yslvor

YVES SAINT LAURENT SPRING 2015 PREVIEW

Vorið frá YSL er eitt það fallegasta sem ég hef augum litið. Ég er ekki bara að segja það til að segja það. Heldur meina ég það. Ég fékk vörurnar í hendurnar og fyrsta sem ég gerði var að mynda þær svo ég gæti byrjað að nota þær. Það er nefnilega regla hjá mér að mynda fyrst, prófa svo. Það var alveg mjög erfitt í þessu tilviki en eins og þið vitið er merkið mitt uppáhald. Í vor er nefnilega von á fullt af nýjungum sem bjútískvísur um allan heim eru að missa vatnið yfir og þar á meðal ég.

Um daginn fjallaði ég stuttlega um nýju Tint-in-Oil varaolíurnar frá merkinu en von er á svo miklu miklu fleiri nýjungum. Gullfallegar augnskuggapallettur, kinnalitir sem ég missti andlitið yfir, augnprimerar, varalitir og maskari. Vorlínan er ein sú fallegasta sem ég hef séð og hlakka ég til að segja ykkur frá fleiri vörum frá þessu uppáhalds merki mínu. Það er eitthvað við pakkningarnar og gamla-glamúrinn sem heillar mig hvað mest við merkið. Það er einn kall sem býr í húsinu okkar sem spyr mig alltaf hvað drottningin segi gott en þannig líður mér akkurat þegar ég nota vörurnar frá YSL- eins og drottningu (haha)!

SPRING 2015 PREVIEW

Hægt og rólega með vorinu koma vörurnar í verslanir og langaði mig að segja ykkur aðeins frá þeim svo að ekta förðunardrottningar geti sett sig í stellingar.  Ég farðaði mig á föstudaginn fyrir partý sem ég var á leið í og skellti í eina selfie áður en ég fór. Förðunin er ótrúlega frískleg og fagna ég bleiku tónunum mjög. Vorið er nefnilega minn uppáhalds tími í förðun. Ég ætla að segja ykkur frá pallettunni, varaolíunni og kinnalitnum núna en spara svo hinar vörurnar sem mig langar að segja ykkur frá seinna. Bíðið svo bara sallarólegar yfir líklegast fallegustu umbúðum sem þið hafið augum litið en von er á þeim í vor en þær eru alsettar pallíettum. Ég mun láta ykkur vita hvenær hvaða vara fer í verslanir og hver veit nema að ég muni skella í skemmtilegan vorleik með merkinu.

COUTURE VARIATION PALETTE – NU

Gerði fallega ljósa augnförðun þar sem ég notaði 3 liti úr þessari fallegu 10 lita Couture Variation Pallettu sem er ný hjá merkinu. Pallettan kemur í tveimur litum og er en önnur þeirra ljósari (mín) og hin með heldur dekkri litum en hún heitir Tuxedo. Ég sé fram á að nota þessa endalaust og hef nú þegar notað hana tvisvar um helgina. Palletturnar eru innblásnar af fallegum efnum Saint Laurent tískuhússins og eru þeir sanseruðu í uppáhaldi hjá mér. Ég hlakka til að leika mér meira með hana og sýna ykkur almennilegt lúkk. Væntanlegar í verslanir í vor!

BLUSH VOLUPTÉ HEART OF LIGHT – LIGHT 01

Síðan í haust hef ég beðið eftir að þessir kinnalitir fari í sölu hér á landi og þegar ég fékk loks að sjá þá í eigin persónu missti ég andlitið. YSL stelpurnar hér heima höfðu valið nokkra guðdómlega liti til að selja hér á landi og gat ég varla valið á milli. Ég endaði valið á lit númer 1 sem er úr Heart of Light línunni. Ég gæti eytt heilum degi í að lofsama þennan lit. Ég notaði ytri partinn á alla kinnina og síðan notaði ég ljósa partinn í miðjunni sem fallegt highlight efst á kinnbeinin. Litirnir sem von er á í verslanir eru sko ekkert síðri en þessi og langar mig að eignast enn fleiri. Væntanlegir í verslanir í vor!

VOLUPTÉ TINT-IN-OIL – ROSE FOR YOU

Ég tala svo mikið um vörur sem innihalda olíur og þegar ég frétti af þessari vöru gat ég varla setið á mér. Þvílíkt fegurð- bæði pakkningarnar og formúlan. Olían er með smá lit en minn litur er einn af þeim ljósari. Olían smýgur inn í varirnar á meðan liturinn verður eftir og helst á í marga tíma. Burstinn í olíunni  (sami bursti í glossum og Kiss & Blush) auðveldar manni að bera formúluna á án þess að þurfa að horfa á spegil útaf því að hann er mótaður eftir vörunum. Varirnar mínar eru nú silkimjúkar og fallegar á litinn. Væntanlegir í verslanir í þessari viku!

