graywall

GRAY WALL

Nú er íbúðin okkar í tómu tjóni og erum við enn að bíða eftir að gefa flutt aftur inn. Ég ákvað að nýta tækifærið og langar mig að mála einn vegg í svefnherberginu og næla mér svo rúmgafl. Er búin að vera með þetta í huganum lengi en það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að vinna með alveg tómt svefnherbergi. Á eftir ætla ég í mission að finna hinn fullkomna gráa lit á vegginn í svefnherberginu sem er ekki of ljós og ekki of dökkur. Á einmitt naglalakk í þessum lit….haha! Ég fann hinn fullkomna fölbleika rúmgafl í Ilvu og byrjaði ég að safna mér fyrir honum um leið og ég sá hann. Síðast en ekki síst þarf ég að velja nýjar gardínur og lampa fyrir svefnherbergið. Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu og auðvitað sýni ég ykkur nýja parketið þegar það er komið á. Megið endilega senda mér góða strauma þar sem ég er orðin aðeins of pirruð að búa í íþróttatöskunni minni.

Endilega fylgist með á Instagram & Snapchat en þið finnið mig þar undir Thorunnivars
Untitled-1

thermalprotectt

HITAVARNIR

Við sléttum, krullum og blásum flest allar á okkur hárið og notum tæki sem hitna jafnvel upp í 220°C. Að minnsta kosti ég, þá tek ég upp sléttujárnið mitt sem er með hitastilli og ég stilli alltaf á hæðstu stillinguna. Set svo enga vörn og slétti hárið. Hvað er ég að gera? Ég slétta örsjaldan á mér hárið og blæs það enn sjaldnar og taldi ég mig ekki þurfa hitavörn. Ein helsta ástæða þess að hárið vex hægt, slitnar auðveldlega eða er líflaust er líklegast sú að maður sé ekki að nota hitavörn. Þegar við setjumst í stólinn hjá fagfólki förum við út með ekkert smá fínt hár en samt var þér bara þvegið um hárið, einhverju spreyjað í það blásið og jafnvel sléttað. Af hverju fáum við aldrei sömu útkomuna þegar við tökum þessi skref heima fyrir. Í þessum mánuði ætlum við svo sannarlega að komast að því og langar mig að byrja á því að fjalla um mikilvægi hitavarna.

Hárþurrkur, sléttujárn og krullujárn veikja og eyðileggja mikilvæg prótein í hárinu og taka alla náttúrulegu olíuna úr því. Sem segir okkur að við þurfum að hugsa betur um hárið til að viðhalda fallegum glans þess. Vörur sem vernda hárið gegn hita eru merktar sem “Heat Protectors” eða “Thermal Protectors” og þá getum við verið vissar um að þær verndi hárið okkar fyrir hæstu stillingunum á tækjunum okkar eða allt að 300°C. Sumar vörur innihalda smá hitavörn en ef þær eru ekki sérmerktar þá mæli ég með að ganga úr skugga um það áður en kaupir þær. Það góða við hitavarnir er að þær veita hárinu ekki einungis vernd gegn hita heldur einnig gefa þær fallegan gljáa og næra endana. Þær hitavarnir sem ég hef prófað eru léttar og þyngja ekki hárið og skilja ekki eftir neina slykju í hárinu. En eins og ég sagði í byrjun þá hef ég verið mjög ódugleg við að verja á mér hárið og hef einungis prófað tvær hitavarnir á lífsleiðinni og langar að segja ykkur frá einni sem varð um leið í uppáhaldi hjá mér.

GORGEOUS – THERMAL PROTECT

Um daginn var ég svo heppin að sitja fyrirlestur hjá Jeff Turnbull sem er eigandi hármerkisins Gorgeous (geggjað nafn!). Vörurnar eru breskar og lærði ég eitt og annað um hárumhirðu á fyrirlestrinum. Eftir fyrirlesturinn náði ég tali af honum og sagði honum frá síðunni minni og að ég væri með sérstakan mánuð tileinkaðan hári í febrúar. Hann var svo yndislegur að færa mér að gjöf nokkrar vörur úr línunni sinni og sú sem ég þurfti mest á að halda var hitavörn. Jeff var líka svo yndislegur og langaði einnig að færa fjórum lesendum síðunnar hitavarnir til að prófa frá merkinu. Hitavörnin ber nafnið Thermal Protect og veitir hárinu vernd gegn háu hitastigi tækjanna okkar og gefur því einnig glans og nærir endana. Hitavörnin frá Gorgeous er búin til úr ávaxtasýrum og spreyjar maður henni í hárið eftir að maður hefur þurrkað hárið með handklæði áður en maður notar hárblásara. Þegar maður sléttar eða krullar hár er best að spreyja á hvern part fyrir sig og slétta eða krulla svo.

