IMG_6195IMG_6211
Nýr sófi nýtt líf- mig var búið að langa svo lengi að skipta út hvíta leðursófanum og það er greinilegt að kærastinn hlustar á mig en það var kominn heim í gærkvöldi eitt stykki ljósgrár sófi. Gamli sófinn okkar seldist á núll einni og við þá ýkt sátt. Nýju breytingarnar létta ótrúlega á litla rýminu en ég ætla að sýna ykkur heildarútlið á stofunni þegar við erum búin að hvítta sófaborðið og setja upp nýju gardínurnar. Það hlaut að koma að því að þetta færi eitthvað að rúlla hjá mér hérna heima og ég færi að taka til hendinni. En ég fór í IKEA í fyrradag og valdi mér 3 skrautpúða í sófann (ætla nú samt að fá mér fleiri…Dot púðann!) og valdi mér þennan fallega ljósbláa lit en ég á iittala skálar í þessum lit sem sitja alltaf á sófa borðinu og er málverkið fyrir ofan sófann mjög ljóst og tónar þetta allt mjög fallega saman. Ég er sjúklega sátt með nýju breytingarnar og er tungan núna ekki fyrir stóru gluggunum og er því ótrúlega bjart og fallegt í stofunni.

Pabbi minn er örugglega mesta dúlla sem fyrir finnst og eru vinkonur mínar allar sammála mér um það. En pabbi minn málaði þessa mynd handa mér eftir að hann heimsótti mig til Californiu. En ég tók þessa mynd af mávi í rigningardembu í Newport Beach. Mér þykir ákaflega vænt um myndina þrátt fyrir að hún sýni kannski ekki Californiu í hinu rétta ljósi. En ég gleymi seint þessum degi með foreldrunum í Newport Beach. Við systkinin eigum öll fallegar myndir eftir pabba sem prýða heimilin okkar.

Sófinn er úr Ego Dekor – púðarnir úr IKEA – borðið gamalt úr IKEA

Sýni ykkur heildarmyndina á stofunni eftir nokkra daga!