Um sinn ætla ég ekki að kæfa ykkur með öllum þessum spennandi nýjungum og segir ykkur frá hinum
vörunum næst. Von er á gullfallegum varalitum, maskara, augnskuggaprimer ásamt mörgu öðru.
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

Share:

dropsofyouth

DROPS OF YOUTH

Húðin endurnýjar sig tvisvar sinnum hraðar á nóttunni en á daginn- eigum við þá ekki að nýta tækifærið og dekra við húðina áður en við förum og sofa og nota vörur sem styrkja hana alla nóttina. Árið 2014 byrjuðu fleiri og fleiri merki að koma með maska á markað sem má sofa með. Ég hef prófað um það bil þrjá og er þessi sá fjórði. Ég er búin að sofa með hann á mér þrjár nætur í röð en mig langaði að segja ykkur frá honum því ég sá að þessi vara var að fá mikla athygli í færslu sem ég gerði um daginn og svo er ég aðeins búinn að gera ykkur brjálaðar í hann á Snapchat. Fyrstu nóttina gerði ég þau mistök að bera á mig of mikið á maskanum á en fann um leið þó róandi og kælandi áhrif sem hann hafði á húðina. Þar sem ég setti aðeins of mikið varð ég hálf klístruð við koddann en ég lærði af mistökunum og hinar tvær næturunar svaf ég eins og engill með maskann á mér alla nóttina.

bouncysleeping

BOUNCY SLEEPING MASK

Maskinn kemur í rosalega stórum umbúðum (jeij!) og það er sko nóg í krukkunni til að duga manni næsta hálfa árið eða jafnvel lengur. Formúlan er einstök og er ég búin að nota maskann minn þrisvar sinnum og þegar ég opna hann aftur er yfirborðið orðið rennislétt á ný. Það fylgir lítil “skeið” með til að moka honum upp úr umbúðum en svo nudda ég honum vel inn í húðina með fingrunum eins og ég myndi gera með venjulegt næturkrem. Með aldrinum missir húðin teygjanleika sem þýðir að það tekur lengri tíma á morgnanna að losna við koddafarið í andlitinu. Ég hef meira að segja tekið eftir þessu hjá mér að ég er alltaf með sama farið á sama stað og frekar langt fram á morgun. Sem er eiginlega óþolandi þar sem ég hef aldrei tekið eftir því aður. Ég fékk maskann að gjöf frá The Body Shop hér á Íslandi eftir að verslunin tók eftir að ég hafði sett hann í færslu um nýjungar árið 2015 (sjá hér).

Leyndarmálið á bakvið maskann er Edelweissplöntu stofnfruma. En Edelweiss plantað þrífst í erfiðum aðstæðum hátt í Ölpunum. Sérfræðingar hjá The Body Shop hafa mjög vandlega fjarlægt stofnfrumuna og nýta öflugt þol hennar í þessa flottu Drops of Youth línu frá The Body Shop. Edelweiss stofnfruman gerir húðinni kleift að endurnýja sig hraðar og skilar þér sléttari og teygjanlegri húð. Einnig hjálpar maskinn við að læsa inni aðrar vörur sem þú ert að nota og hjálpar þeim að vinna enn betur á húðinni. Það má nota maskann eins og oft og maður vill, eiginlega því oftar því betra. Ég fann strax mun daginn eftir að ég notaði hann fyrst og mun ég halda áfram að nota hann reglulega. Ég nota maskann þegar ég er búin að bera á mig serum og augnkrem en maskinn kemur í stað næturkrems/rakakrems.

Venjulegast prófa ég húðvörur mun lengur áður en ég segi ykkur frá þeim en ég fann mig knúna til að segja ykkur frá þessari strax vegna þess að hún gengur fyrir allar húðgerðir. Mér leið strax mjög vel í húðinni og kælandi áhrifin voru yndisleg. Dagana eftir fann ég svo að húðin var um leið þéttari og teygjanlegri. Hérna (hér) er einnig frábært myndband sem sýnir hvernig best er að bera maskann á.