GJAFALEIKUR

Gorgeous er í þann mund að fara í sölu á hárgreiðslustofum landsins og ef þú vilt vera fyrst til að
prófa og binda enda á slitið og líflaust hár máttu endilega skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan og deila færslunni.

Ég dreg út 4 flöskur af Thermal Protect frá Gorgeous 5. febrúar
Untitled-1

lilaccoat

LILAC

Mig var búið að langa í smá tíma í svona blá/lillaða kápu (ögn blárri í alvörunni) en ég var ekki alveg að fara að kaupa mér einhvera dýra því notkunin er í lágmárki hjá mér þegar föt eru svona áberandi. Virkilega gaman að eiga til að poppa upp kolsvart dress. Ég var á smá rúnti um Kringluna um daginn og sá þessa fallegu lilluðu kápu inn í kvennadeildinni í F&F. Kápan var þá á fullu verði og fór heim án þess að kaupa hana. Um daginn þurfti ég svo nauðsynlega að fara í verslunina og sá að þessi elska beið eftir mér í minni stærð og var komin á helmings afslátt. Þá fékk hún að koma með mér heim. Kápan kostaði undir 7 þúsund krónunum en ég man það ekki nákvæmlega. Samkvæmt Facebook síðu búðarinnar er hún þó komin á 70% afslátt núna. Ef þig langar í fjólubláa kápu eins og mína myndi ég drífa mig! Ég trúi því ekki að ég hafi gert kosta kaup á útsölu þar sem ég er fljót að fara þar sem nýju vörurnar eru þegar ég fer í búðir. Hæst ánægð með þessi kaup. Ég tók kápuna í einni stærð fyrir ofan mína til þess að hún sé ekta oversized og flott.

Untitled-1

Þessi umfjöllun er kostuð en varan er keypt af mér.

IMG_7035
bianconewinnew

MESH LOAFER

Okay það er ekki alveg komið vor veður en ég tók af skarið og nældi mér í eina alveg ekta vor skó. Ég færist enn nær vorinu í huganum og stóðst ekki mátið þegar ég sá mynd af þessum koma inn á Facebook. Ég er svo leið yfir ástandinu á heimilinu svo ég átti skilið að fá skó. Þessir skór kölluðu á mig og þegar ég fór og mátaði þá í morgun varð ég bara að eignast þá. Hvítir leðurlíkisskór með götum á. Flottir við þröngar gallabuxur í skólann þegar fer að hlýna. Ég fór samt í þeim heim áðan í mínus fjórum gráðum bara vegna þess að ég var svo spennt. Á meðan að það er enn svona kalt get ég notað þá inni í vinnunni um helgina. Þeir fást einnig í svörtu með hvítum botni en allt hvítt heillar mig svo enda æðislegir á brúnum leggjum í sumar. Kostuðu 9.990 kr og fást í Bianco í Kringlunni. Nýja sendingin hjá þeim er æðisleg eins og þið hafið kannski tekið eftir á fleiri bloggum. Skórnir í Bianco finnst mér alltaf vera þægilegir og vandaðir og hef ég aldrei lent í neinu veseni með þá.

Í gær tókum við af skarið og lýstum endana á hárinu á mér eins og ég var búin að segja ykkur frá. Við ætlum að gera það einu sinni enn í næstu viku til að fá fullkomin lit en þetta kemur rosalega vel út. Núna verð ég að næla mér í bylgjujárn til að fullkomna lúkkið. Þarf að taka mynd í dagsbirtu til að sýna ykkur en í augnablikinu er liturinn soldið eins og hjá þessum hér, hahaha! Valdi síðan nýtt parket á alla íbúðina í gær og er spennt að sýna ykkur hvernig það kemur út.

Mesh Loafer frá Bianco verð 9.990 kr
Untitled-1
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.