thorunn_underarmor_uti-16 niketrthorunn_underarmor_uti-18-2
Þegar ég var úti splæsti í eitt stykki litríka Nike skó í ræktina og Crossfit. Fyrst var ég ekki viss með þetta litamunstur og hef aldrei átt fjólubláa flík á ævinni. En einhvern tíman er allt fyrst og er ég mjög ánægð með þá.
Eiginlega allir Nike Pro bolirnir mínir passa við þá og þyrfti kannski að splæsa í einn fjólubláan til að fullkomna lúkkið. Ég fékk mér Nike Pro stuttbuxur í stíl við þá úti með svona skærrauðu og fjólubláu en það dress verður ekki mikið notað hér á klakanum í sumar.

En þessir eru til í Nike Verslun hér og kosta 24.990 kr og heita Nike Free TR Fit 4 Breathe

Myndir eftir Þorstein J. Sigurbjörnsson

visionnaire
Sum blogg tekur mig 10 mínútur að skrifa en önnur taka mig margar vikur að undirbúa þar sem færslan krefst mikillar undirbúnings vinnu. Stundum þarf ég að prófa vörur lengi til að sjá árangur eða finna virkilega fyrir mun. Mig var búið að dreyma um þessa vöru síðan hún kom fyrst á markað og las ég mér til um að það tæki allt að fjórum vikum að sjá virkilegan mun. Það eru liðnar fjórar vikur síðan ég fékk mér Lancôme Visionnaire og finnst mér ég sjá það mikinn mun að ég var tilbúin að skrifa færslu og segja ykkur frá þessum gullmola.

Það eru mikil vísindi og rannsóknir sem liggja að baki og inniheldur Visionnaire “LR 2412, 1” sameind sem Lancôme hannaði. Sameindin fer í gegnum öll lög húðarinnar og stillir húðina á “sjálfsleiðréttingu”. Á yfirborðinu eyðir Visionnaire hrukkum, minnkar roða, herðir svitaholur og jafnar húðina. En vinnur líka á  innstu lögum húðarinnar og endurnýjast húðin eftir að hafa orðið fyrir sólarskemmdum eða ef þú ert með ör eftir bólur. Þetta er fyrsta serum sinnar tegundar sem inniheldur þessa einstöku sameind. Á meðan prufukeyrslunni stóð las ég mig ótrúlega mikið til um Visionnaire og komst að því að flestir sáu mun á stærð svitaholna og slétt yfirborðs.

Nú er ég kannski ekki beint hrukkót eða með ójafna húð en ég er með ágætis roða og stórar svitaholur. Og hvernig á ég að orða þetta? Húðin á mér er eins og ný! Ég er alveg að verða laus við þessar ljótu svitaholur sem farði og kinnalitir festast ofan í. Nú er ég slétt (eins og ungbarn) með engan roða. Ég er búin að vera nota 1-2 pumpur á vandræðasvæðin mín (eplin á kinnunum, nef, höku og á mitt ennið) bæði kvölds og morgna á hverjum einasta degi. Þessi gullmoli er auðvitað dýr en mjög drjúgur. Maður þarf ótrúlega lítið og dreyfist úr því endalaust. Eina sem mig langar að vara við er að mér fannst ótrúlega sárt að fá Visionnaire á varirnar en veit ég engin svör við því en þetta er ekki hannað til að snerta þær. Bar það eiginlega bara alveg óvart á mig yfir allt andlitið þegar ég prófaði það fyrst en passaði mig svo eftir það og engin vandamál.

Þú færð Visionnaire:
Árbæjarapótek, Debenhams, Hagkaup Garðabæ, Hagkaup Holtagörðum,
Hagkaup Kringlu, Hagkaup Skeifu,  Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spöng, Lyf og heilsa Kringla,
Lyfja Laugavegi, Lyfja Lágmúla, Lyfja Smáralind, Lyfja Smáratorg,
Hagkaup, Akureyri, Hagkaup, Selfoss, Lyf og Heilsa Glerártorg Akureyri & á fleiri stöðum!


