sephorakarfan1

Birgitta vinkona er á leið heim frá Stanford í enda ágúst- því var tilvalið að plata hana að kyppa smá heim fyrir make up fíkilinn. Mig vantaði nokkra hluti alveg “nauðsynlega” og svo bætti ég aðeins við. Alltaf gaman að prófa nýtt og spennandi. En við vinkonurnar lesum alltaf reviews og stjörnugjöfina á vörunum áður en við kaupum. Ættir að sjá okkur saman í búðinni komnar inná Sephora WiFi að skoða reviews fyrir hverja einustu vöru sem við kaupum okkur (í svona 2 klst). Við erum svo kræfar að við erum báðar í klúbbinum VIB eða (Very Important Beauty Insider) en maður þarf að eyða dágóðri summu til að komast í þann hóp. En ég reyni nú alltaf að kaupa það sem ég hef ekki tök á að kaupa hér heima og eitthvað sem er nýtt og spennandi á markaðnum fyrir bjútí fíkla eins og mig. 

Mig vantaði nauðsynlega að kaupa einn haus fyrir viðkvæma húð framan á Clarisonic Plus húðhreinsiburstann minn og pantaði svo smotterí með. Living Proof er nýtt hárvöru merki sem Birgitta var búin að segja mér frá og ég fékk að prófa þegar við vorum úti en ég ákvað að skella mér á bæði sjampó og hárnæringu ásamt svörtum maska fyrir andlitið frá Dr.Jart. Auðvitað læddist eitt naglalakk frá Formula X í körfuna þar sem það merki er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Liturinn heitir Dark Matter og er klassískur svartur og flottur fyrir veturinn (þetta lakk helst á endalaust!). Síðast en ekki síst langaði mig að prófa Microdermabrasion skrúbb frá Dr.Brandt (ég er mjög hrifin af Dr.Jart & Dr. Brandt merkjunum) en ég hef aldrei prófað neitt af þessum toga áður svo ég pantaði mér minni útgáfuna. Ég sýni ykkur svo vörurnar þegar besta mín kemur heim.

Síðan komu með nokkrar prufur af hinu og þessu dúlleríinu. Oops, var ég ekki í útlöndum!

Linkar á vörurnar:

Living Proof Perfect Hair Day Shampoo
Living Proof Perfect Hair Day Conditoner
Dr. Jart+ Pore Minimalist Mask
Clarisonic Replacement Sensitive Brush Head
Formula X Dark Matter
Dr.Brandt Skincare Microdermabrasion Skin Exfoliant

cilstint
Ef þú ert virkur blogglesandi þá ertu löngu búin að frétta af þessari nýjung frá Lancôme. Cils Tint er maskari sem þú þarft ekki að þrífa af í 3 daga. Ég er búin að eiga minn í þó nokkurn tíma og er þessi maskari algjör snilld. Hann er bara litur- ekki ætlaður til að lengja, þykkja eða neitt annað. Ég er ekki ein af þeim sem getur skilið snyrtibudduna eftir heima þegar ég fer út úr bænum en þó er ég í þeim hópi fólks sem æfir rosalega mikið og oft á miðjum degi. Mér finnst eiginlega ekkert leiðinlegra en að setja á mig maskara svo þetta sparar mér alveg 1-2 skipti. Hann fer því ekki af þótt að ég hreinsi húðina með farðahreinsi (þó ekki olíu). Maskarinn er snilld fyrir komandi helgi og ef þú stundar mikla útivist eða ert einfaldlega leitingi eins og ég sem nennir ekki að setja á þig maskara.

Processed with VSCOcam with f2 preset
Cils Tint er fyrsti hálf-varanlegi maskarinn á markaðnum sem eykur lit þinna eigin a
ugnhára (svartur í þessu tilfelli). Cils Tint maskarinn er vatnsheldur og smitast ekki. Formúlan er án vaxs sem leyfir augnhárunum að halda í sýnu náttúrulegu eiginleika (verða ekki stíf eða hörð).
Á meðan formúlan er á augnhárunum veitir hún augnhárunum vernd með yndislegri rósa olíu. 
Það er einungis hægt að fjarlægja maskarann af með olíu augnfarðahreinsi, sem ég mæli líka með að hafa með hendina þegar þú setur hann á því ef það fer smá út fyrir þá festist hann gjörsamlega. En fer auðveldlega af með olíu augnfarðahreinsi og eyrnapinna. Ég mæli einnig með því að setja bara þunnt lag af maskaranum því það getur allt farið í steik ef þú reynir að nota hann til að þykkja augnhárin mikið. Ég er ekkert alveg nógu góð í að mynda mín eigin augu þar sem ég er alveg staurblind án gleraugnanna. Því tók ég bara mynd af mér að setja maskarann á- náði þó mynd þar sem einungis maskaragreiðan var í fókus! En þið fyrirgefið mér myndleysið.

ps. fyrir mér er Cils Tint algjör snilld bæði vegna þess hve lengi hann endist og vegna þess að ég er lituð alveg kolsvarthærð og stundum kemst ég ekki alveg strax í litun. Ég prófaði að setja smá af maskaranum í rótina og voila! var alveg eins og ný. Smá varatrikk fyrir okkur svarthærðu sem erum alltaf að díla við rót (mæli með því samt bara eina kvöldstund).

IMG_6543IMG_6560
Ég fæ svo ótrúlega margar spurningar varðandi húðumhirðu og vandræði sem stelpur eiga með húðina sína. En langaði að sýna ykkur uppáhaldsvörurnar mínar í augnablikinu sem skila mér hreinni og lýtalausri húð. Það er enginn fullkominn og allar fáum við einstaka bólur eða þurrk eða annað. En þetta eru þær vörur sem ég nota kvöld eftir kvöld, eftir kvöld. Jú af því að þær henta mér- sumar ykkar hafa lesið þetta marg oft hér á síðunni en aldrei er gömul vísa of oft kveðin. Silky Purifying línan frá Sensai spilar stórt hlutverk í minni húðumhirðu og er ég að verða nokkuð stressuð með að sumar þeirra séu að klárast, enda ansi dýr pakki. En ég sver það að þær eru það besta sem hefur komið fyrir mig og húðina mína (en ekki veskið!).

View Post

 stólarIMG_6500
Við ákváðum að binda ekkert enda íbúðar framkvæmdirnar og erum búin að fara í margar ferðir í hinar ýmsu húsgagnaverslanir. Við erum án gríns búin að sitja á barstólum við litla sæta eldhúsborðið okkar úr IKEA núna í nokkra mánuði. Það var komið heldur betur gott þangað til að mágkona mín minntist á þessa sætu stóla (smá Eames knockoff en jæja) úr Húsgagnahöllinni. Þeir eru heldur betur fullkomnir í rýmið og er því stofan eiginlega gott sem tilbúin. Nýju gardínurnar komnar upp en nú er ég bara að bíða eftir að seinasta myndahillan verði sett upp fyrir ofan sjónvarpið og nokkur plagöt skili sér úr prentun. Svo pantaði ég mér svona sæta stjörnumerkjaplatta (bleika meyju & bláan bogamann) frá Multi by Multi, vá hvað ég er spennt að fá þá í hendurnar og sýna ykkur. En ég er búin að finna fullkomin stað fyrir þá. En nafna mín hannar þá og getur skoðað þá hér.

Nú finnst mér orðið heldur betur krúttlegt hjá okkur!

Stólarnir fást í Húsgagnahöllinni og eru Tax Free dagar þar akkurat
núna svo ég mæli með því að nýta sér það! Eldhúsborðið er úr PS línunni í IKEA.