buxur 8990 toppur 10900
Beint eftir vinnu í gær
lá leið mín í nýju Vero Moda verslunina í Kringlunni í fór opnunar partý. Ég er í sjokki, vá. Sem starfsmaður í fyrirtækinu þá hef ég stundum tekið aukavatktir í versluninni og persónulega fannst mér búðin þurfa á upplyftingu á að halda. En vá, þetta fór langt fram yfir mínar vonir. Búðin er ótrúlega smart, lýsingin æðisleg og bara allt flott. Ég sveik ekki lit og nældi mér í bláa dressið á myndinni, appelsínugulan íþróttatopp, gráan íþróttabol og svo hvítan stuttermabol til dagsdaglegra nota (stórt OOPS!).

yasoutfit
Sjálf fór ég beint í ræktina eftir opnunina og prufukeyrði dressið og stóðst það allar mínar væntingar! Íþróttatoppurinn er svo sjúkur og bakið svo flott ef maður í gráa bolnum yfir og mæli ég með því að þið séuð komnar ekki seinna en klukkan 09:00 í búðina í dag. Ég prófaði að fara í bæði bláu buxunar og bláu peysuna (fann ekki mynd af henni) saman og var fljót að komast að því að þetta væri eitt flottasta hlaupa outfit sem ég hef á ævinni mátað. Mér finnst appelsínugult við dökkblátt vera ein flottasta litasamsetning sem til er. En það er vegna þess að blár og appelsínugulur eru algjörlega andstæður í litahjólinu (color wheel). Á næstu dögum ætlum við Þorsteinn svo að mynda þær flíkur sem ég nældi mér í.

En vinningshafinn í þessum skemmtilega leik er:

 Katrín Ösp Jónasdóttir

En hennar bíður 10.000 kr gjafabréf í verslunina í versluninni sjálfri
svo hún getur mætt strax á staðinn og nælt sér í fallega flík úr nýju Vero Moda búðinni!

Fyrir þær sem eru utan að landi og langar að panta sér flíkur úr línunni þá tók ég XS í bláu æfingabuxunum,
S í peysunni (fannst hún mjög lítil), S í gráa æfingabolnum og XS í appelsínugula íþróttatoppinum.

Hér
sjáiði vörurnar úr línunni betur.

livingroom1
Innnanhús perrinn í mér er loks að njóta þess að láta ljós sitt skína. Það er svo margt á döfinni að ég hef varla tíma til þess að spá í þessu öllu. En við ákváðum að skipta út hvíta sófanum okkur út fyrir ljósgráan. Er að deyja úr spenningi og síðan eru á leiðinni nýjar skjanna hvítar gardínur fyrir 4m gluggann sem nær alveg frá gólfi og upp í loft. Um helgina ætlum við svo að spreyja stofuborðið skjanna hvítt og ætla ég að gera mér þó nokkrar ferðir í búðir í leit að hinum fullkomnu púðum til að setja í sófann. Langar rosalega í einn Dot frá Hay en úfff…held ég verði að bíða eftir að einhver splæsi í ljósbleikan handa mér í afmælisgjöf.

Auðvitað er litapalletan sem ég er búin að ákveða fyrir íbúðina mjög ljós og langar mig helst að púðarnir séu svartir, hvítir og ljósbleikir. Ég er afskaplega hrifin af þessum ljósgræna lit sem er á veggjunum á myndum og held að mig langi til að mála vegginn sem eldhúsborðið okkar situr upp við í þessum lit. En við erum einmitt með málverk upp á vegg sem elsku pabbi minn málaði fyrir mig í þessari lita pallettu eins og á myndunum. Ég held að þetta gæti orðið alveg æðislegt. Ég myndi ekki slá hendinni á móti svona Los Angeles vegg plagati heldur. Næst liggur svo leið mín í Glerborg en ég er að láta sérsmíða fyrir mig fallega og mjög plain spegla til að setja í andyrrið og inn í svefnherbergi. En mér finnst þeir sem við erum ekki nógu stórir. Íbúðin okkar er rétt um 80 fermetrar og held ég að stórir speglar stækki pínku litla svefnherbergið mikið. Svo er ég löngu löngu búin að hanna nokkur verk sjálf til að setja í ramma en strákarnir á Merkistofunni sáu um að prenta þau út fyrir mig- en seina ég er ekki einu sinni búin að fara að kaupa ramma fyrir þau og hvað þá sækju þau til strákanna!