IMG_5736
Það er stundum þannig að maður er buinn að hafa augastað á fötum mjög lengi- en aldrei leyfir maður sér. En í dag lét ég að því verða að loksins fá mér þessa tvo boli á útsölunni í Altis. Ég sá fyrst stelpu í þessum bol í ræktinni (mjög fyndið ef hún les þetta!) en mér fannst hún svo sjúklega flott í honum að ég varð að fá líka. Ég þorði aldrei að máta þennan bol þegar ég fór upp í Altis því ég hélt að sniðið myndi ekki henta mér. En nei nei, skellti mér í og þeir eru sniðnir á mig eins og hanski og vegna þess að það er útsala voru tveir á verði eins (byrjaði áðan!). Jafn mikið og ég vil alltaf vera í lit í ræktinni finnst mér samt gott að taka æfingar í öllu svörtu stundum.

thorunn_underarmor_uti-4underarmour
Bolirnir eru úr Studiolux línu Under Armour sem er aðeins fínni lína og hentar einstaklega vel í yoga, lyftingar og fleira
. Bolirnir heita Strappylux Tank og henta mér einstaklega vel vegna þess að það er íþróttatoppur með smá púðum innan í. En það er hægt að taka púðana úr sem er frábært og bakið er hægt að hafa bæði í kross eða ekki. Flottir og klassískir bolir sem fara ekki úr tísku. Ég er sjúklega sátt með þessi kaup.

UA Studiolux Strappylux Tank fást í Altis Hafnarfirði og öðrum betri íþróttavöruverslunum og eru
á útsölu akkurat núna á 40% afslætti og byrjaði útsalan í hádeginu í dag. Ég keypti mér þá báða í XS.

Myndir eftir Þorstein J. Sigurbjörnsson

sarahapp sarahapp2
Um daginn fékk ég að gjöf þennan ótrúlega litla sæta varaskrúbb. Nú þjáist ég að sjúklega miklu varaþurrki allan ársins hring og þarf að skrúbba einu sinni í viku. Við erum bæði svona hérna heima og eru varasalvar útum allt, á sófaborðinu, náttborðinu og í báðum bílunum. En varasalvar virka ekkert ofboðslega vel á þurrar og flagnandi varir og eru varalitir ekki mjög smart á þeim heldur. Ég hef prófað marga varaskrúbba en aldrei neinn svona góðan. Hann er hannaður af konu sem heitir Sara Happ og markmið hennar var að búa til besta varaskrúbbinn á markaðnum. Það er gamalt ráð að nota þurran þvottapoka en mér finnst þetta ekkert smart. Varirnar eru eins og nýjar og þarf maður sjúklega lítið. Ég fékk með klementínu bragði/lykt en maður á víst ekki að borða þetta en ég gerði það nú óvart og hefði alveg getað klárað dolluna því svo góður var hann!

Mér finnst skrúbburinn vera fullkomin lítil göf handa vinkonu, mömmu, ömmu eða kærustu…eða jú bara handa sjálfri þér. Pakkningarnar eru ótrúlega krúttlegar og innihaldið ekki síðra. Klementínu er sko undursamlegur og er hann bara framleiddur í takmörkuðu upplagi en ég er viss um að hinir séu ekkert síðri. Svo er ekki verra hvað þessi vara myndast vel (mér finnst það alltaf vera plús þar sem það er orðið eitt aðal áhugamálið mitt að mynda snyrtivörur haha!).

Þú færð Sara Happ varaskrúbbinn inn á Nola.is og kostar hann 4.290 kr en dugar mjög lengi! Ég er búin að nota minn sirka 4 sinnum og það sér ekki á honum eins og þú sérð, ég tók myndina í dag. Inn á Nola.is færðu einnig varasalva sem er einnig hannaður af Sara Happ og er einstaklega góður þegar maður er búinn að skrúbba varirnar.