lanza

REVIEW: L’ANZA

Þar sem febrúar mánuður er tileinkaður hári hér á síðunni verð ég að standa við mín loforð. Ég ætla að segja ykkur frá þónokkrum góðum kombóum eða tríóum hér á síðunni og er ég búin að gefa mér dágóðan tíma að prófa allt saman. Skáparnir eru gjörsamlega troðfullir af vörum frá hinum ýmsu merkjum. Sumar er ég meira að segja búin að vera prófa mjög lengi. Hér fyrir ofan er svo hægt að finna allar færslunar í hár-mánuði.

Fyrst á dagskrá eru tvær vörur sem ég fékk að gjöf úr æðislegu Keratin Healing Oil línunni frá L’anza. Ég prófaði olíuna líka en hún fær nú sér færslu þar sem ég er búin að nota hana upp á dag. Allar vörurnar í línunni innihalda Keratin Healing Oil og henta öllum hárgerðum. Eins og ég hafði orð á um daginn þá er hárgerðin mín sjaldgæf og langar mig ekkert að fjalla um hér á síðunni vörur sem mögulega tveir lesendur gætu nýtt sér. Heldur vörur sem við getum allar notað. Efnin í vörunum endurnýja mikilvæga framleiðslu keratín próteina svo að hárið verði sterkt og heilbrigt á ný og gefur Phyto IV efni  hárinu raka svo að það verði silkimjúkt.

Ég prófaði bæði sjampó og hárnæringu og er ég bara yfir mig ánægð með vörurnar. Hárið er silkimjúkt og fínt og finn ég að það er jafn þykkt og það var þegar ég var barn. Sjampóið er framleitt án súlfata, parabena og glútein frítt. Hárnæringin finnst mér dásamleg og er eins og sjampóið án allra óæskilegra aukaefna. Hárið mitt silkimjúkt og nota ég lang mest í endana þar sem ég er nýbúin að aflita þá (verð að fara að sýna ykkur góða mynd). Þessar vörur fá klárlega topp einkunn frá mér og hlakka ég til að kynnast enn fleiri vörum frá merkinu. Eina sem mér finnst kannski vera ókostur er að hárið er ágætlega “frizzy” ef ég nota ekki olíuna eftir á en ég kem inn á það von bráðar en mér finnst það vera af öllum sjampóum í dýrari kantinum sem ég hef prófað.

Þú færð vörurnar frá L’anza á eftirtöldum hárgreiðslustofum:
Effect, Onix, Hár Ellý, Aþena, Team Hárstudio, Englahár, TouchUntitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

partydress

PARTÝ DRESS

Það verður að segjast eins og er að þegar ég er að fara eitthvað fínt eða í partý á ég bókstaflega ekkert að fara í. Ég á svoleiðis gommuna af hversdagsfötum en stundum langar manni að vera aðeins meira beib. Seinustu helgi var ég að pirra mig á því að eiga ekkert skvísulegt til að nota í partý þrátt fyrir að skápurinn væri troðfullur. Þar sem það er bæði viðskiptafræðipartý og árshátíð framundan hjá mér lét ég skarann skríða og pantaði mér nokkrar flíkur af síðunni Missguided. Aldrei hef ég verslað þar fyrr en fannst þetta vera hinn fullkomni vettvangur til að finna nokkur partý dress. Síðan bauð upp á frían sendingarkostnað til Íslands og var mér lofað að flíkurnar væru komnar innan viku. Mjög spennt að sjá hvort að það standist.

Inn á síðunni fann ég þennan fallega svarta kjól sem mun vonandi koma að góðum notum og einnig vantaði mig mikið hátt þröngt pils til að nota við alla toppana sem ég á ekkert við í fataskápnum. Þá er bara að bíða og sjá hvort að ég hafi pantað allt saman í réttum stærðum. Þegar kaupi mér föt yfir internetið hefur mér venjulegast tekist að panta réttar stærðir en undanfarið hefur rassinn á mér ekki passað í neina einustu flík svo þetta verður spennandi að sjá, haha! Þessa dagana er ég að elska “midi” kjóla og pils en mér finnst lang flottast að vera berleggja og von bráðar ætla ég að segja ykkur frá geggjuðu spreyi til að fegra fótleggina fyrir partý.

Kjóll hér – Pils hér
Untitled-1

cement

CEMENT THE DEAL

Í kvöld erum við Íris vinkona að fara á stefnumót og eigum við miða í bíó á 50 Shades of Grey. Ég er búin að bíða ansi spennt eftir myndinni þrátt fyrir að hafa einungis lesið fyrstu bókina. Þegar OPI línan kom í verslanir var ég mjög fljót að næla mér í eitt og keypti ég mér ljós gráa litinn Cement the Deal sem mér finnst sá flottasti í linunni. Síðan fékk ég að gjöf dökk gráa litinn Dark Side of the Mood sem ég á enn eftir að prófa og glimmerlakkið Shine for Me. Á myndinni fyrir ofan er ég með ljós gráa lakkið Cement the Deal sem mér finnst æðislegt en ég hef alltaf verið hrifin af gráum naglalökkum og er þetta frábært í safnið þar sem minn uppáhalds grái er orðinn gamall og þykkur. Ég þurfti einungis eina umferð af lakkinu til að fá alveg þekjandi lit.

shineforme

SHINE FOR ME

Ég skellti glimmerlakkinu á baugfingur til að sýna ykkur útkomuna en mér finnst þetta hrikalega töff lakk en ég var buin að vera það á mér síðan ég fékk það svo að ég vildi skipta fyrir bíó-ið í kvöld.  Undir lakkið notaði ég Glitter-Off undirlakkið sem auðveldar mér að fjarlægja glimmer á auðveldan hátt og í raun getur maður bara kroppað það af. Ég var með það á mér um helgina þegar við Vila stelpurnar lyftum okkur upp og er þetta alveg ekta partýlakk. Lofa að sýna ykkur dökka lakkið Dark Side of the Mood von bráðar. Ég raðaði öllum þremur lökkunum úr línunni hlið við hlið á hillu og eru þau fallegt svefnherbergisstáss í augnablikinu.

OPI 50 Shades of Gray naglalökkin fást til dæmis í verslunum Lyfju og Hagkaupum
og ég minni á Taxfree daga í Hagkaupum sem byrja í dag

Untitled-1

Aðra vörurna fékk ég senda sem sýnishorn hina keypti ég sjálf.

nyttparket

NEW IN: HOME

Eins og þið vitið er allt búið að vera á floti hér í íbúðinni okkar af iðnaðarmönnum síðastliðnar þrjár vikurnar. Nú erum við loks flutt inn aftur og er ég ekkert smá ánægð með nýja parketið á íbúðinni. Það er eins og þetta sé glæný íbúð núna og breytir ekkert smá lúkkinu. Fyrir jól setti ég á óskalistann minn þetta sæta dagatal frá Snug Studio. Skvísurnar hjá Reykjavík Bútík voru svo yndislegar og færðu mér dagatalið alveg óvænt. Ég fékk að sjálfsögðu bleikt því annað væri bara vitleysa (grey Harry). Ég ætlaði að vera löngu löngu búin að finna stað fyrir það en var ekki viss um hvort að ég ætlaði að líma það á vegginn eða ramma það inn. Fannst svo að lokum lang snyrtilegast að ramma það inn. Það er svo gaman að gera svona smá extra fyrir íbúðina núna og lappa aðeins upp á hana. Ramminn sem passar best er 50×70 Strömbý úr Ikea. Dagatalið fæst einnig í hvítu og svörtu.

Nýju kopar blómapottarnir mínir frá Skjalm P sem fást inn á Snúran.is eru svo fínir þarna á gólfinu hjá plagatinu en ég var í raun bara að reyna að finna stað fyrir hvort tveggja þegar ég ákvað að stilla þessa upp þarna. Þeir eru alveg í stíl við kopar bakkann minn sem er ekki ýkja langt frá pottunum.  Ég var ekki með neina einustu plöntu á heimilinu og fannst mér alveg vanta smá grænt hér inn. Ég keypti gerviplöntur í Ikea á eitthvað smotterí ásamt rammanum í dag til að fullkomna þennan sæta stað í íbúðinni. Harry er vanur að geyma hjólið sitt á þessum stað og er hann búinn að vera að væla um að fá að setja það aftur þangað en nú hef ég loks ástæðu til þess að banna honum að hafa hjól í stofunni (karlmenn)!

Fyrir ykkur forvitnu sem eru mögulega í parket hugleiðingum þá völdum við harðparket frá Balterio í Agli Árnasyni í litnum Eik Cabin (að ég held alveg pottþétt). Ótrúlega fallegt og líður okkur eins og íbúðin sé tíu fermetrum stærri en hún var.

Dagatal frá Snug Studio 3.500 kr fæst hér í bleiku – Skjalm P kopar blómapottur lítill og stór fást hér
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.