ON ITS WAY: SWEATER WEATHER

Færslan inniheldur ad linka.

Oversized Alpaca Blend Cardigan hér // Wool Blend Long Wrap Cardigan hér

ON ITS WAY: SWEATER WEATHER

Apríl er mættur og ég hef aldrei verið jafn fegin að mars mánuður sé liðinn. Það er ennþá peysuveður og maður er bara heima og góð peysa er bara eitthvað sem ég verð að eiga. Já og helst nokkrar. Ég elska góðar gæða peysur. Það bara verður að segjast. Kolféll fyrir þessum inn á stories.com en mig langaði í þessa hnepptu í beige litnum eeeeeen þessi grái fer mér bara svolítið betur. Hún er stutt og hneppt en falleg yfir fallegan hlýrabol. Hin er í wrap sniði og  bundin á hlið og síðari. Keypti mér einmitt frekar ódýra svarta wrap peysu í fyrra og hún eyðilagðist eftir einn þvott. Mæli mikið með að vanda valið á góðum peysum því verðið skilar sér klárlega í gæðum, endingu og útliti. Ég get alltaf treyst á peysurnar frá & Other Stories. Er alltaf í jafn miklu átaki að kaupa mér frekar föt heldur en á barnið. Þetta gerist hægt og rólega. Mjög spennt að fá þessar tvær og get lagt nokkrum sem eru orðnar mjög lúnar. Annars mæli ég rosalega mikið með ullartreflunum frá & Other Stories. Á þrjá sem ég er búin að eiga í fjölda ára og nota enga aðra. Hlýjir og góðir og gegna hlutverki teppis ef þér er mjög kalt.

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?