Nú ætla ég að klára þetta skemmtilega verkefni og sýni ykkur fallega heimilið þegar það er tilbúið! Jii hvað ég er spennt

jakki 10900 2buxur 8990 toppur 10900buxur 10900 toppur 8990
Í tilefni opnunarinnar á nýju Vero Moda búðinni ætla ég að hefja stuttan leik fyrir ykkur svo að einn heppin lesandi geti farið og nælt sér í eitthvað nýtt og fínt. En von er á nýju Y.A.S Sport línunni í búðir Vero Moda á fimmtudaginn. Þar sem ég er mikill ræktarfíkill og veit að margar sem lesa eru það líka er ekkert skemmtilegra en eins og ein fín ný flík í ræktina. Sjálf er ég alveg með á hreinu hvað ég ætla að næla mér í og verð mætt á slaginu að kaupa mér dress. Ég er mikill aðdáandi flottrar íþróttafatahönnunar og gerði ég mörg verkefni sem ég einblýndi á sportfatnað þegar ég var sjálf í námi í fatahönnun. Ég er með heilu collection-in tilbúin í tölvunni og hlakka til að hanna mína eigin sportlínu (one day!).

Mig langar mest í dökkbláa dressið- buxurnar og peysuna og finnst mér svarti jakkinn nokkuð ómótstæðilegur en mér finnst best að eiga sér yfirhafnir (sem verða samt að vera flottar) til að nota í og úr ræktinni þar sem ég vil ekki fara sveitt í t.d. úlpuna mína eða aðrar yfirhafnir.  Ég hlakka samt mest til að prófa fötin og sjá hvort þau standist háu standardana mína þegar það kemur að íþróttafötum!

Segðu mér hér fyrir neðan hvaða dress þér finnst flottast og þá ertu komin í pottinn.
Ég dreg út mjög snemma á fimmtudagsmorgun svo að sú heppna geti farið beint í búðina og nælt sér í flík.
Vero Moda Kringlunni  opnar á slaginu 9:00 á fimmtudagsmorgunin og er ég persónulega mjög spennt að sjá nýju verslunina.

Það er ekkert meira hvetjandi en nýtt dress í ræktina!

Leikurinn er búinn!

IMG_6017IMG_6008IMG_5997IMG_6023IMG_6011IMG_6007IMG_6020
Fékk virkilega gott boð í morgunverðurfund á vegum Y.A.S sem er undirmerki Vero Moda. Í tilefni opnunnar nýju verslunarinnar á fimmtudaginn var nokkrum velvöldum bloggurum og fjölmiðlaskvísum boðið á yndislegan morgunverð á Nauthól. Lovísa markaðstjóri stendur  alltaf fyrir sínu og klikkar ekki á að bjóða okkur stelpunum upp á gríska jógúrt, ávexti og ýmislegt fleira. Við fengum að sjá nýju flíkurnar sem væntanlegar eru í Vero Moda á fimmtudaginn og er ég extra spennt þar sem Y.A.S er mitt uppáhalds merki innan Bestseller keðjunnar (Vero Moda, Selected, Vila og fleiri). Ég á örfáar flíkur frá merkinu sem ég hef nælt mér í gegnum tíðina og þykir extra vænt um. Við fórum allar heim með veglegan “goodie” poka frá Y.A.S sem innihélt sætar litlar gjafir frá Vero Moda.

Auðvitað mætti ég á svæðið í nýju uppáhalds buxunum mínum en þær eru frá Vero Moda
og glænýja jakkanum úr Zara. Bol úr Zara og sjúku hælunum mínum frá Bianco sem þið þekkið allar.

Takk fyrir mig! xx