IMG_5697

Hér er ég ómáluð á leiðinni í ræktina með eina umferð af Million Dollar Tan sem ég bar á mig í gær morgun

Það verður að viðurkennast að ég nota einstaklega mikið af brúnkukremi. Mér finnst bara miklu betra að vera með smá lit á húðinni. En ég ber á mig sirka 1-2x í viku og þá oftast ef ég er að fara eitthvað. Það er búið að taka mig mörg ár að finna þær vörur sem ég fýla í botn. Því það er oftast eitthvað við hvert og eitt brúnkukrem sem ég hef prófað sem ég fýla ekki. Ég var svo heppin að fá að prófa Million Dollar Tan línuna og var fljót að næla mér í annan skammt. Ég er búin að fá miljón hrós fyrir fallegan lit og hafa vinkonur mínar tekið eftir að ég sé búin að skipta um brúnkukrem.

View Post

Share:

prentagram

Hvar á ég að byrja? Okay fyrir löngu síðan var ég búin að ákveða að mig langaði í svona hvítan ramma með fallegum myndum sem ég hafði tekið sjálf og var upphaflega hugmyndin af hafa myndir af okkur hjónaleysunum. Svo eru bara til svona 5 “góðar” myndir af okkur saman og því eiginlega hætti ég við að panta mér svona grip hjá Prentagram. Svo fékk ég þá hugdettu þegar ég kom heim að setja myndir úr LA ferðinni í rammann. Ég hef sjaldan verið jafn sátt við eina hugmynd því við vinkonurnar tökum okkur ansi vel út í rammanum þó að ég segi sjálf frá. Þessi rammi hefur að geyma öll þau bestu móment úr ferðinni ásamt því að vera með ekta Californiu brag- as in pálmatré, strendur og In N´Out hamborgara og franskar.

Næst langar mig að segja ykkur frá fyrirtækinu Prentagram. Ef ég gæti kosið fyrirtæki á Íslandi með bestu þjónustu sem ég hef á ævinni upplifað væri Prentagram þar fremst í flokki. Ég pantaði myndirnar mínar í gær og fékk ég símtal í dag um að ramminn væri tilbúinn. Fimm mínútum seinna var raminn mættur til mín í vinnuna! Önnur eins þjónusta!

IMG_5672

Síðan langar mig líka að segja ykkur frá gæðunum og hversu vandað er til verks er hjá Prentagram. Ramminn er handsmíðaður og notast er við hágæða hráefni. Ég er með hinn fullkomna ramma í höndunum og eru myndirnar og gæðin fullkomin. Nú er ég með allar fallegu Cali stelpurnar mínar upp á vegg og get ég ekki beðið eftir að hinn helmingurinn af mér komi sér heim frá Stanford í ágúst. Auðvitað fær myndaramminn að prýða fallegasta hornið í íbúðinni sem er skrifstofu- og
vinnuhornið mitt sem þið þekkið mæta vel.

Í tilefni þess að ég sé svo ótrúlega sátt við nýja myndarammann sem prýðir nú heimilið ætla ég í samstarfi við Prentagram að gefa ykkur kæru lesendur kost á því að eignast fallegar myndir frá Prentagram. Ef þið skrifið athugasemd við þessa færslu eigið þið von á því að geta unnið gjafabréf frá Prentagram og pantað ykkur myndir af ykkar kærustu mómentum.

ps. Ég pantaði mér  hvítan 2cm þykkan ramma með 9 myndum
ps2. Ég dreg út þrjú gjafabréf á laugardag

Share:

IMG_5664

Í dag datt ég alveg óvart inn í Kringluna og beint inn í Vila. Þar fann ég mér þennan gullfallega ljósbláa bol með blúndum að neðan. Ég var ekki lengi að fara með hann á kassann og borga fyrir hann. Mátaði hann ekki einu sinni en fór svo heim eftir vinnu og skellti mér í hann og viti menn hann var fullkominn. Sjúklega flottur við háar svartar gallabuxur. Ég tók hann í medium (nota oftast nær XS í Vila) og nær hann vel yfir buxnastrenginn er samt frekar stuttur en ég vildi frekar hafa hann aðeins oversized heldur en stuttann. Ljósblár er klárlega uppáhalds liturinn minn í augnablikinu og hlakka ég til að klæðast þessum meira í sumar.

Kemur í ljósbleiku, hvítu og ljósbláu í stærðum S-XL og kostar 5.790

ps. mynd gæðin í kvöld aðeins að stríða mér- þið fyrirgefið mér það!

Share:

nike

Ætlar þú að koma með mér á Nike Sneakerball á föstudaginn?
Ég dreg út einn heppin lesanda sem fær 2 miða á ballið. Skildu eftir nafn í athugasemdum
og þú gætir verið sú heppna/heppni sem getur boðið vinkonu þinni eða vini á ballið.

Á föstudaginn verður Norðurljósum í Hörpu umbreytt í flottasta klúbb Reykjavíkur
og fram koma DJ Margeir, John Grant, Cell7, Unnsteinn Manúel og Ásdís María!

Frítt áfengi er í boði allt kvöldið og byrjar partýið stundvíslega klukkan 21:00.

Mundu bara að það kemst enginn inn án þess að vera í Nike skóm!+

Búið er að draga út vinningshafa!

 

Share: