafði tekið sjálf og var upphaflega hugmyndin af hafa myndir af okkur hjónaleysunum. Svo eru bara til svona 5 “góðar” myndir af okkur saman og því eiginlega hætti ég við að panta mér svona grip hjá Prentagram. Svo fékk ég þá hugdettu þegar ég kom heim að setja myndir úr LA ferðinni í rammann. Ég hef sjaldan verið jafn sátt við eina hugmynd því við vinkonurnar tökum okkur ansi vel út í rammanum þó að ég segi sjálf frá. Þessi rammi hefur að geyma öll þau bestu móment úr ferðinni ásamt því að vera með ekta Californiu brag- as in pálmatré, strendur og In N´Out hamborgara og franskar.

Næst langar mig að segja ykkur frá fyrirtækinu Prentagram. Ef ég gæti kosið fyrirtæki á Íslandi með bestu þjónustu sem ég hef á ævinni upplifað væri Prentagram þar fremst í flokki. Ég pantaði myndirnar mínar í gær og fékk ég símtal í dag um að ramminn væri tilbúinn. Fimm mínútum seinna var raminn mættur til mín í vinnuna! Önnur eins þjónusta!

IMG_5672

Síðan langar mig líka að segja ykkur frá gæðunum og hversu vandað er til verks er hjá Prentagram. Ramminn er handsmíðaður og notast er við hágæða hráefni. Ég er með hinn fullkomna ramma í höndunum og eru myndirnar og gæðin fullkomin. Nú er ég með allar fallegu Cali stelpurnar mínar upp á vegg og get ég ekki beðið eftir að hinn helmingurinn af mér komi sér heim frá Stanford í ágúst. Auðvitað fær myndaramminn að prýða fallegasta hornið í íbúðinni sem er skrifstofu- og
vinnuhornið mitt sem þið þekkið mæta vel.

Í tilefni þess að ég sé svo ótrúlega sátt við nýja myndarammann sem prýðir nú heimilið ætla ég í samstarfi við Prentagram að gefa ykkur kæru lesendur kost á því að eignast fallegar myndir frá Prentagram. Ef þið skrifið athugasemd við þessa færslu eigið þið von á því að geta unnið gjafabréf frá Prentagram og pantað ykkur myndir af ykkar kærustu mómentum.

ps. Ég pantaði mér  hvítan 2cm þykkan ramma með 9 myndum
ps2. Ég dreg út þrjú gjafabréf á laugardag