IMG_9532

Partý kvöldsins er í undirbúningi og eins og þið vitið finnst mér svo gaman að dúllast og gera fínt. Hlakka mikið til að fá allar mínar bestu saman í kvöld og háma í okkur veitingar og kokteila. Því miður bakaði ég rosalega fína köku áðan en svo bara af einhverjum ástæðum brotnaði hún og ég nennti ekki að byrja á nýrri þar sem ég var á seinustu rósinni. En Íris vinkona er svo góð að redda málunum svo afmælis prinsessan fær köku. Pantaði mér síðan flottar makrónur fyrir kvöldið frá Kökuhúsinu og eru þær að afþýðast á borðinu núna (gat ekki hamið mig að taka mynd af þeim á bakkanum en þær fara í skálarnar í kvöld). Gærdagurinn var yndislegur í alla staði þrátt fyrir að hafa verið þétt skipulagðir. Allar gjafirnar sem ég fékk frá fjölskyldunni voru miðaðar að heimilinu því er nokkuð margt um manninn í Iittala fjölskyldunni og bættist þessi sæta litla bleika í hópinn, ásamt dökk gráum kökudisk, nýju hnífapara setti fyrir 12 manns, kökuspaða, ausu (nú fyrir bolluna í kvöld) og auðvitað Design Letter krús með T. Nú er eldhúsið virkilega fallegt og það var yndislegt að fá fjölskylduna heim í smá kaffi og kökur til að halda upp á afmælið.

Í kvöld ætla ég svo bara að njóta og sofa út á morgun! xx

ps. langaði að þakka ykkur kærlega fyrir allar kveðjurnar í gær!
Untitled-1