Drops of Youth Bouncy Sleeping Mask frá The Body Shop fæst í verslunum The Body Shop og kostar 4.390 kr
Untitled-1
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

Share:

newhair

NÝTT ÁR – NÝTT HÁR

Klæjar óstjórnlega mikið í puttana að breyta hárinu mínu. Plain svart er orðið frekar leiðigjarnt og langar mig að lýsa endana eins og drottningin “vinkona mín” Julie Sarinana gerði. Ef ég þekki mig rétt verð ég búin að þessu í næstu viku enda er ég nú þegar búin að setja hárgreiðslukonuna mína og mágkonu inn í málið. Whoop whoop! Nýtt ár, nýtt hár! Sumar ykkar hafa tekið eftir að við hjónaleysin séum heimilslaus í augnablikinu en það varð “örlítið” vatnstjón á hæðinni fyrir ofan okkur sem varð til þess að það þurfti að rífa allt út úr svefnherberginu hjá okkur og skipta um vegg. Ásamt öðrum lítilsháttar vandamálum (einmitt!) Við fluttum inn til tengdó þangað til að allt verður í orden á ný. Í kvöld er ég að fara í skemmtilegt “launch” partý en einmitt fyrir glænýjar hárvörur sem eru að fara í sölu hér á landi.

Fylgist með!

Untitled-1

Share:

neutrogena
HREIN OG FALLEG HÚÐ

Mér líður oft eins og ég sé talsmaður hreinnar húðar á Íslandi en þannig er mál með vexti að ég veit hvað hrein húð getur látið manni líða vel. Að vera með bólur hvort sem það eru nokkrar eða margar er oft sárt og óþægilegt. Það er ekki gaman að reyna að fela bólur eða óhreina húð með fullt af farða sem lítur svo aldrei vel út á manni. Í ár ætlum við ekki að láta þannig hluti halda aftur að okkur og ætlum við hér í sameiningu að segja bless við óhreina húð og bjóðum hreina fallega húð velkomna. Mig langar að segja ykkur frá ótrúlegri vörulínu frá Neutrogena sem ég er búin að þekkja í mörg ár en hún hefur nýlega farið í sölu á landinu okkar góða. Tíu heppnir lesendur fá að gjöf alla vörulínuna í lok vikunnar til að prófa. Línan er mjög frískandi og þar legg ég áherslu á mjög. Manni líður eins og húðin geti varla orðið hreinni eftir notkun. Vörurnar henta öllum húðgerðum og öllum aldri.

VISIBLY CLEAR PINK GRAPEFRUIT

Upplífgandi Pink Grapefruit línan frá Neutrogena samanstendur af fjórum vörum og hafa þrjár aðeins verið fáanlegar hér á landi. Andlitskremið er væntanlegt í verslanir innan skamms en þið sem takið þátt í leiknum verðið fyrstar hér á landi til að prófa. Vörurnar innihalda 100% náttúrulegt greipaldin þykkni og C vítamín. Allar eru þær ólíulausar og hreinsa húðina mjög vel ásamt því að koma í veg fyrir bólur og fílapensla án þess að of-þurrka húðina. Einstök MicroClear tækni djúphreinsar húðina og með því hreinsar hún öll óhreindindi, eins og olíu og mengun og kemur þannig í veg fyrir myndun bóla og fílapensla.

Lyktin af vörunum er ómótstæðileg og gleymir maður því um leið að maður sé að þrífa húðina þegar maður notar þær. Vörulínan samanstendur af gelandlitshreinsi sem hentar normal-blandaðri húð, krem andlitshreinsi sem hentar þurri húð sem er viðkvæm fyrir ertingu. Kornaskrúbbi sem má nota eftir þörfum og hentar einstaklega vel í sturtunni ásamt olíu-lausu dagkremi. Kremið er nýjasta viðbótin í línuna en það er einstaklega létt og olíulaust. Kremið hentar þeim sérstaklega sem eiga hætt á að fá nokkrar eða margar bólur. Ef notað daglega styrkir það varnir húðarinnar með tímanum og kemur í veg fyrir að bólur og ójöfnur myndist svo áferð húðarinnar verður enn betri en áður.

GJAFALEIKUR

 Ef þig langar að byrja árið með hreina húð endilega skildu eftir athugasemd og segðu mér af hverju. Neutrogena á Íslandi ætlar að færa 10 heppnum lesendum allar vörurnar úr línunni. Þú mátt endilega deila færslunni þinni með vinkonum þínum eða vinum svo að þau geti tekið þátt líka. Ég dreg úr leiknum 30. janúar.

1. Segðu mér af hverju þú vilt byrja árið með hreina húð
2. Deildu færslunni með vinum og vandamönnum

Untitled-1
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn og Ölgerðin kostaði vinninga lesenda.

Share: