moroccanoilbody

MOROCCANOIL BODY

Um daginn fékk ég fallega gjöf frá Moroccanoil en það var næstum öll líkamslínan frá merkinu. Síðustu dagar hafa verið hreint út sagt unaðslegir og voru þessar vörur ásamt valentínusarlínunni frá The Body Shop það sem kom mér í gegnum þessar þrjár vikur sem við vorum heimilislaus. Fyrsta spurning sem ég setti upp var þó hvort að frægt hárvörumerki gæti framleitt jafn góðar líkamsvörur. Svarið mitt er einfaldlega, ef ekki betri! Ég stend hér gapandi yfir þessari línu þar sem ég þjáist af mjög miklum þurrki á líkamanum yfir vetrartímann og hafa aðrar vörur einungis veitt mér tímabundna vellíðan á meðan Moroccanoil vörurnar hafa lagað vandamálið. Á veturna svíður mér í húðina og líður mér eins og hún sé að rifna sérstaklega á handleggjunum, kálfunum og á mjóbakinu. Tvær vörur úr línunni hafa algjörlega staðið upp úr og verð ég að segja ykkur frá kreminu og þurrolíunni.

Þar sem veturinn tekur engann enda á þessu skeri hef ég verið að nota báðar vörurnar saman og hef stundum spreyjað olíunni fyrst og svo kreminu eða öfugt. Bæði er jafn gott. Ég er með olíuna á náttborðinu og nudda hana vel á handleggina fyrir svefninn því ég hef átt erfitt með að sofna útaf þurrki. Sem er að sjálfsögðu ekki boðlegt. Ég er svo ánægð með að þessar vörur hafi komið inn í líf mitt og fer ég ósparlega með þær. Sumar þurrolíur gefa mér alveg hræðilega tilfinningu og klessast allar flíkur upp að mér og líður mér eins og ég verð að skola hana strax af mér.

Þurrolían frá Moroccanoil smýgur strax inn í húðina og heldur hún áfram að vinna á þurrum blettum á húðinni og klístrast náttfötin ekki við mig.  Olían inniheldur að sjálfsögðu eins og allar vörurnar frá Moroccanoil frægu argan olíuna ásamt ólífu og lárperuolíu (avocado). Ég finn strax stórkostlegan mun á húðinni en ég reyni að nota olíuna bara á kvöldin á ákveðna bletti en ekki allan líkamann. Kremið er sömuleiðis ríkt af arganolíu ásamt sheasmjöri. Lyktin er þessi klassíska Moroccanoil lykt sem ég elska. Hlautlaus, hrein og náttúruleg að mínu mati. Kremið er léttara en ég bjóst við þar sem umbúðirnar eru mjög flottar og fyrirferðarmiklar en áferðin er unaðsleg. Nú þarf ég mun sjaldnar að bera á mig krem og olíur og get notað vörurnar þriðja hvern dag og finn ekki fyrir neinum óþægindum. Eins og skín kannski í gegn í textanum en þá er ég búin að finna sálufélagana mína tvo og ef þeir eru jafnvel ekki fleiri þar sem hver varan á fætur annarri toppar sig í línunni.

Ég er enn að fikra mig áfram með hinar vörurnar úr línunni og mun segja ykkur frá ef mér lýst vel á. Vörurnar fást eingöngu í Duty Free verslun í Leifsstöð og mæli ég eindregið með því að þið nælið ykkur í eina eða tvær vörur úr línunni næst þegar þið eða vinir/ættingjar eiga leið í gegn.
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

clarinsdoubleserum

CLARINS DOUBLE SERUM

Fyrir langa langa löngu ætlaði ég að segja ykkur frá serum-i sem heitir Double Serum. Í millitíðinni kláraði ég allt úr flöskunni. Getum orðað það sem svo að ég hafi orðið ástfangin. Ég er enn að kreysta síðustu dropana úr flöskunni og fannst það loks tímabært að segja ykkur frá. Eftir notkun Double Serum í smá tíma fann ég um leið að húðin var ljómandi, þéttari, litur hennar var jafnari og mér leið einhvern vegin bara miklu betur í henni.  Finnst það í raun ómissandi og er orðin aðal parturinn af húðumhirðunni minni á kvöldin og í raun leynivopnið mitt sem ég ætlaði aldrei að segja ykkur frá.

Margar konar hrista hausinn þegar ég tala um serum því það hljómar eins og enn annar hluturinn sem maður þarf að eyða pening í. Auðvitað eru til serum á markaðnum sem eru ömurleg en ég myndi aldrei segja ykkur frá þannig vöru. Fyrir mér er gott serum einmitt varan sem við eigum að fjárfesta í og troða inn í rútína okkar. Serum eru mun virkari en krem vegna þess að það er búið að taka út öll aukaefnin og setja meira af virku efnunum. Margir spyrja mig hvort að maður þarf líka að nota rakakrem og svarið er já. Rakakrem er eins og skjöldur fyrir húðina en serum fer djúpt ofan í húðina og vinna serum og rakakrem fullkomnlega saman til að vernda og styrkja húðina. Ætla ekki lengra í efnafræðina í þetta skiptið þar sem ég mun líklegast tapa ykkur eftir eina setningu.

DOUBLE SERUM

Double Serum er margverðlaunað serum sem örvar og viðheldur hinum fimm lífsnauðsynlegu þáttum í starfsemi húðarinnar. Raki, næring, andoxun, verndun og endurbygging. Varan skiptist í tvennt og blandast svo saman í lófanum. Serumið gerir húðina stinnari, þéttari og minnkar sýnilegar línur. Það fyrsta sem ég tók eftir eftir notkun serumsins var ljóminn. Serum-ið hentar 25 ára og eldri en auðvitað má byrja nota fyrr eða seinna og fer það allt eftir húgerð. Einnig hentar það öllum húðgerðum. Ég ber það á tandurhreina húðina eftir hreinsun og ber svo gott rakakrem eftir á. Tilfinningin er æðisleg þegar ég ber það á og þarf ég einungis eina pumpu og finnst mér lyktin af Double Serum svo sérstök og góð á sama tíma.

Clarins Double Serum fæst t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa og minni
ég ykkur enn og aftur á að nýta ykkur Tax Free dagana
Untitled-1

Þessi umfjöllun er kostuð og vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

Processed with VSCOcam with t1 preset

L.A. GIRL GLAZED LIP PAINT

Á fimmtudaginn var ég á leiðinni í Adidas Superstar partýið og svo beint á dinnerdate og í bíó með einni af mínum bestu. Ég var eitthvað aðeins að leika mér með snyrtivörurnar mínar áður en ég fór í stað þess að vera að læra. Ákvað að prófa nýja Glazed Lip Paint frá L.A. Girl sem ég keypti mér fyrr í vikunni. Mig langaði í dökkan fjólubláan lit og held ég því fram að ég hafi valið akkurat rétta litinn. Þessi vara er jafn skemmtileg og hún er ódýr (990 kr) og fannst mér mjög gaman að prófa hana. Það er hægt að bæða setja mjög lítið og fá flottan lit og setja meira. Á myndinni myndi ég segja að ég væri með svona meðal þekju en það er vel hægt að fá alveg extreme glans og mjög mikinn lit. Maður þarf að vanda sig aðeins við ásetninguna svo að liturinn fari ekki út um allt andlit og verð ég að viðurkenna að hafa borðað ágætlega mikið magn af litnum þegar ég setti hann á mig í gær hvernig sem það nú gerðist. Varirnar mínar þurrkast upp á örskotsstundu ef ég set eitthvað sem passar þeim ekki á þær en ég var alveg laus við þurrk eftir að hafa notað hann heila kvöldstund. Ég keypti mér einnig hyljarann fræga frá merkinu og er mjög ánægð með hann líka en ég segi ykkur jafnvel frá honum í annari færslu.

AUGU
Motelrock Lashes #237* Fást á Nola.is
Clarins Instant Definition Mascara*

AUGABRÚNIR
Anastasia Dipbrow Pomade í Dark Brown
Anastasia Clear Brow Gel*

HÚÐ
Biotherm Aquasource Cocoon rakakrem*
Smashbox Photo Finish Primer Water (undir og yfir)*

Yves Saint Laurent Encre De Peau farði í B30
LA Girl HD Pro Concealer í Classic Ivory (hér)
Anastasia Contour Kit litir Banana og Fawn
Yves Saint Laurent Blush Volupté Heart of Light í lit 2*

VARIR
LA Girl Glazed Lip Paint í litnum Daring (hér)
Untitled-1

Vöruna keypti ég sjálf en stjörnumerktar vörur í þessari færslu hef ég fengið sendar sem sýnishorn.

lanza

REVIEW: L’ANZA

Þar sem febrúar mánuður er tileinkaður hári hér á síðunni verð ég að standa við mín loforð. Ég ætla að segja ykkur frá þónokkrum góðum kombóum eða tríóum hér á síðunni og er ég búin að gefa mér dágóðan tíma að prófa allt saman. Skáparnir eru gjörsamlega troðfullir af vörum frá hinum ýmsu merkjum. Sumar er ég meira að segja búin að vera prófa mjög lengi. Hér fyrir ofan er svo hægt að finna allar færslunar í hár-mánuði.

Fyrst á dagskrá eru tvær vörur sem ég fékk að gjöf úr æðislegu Keratin Healing Oil línunni frá L’anza. Ég prófaði olíuna líka en hún fær nú sér færslu þar sem ég er búin að nota hana upp á dag. Allar vörurnar í línunni innihalda Keratin Healing Oil og henta öllum hárgerðum. Eins og ég hafði orð á um daginn þá er hárgerðin mín sjaldgæf og langar mig ekkert að fjalla um hér á síðunni vörur sem mögulega tveir lesendur gætu nýtt sér. Heldur vörur sem við getum allar notað. Efnin í vörunum endurnýja mikilvæga framleiðslu keratín próteina svo að hárið verði sterkt og heilbrigt á ný og gefur Phyto IV efni  hárinu raka svo að það verði silkimjúkt.

Ég prófaði bæði sjampó og hárnæringu og er ég bara yfir mig ánægð með vörurnar. Hárið er silkimjúkt og fínt og finn ég að það er jafn þykkt og það var þegar ég var barn. Sjampóið er framleitt án súlfata, parabena og glútein frítt. Hárnæringin finnst mér dásamleg og er eins og sjampóið án allra óæskilegra aukaefna. Hárið mitt silkimjúkt og nota ég lang mest í endana þar sem ég er nýbúin að aflita þá (verð að fara að sýna ykkur góða mynd). Þessar vörur fá klárlega topp einkunn frá mér og hlakka ég til að kynnast enn fleiri vörum frá merkinu. Eina sem mér finnst kannski vera ókostur er að hárið er ágætlega “frizzy” ef ég nota ekki olíuna eftir á en ég kem inn á það von bráðar en mér finnst það vera af öllum sjampóum í dýrari kantinum sem ég hef prófað.

Þú færð vörurnar frá L’anza á eftirtöldum hárgreiðslustofum:
Effect, Onix, Hár Ellý, Aþena, Team Hárstudio, Englahár, TouchUntitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.