IMG_7638 IMG_7717 IMG_8839
IMG_5759

Næstkomandi laugardag verður stórskemmtilegur Pop Up markaður á Kex Hostel á milli klukkan 12-18. Eins og þið vitið að í ágúst missti ég mig í því að innrétta heimilið og nældi mér í nokkra mjög flotta hluti á uppáhalds heimilsnetverslunninni Snúran.is. Á markaðinum verður flott úrval og ýmislegt sniðugt sem er algjört must að næla sér í. Sjálf er ég svo yfir mig hrifin af vörunum frá Fuss (púðinn minn), Pia Wallén (Cross bakkinn & rúmteppið mitt) og svo auðvitað Pastelpaper (fuglamyndin). Vörurnar hjá Snúran.is eru svo vandaðar og flottar og hef ég aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Seinast nældi ég mér í sæt viskastykki í svona grænum lit frá Skjalm P (hér) og þarf ég klárlega að næla mér í fleiri.

Uppáhalds íslenska snyrtivöru netverslunin mín Nola.is sem ég hef fjallað um nokkrum sinnum verður einnig á svæðinu. Ef þú hefur ekki nælt þér í Embryolisse rakakremið nú þegar þá myndi ég klárlega mæta og skella þér á eitt stykki. Varaskrúbburinn frá Sara Happ og vörurnar frá Skyn Iceland eru líka eitthvað sem vert er að skoða. Fullt af skemmtilegum öðruvísi vörum í boði!

Ef ég ætti barn eða ætti von á barni væri ég ekki lengi að panta mér nokkrar vörur inn á Petit.is & Andarunginn.is sem mér finnst vera tvær krúttlegastu netverslanir landsins. En ég er löngu búin að innrétta framtíðar barnaherbergin í huganum með vörum frá verslununum. Esja Dekor verður auðvitað á staðnum en hjá þeim er hægt að finna fullt af frábærum skrautmunum til að gera heimilið persónulegt og skemmtileg. Þau tóku nýverið í sölu verkin eftir KVRL sem er íslenskt vörumerki en myndin mín af svarta og græna. sexhyrninginum er frá KVRL.

Ekki láta þennan frábæra Pop Up markað fram hjá ykkur fara en Snúran.is, Nola.is, Esja Dekor, Petit.is & Andarunginn.is verða á svæðinu. Svo er líka um að gera skoða úrvalið áður en þið mætið að svæðið og gera svo upp hug sinn þegar maður mætir.

Untitled-1