neutrogena
HREIN OG FALLEG HÚÐ

Mér líður oft eins og ég sé talsmaður hreinnar húðar á Íslandi en þannig er mál með vexti að ég veit hvað hrein húð getur látið manni líða vel. Að vera með bólur hvort sem það eru nokkrar eða margar er oft sárt og óþægilegt. Það er ekki gaman að reyna að fela bólur eða óhreina húð með fullt af farða sem lítur svo aldrei vel út á manni. Í ár ætlum við ekki að láta þannig hluti halda aftur að okkur og ætlum við hér í sameiningu að segja bless við óhreina húð og bjóðum hreina fallega húð velkomna. Mig langar að segja ykkur frá ótrúlegri vörulínu frá Neutrogena sem ég er búin að þekkja í mörg ár en hún hefur nýlega farið í sölu á landinu okkar góða. Tíu heppnir lesendur fá að gjöf alla vörulínuna í lok vikunnar til að prófa. Línan er mjög frískandi og þar legg ég áherslu á mjög. Manni líður eins og húðin geti varla orðið hreinni eftir notkun. Vörurnar henta öllum húðgerðum og öllum aldri.

VISIBLY CLEAR PINK GRAPEFRUIT

Upplífgandi Pink Grapefruit línan frá Neutrogena samanstendur af fjórum vörum og hafa þrjár aðeins verið fáanlegar hér á landi. Andlitskremið er væntanlegt í verslanir innan skamms en þið sem takið þátt í leiknum verðið fyrstar hér á landi til að prófa. Vörurnar innihalda 100% náttúrulegt greipaldin þykkni og C vítamín. Allar eru þær ólíulausar og hreinsa húðina mjög vel ásamt því að koma í veg fyrir bólur og fílapensla án þess að of-þurrka húðina. Einstök MicroClear tækni djúphreinsar húðina og með því hreinsar hún öll óhreindindi, eins og olíu og mengun og kemur þannig í veg fyrir myndun bóla og fílapensla.

Lyktin af vörunum er ómótstæðileg og gleymir maður því um leið að maður sé að þrífa húðina þegar maður notar þær. Vörulínan samanstendur af gelandlitshreinsi sem hentar normal-blandaðri húð, krem andlitshreinsi sem hentar þurri húð sem er viðkvæm fyrir ertingu. Kornaskrúbbi sem má nota eftir þörfum og hentar einstaklega vel í sturtunni ásamt olíu-lausu dagkremi. Kremið er nýjasta viðbótin í línuna en það er einstaklega létt og olíulaust. Kremið hentar þeim sérstaklega sem eiga hætt á að fá nokkrar eða margar bólur. Ef notað daglega styrkir það varnir húðarinnar með tímanum og kemur í veg fyrir að bólur og ójöfnur myndist svo áferð húðarinnar verður enn betri en áður.

GJAFALEIKUR

 Ef þig langar að byrja árið með hreina húð endilega skildu eftir athugasemd og segðu mér af hverju. Neutrogena á Íslandi ætlar að færa 10 heppnum lesendum allar vörurnar úr línunni. Þú mátt endilega deila færslunni þinni með vinkonum þínum eða vinum svo að þau geti tekið þátt líka. Ég dreg úr leiknum 30. janúar.

1. Segðu mér af hverju þú vilt byrja árið með hreina húð
2. Deildu færslunni með vinum og vandamönnum

Untitled-1
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn og Ölgerðin kostaði vinninga lesenda.

haridmitt
Mynd: Þorsteinn J. Sigurbjörnsson

HÁRIÐ MITT

Síðan ég byrjaði með síðuna hef ég aldrei fjallað nógu mikið um hár og hárvörur. Ástæðan er einföld- það eru mjög fáir með mína hárgerð og kannski erfitt fyrir mig að setja mig í spor annarra eða að reyna að gefa ykkur góð ráð.  Undanfarin ár hef ég verið að nota bara hitt og þetta því það er ekkert vandamál sem ég glími við. Hárið mitt er þykkt, gróf og eins og á hesti. Þungt og mikið- þannig hár þarf ekki mikið þar sem það er alltaf bara slétt hvort sem að það er blásið eða þegar ég leyfi því að þorna náttúrulega. Samt sem áður vil ég hugsa vel um hárið á mér og næra það vel. Áður en ég byrja að segja ykkur frá vörunum sem ég hef verið að prófa upp á síðkastið langar mig að segja ykkur aðeins frá minni hárgerð og kannski hársögu.

Ég lita hárið mitt mjög oft (á þriggja vikna fresti) og er náttúrulega ljóshærð eins og sumar ykkar vita. Hef ekki hugmynd af hverju ég er enn að lita það svona dökkt en persónulega fýla ég það lang best svona. Mér finnst alltaf að ég hefði bara átt að fæðast dökkhærð eins og 60% af systkinahópnum. Ég þvæ hárið á mér mjög sjaldan þar sem þykkt og gróft hár verður ekki jafn skítugt og þunnt fíngert hár- að minnsta kosti ekki mitt. Ég hef talað við margar stelpur og konur um þetta og þær eru sammála mér með að þurfa að þvo hárið mun sjaldnar. Þetta var ekki eitthvað sem ég vandi mig á að gera heldur finnst mér ógeðslega leiðinlegt að þurrka á mér hárið eða blása það. Þegar ég var með hár niður á rass var þetta í alvörunni það leiðinlegasta sem ég gerði og vandi ég mig á það að þurfa að gera það sem sjaldnast.

Árið 2015 hef ég ákveðið að ætla að “experimenta” meira með hárið á mér og loksins sýna ykkur step-by-step hvernig ég hugsa um það og hvernig ég geri fallega liði og sýna ykkur hvaða vörur ég nota. Ég eeelska að vera með stutt hár eins og ég er með núna eða “lob” (long bob) en er aðeins að safna því mér finnst það lang flottast rétt fyrir neðan axlir.  Ég nota fullt af sjampó-um og hárnæringum en mér finnst lang best að rótera á milli og í febrúar ætla ég að vera með sérstakt “hár þema” hér á síðunni. Undanfarna mánuði er ég búin að vera að prófa mig áfram í hárvörum og er búin að finna mínar uppáhaldsvörur sem ég hlakka mjög mikið til að deila með ykkur.

Mig langar að tækla með ykkur hin ýmsu vandamál. Eins og t.d. hvernig nær maður fallegum glans í hárið án þess að það virki fitugt, hvernig maður gerir fullkomna liði í axlarsítt hár, hvernig maður fær volume í þunnt hár, hvaða vörur sé best að nota til að hárið virki ekki úfið eða slitið og síðast en ekki síst hvernig maður fær hár til að vaxa hraðar.

Endilega skildu eftir komment ef það er eitthvað sérstakt sem þú vilt að ég komi inn á!
Untitled-1

yas
yassss

Y.A.S SPORT LOOKBOOK

Þar sem ég sé á tölunum hjá mér er að það er endalaus áhugi fyrir að ég tali um ræktina, föt í ræktina, æfingar, matarræði og annað. Þess vegna er tilvalið að skella í einn skemmtilegan leik þar sem líkamsræktarstöðvar eru gjörsamlega smekkfullar af fólki sem er að koma sér í gang eftir jólin. Eins og þið vitið þá er ég mikil áhugamanneskja um Y.A.S merkið sem fæst í verslunum Vero Moda enda er ég alltaf að minnast á það. Í sumar var ég með leik þegar íþróttalínan kom út fyrst og sá að ykkur bráðvantaði einmitt föt á æfingu. Mér finnst vor lína merkisins ótrúlega falleg og eiginlega ekki tala sínu máli fyrr en maður er komin í fötin. Ég mátaði síðerma appelsínugula bolinn sem eru úr frábæru efni og ég sá síðan stelpu í hvíta síða bolnum í ræktinni í gær og kolféll fyrir honum og nældi mér í hann í dag. Ég hlakka mikið til að nota hann bæði í ræktinni og hversdags!

yasvelja

Y.A.S SPORT GJAFALEIKUR

Í tilefni heilsumánuður hér á síðunni langaði mig að hefja skemmtilegan leik í samstarfi við Y.A.S. Merkið ætlar að færa heppnum lesanda heilt lúkk (tvær flíkur + þrenna sokka). Endilega skildu eftir athugasemd og segðu hvaða tvær flíkur þú myndir velja þér úr þessari línu og hvaða stærðir þú heldur að þú þurfir og svo máttu endilega deilda þessari færslu. Leikurinn verður stuttur en laggóður þar sem ég luma á svo mörgu skemmtilegu í janúar.

Leikurinn er búinn og vinningshafinn er Hildur Mist Pálmarsdóttir
Untitled-1
Vero Moda kostaði vinning lesanda.

partwwo

NEW IN SKINCARE 2015

Jii ég titra bara að spenningi fyrir komandi ári og hlakka til að segja ykkur frá enn fleiri nýjungum í snyrtivöruheiminum. Ég er búin að gjörsamlega liggja yfir allskonar síðum til að komast að hvaða vörur mér finnst lang mest spennandi fyrir komandi ár. Það er svo mikið að gerast núna að ég er eiginlega bara alveg hissa. Sum merkin eru að koma með alveg mjög margar nýjungar á meðan önnur halda sig við eina til tvær. Ég valdi og setti saman það allra besta sem mér myndi finnast gaman að prófa. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með ákveðnum tískubólum í húðumhirðu og nú snýst allt um ljómandi húð og vörur sem innihalda olíur. En það tvennt er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Á listanum er bæði vörur sem henta ungri sem og eldri húð.

View Post